Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 17
leg viðhorf til barnsins og brjóstagjafarinnar. Þessar
mæður litu á brjóstagjöf ekki eingöngu sem næringu
heldur einnig mikilvægan þátt í tengslamyndun við
barnið. Þær höfðu ekki spáð mikið í brjóstagjöf fyr-
irfram. Brjóstagjöf var þó eina valið fannst þeim.
Þeim leið vel og var brjóstagjöfin hluti af móður-
ímynd þeirra. Ef vandamál kom upp við brjóstagjöf-
ina hafði það neikvæð áhrif á sjálfsmynd og móður-
ímynd kvennanna. Þær voru ekki lengur góðar mæð-
ur!
Hinn hópurinn var svo „raunsæiskonan“. Sú móð-
ir trúði því að brjóstagjöf væri ekki svo ómissandi
þáttur í móðurhlutverkinu. Þeim fannst pelagjöf jafn-
góður kostur og bentu oft á feit og sælleg börn sem
hefðu bara fengið þun-mjólk máli sínu til stuðnings.
Ef þessar konur brjóstafæddu börnin sín þá var það
vegna þæginda. Mjólkin var tilbúin með rétt hitastig
og alltaf til staðar. Þessar konur vildu hafa stjórn á
hlutunum og litu á pelagjöf sem fullnægjandi kost.
Raunsæiskonunni var svo skipt niður í tvo undir-
hópa. Annar hópurinn leit á móðurhlutverkið sem
sitt aðalhlutverk. Brjóstagjöfin var þó ekki mikil-
vægur þáttur fyrir móðurhlutverkið. Móðurhlutverk-
ið var miðpunturinn í þeirra eigin sjálfi. A meðan
hinn hópurinn sá móðurhlutverkið sem eitt af þeirra
mörgu hlutverkum í lífinu. Til að vera sáttar við
sjálfa sig þörfnuðust þær annars en að vera „bara“
móðir. Þær litu á sinn rétt sem jafnan á við barnið,,
það sem er gott fyrir „mig“ er gott fyrir barnið“.
Þeir þættir er höfðu áhrif á ákvörðunarferlið voru
að brjóstagjöf var vegna eðlisávísunar hjá hugsjóna-
konunni en vegna þæginda hjá raunsæiskonunni.
Allar konurnar í rannsókninni upplifðu einhverskon-
ar þrýsting. Þrýstingur gat verið margskonar, sumir
makar aðlöguðust ekki brjóstagjöfinni. Þeir litu á
brjóstagjöf sem „sexual turn off‘ og bamið sem sinn
keppinaut. Sumuin konunum líkaði illa að gefa bam-
inu brjóst innan um aðra og voru þær líklegri til að
upplifa sig sem fanga (Cooke, M. 1996 sjá Barclay
og Jones).
Þótt þetta módel skýri í sjálfu sér ekki neitt, þá er
gaman að skoða konuna út frá því. Módelið væri
hægt að nota sem hjálpartæki í að meta hvaða
fræðsla passaði hverri konu. Hugsjónakonan þarf
meiri stuðning til að allt gangi upp og hennar fræðsla
miðast að öðrum þáttum en hjá raunsæiskonunni.
Fræðsla til raunsæiskonunnar væri undirstrikun á
þægindunum sem fylgja brjóstagjöfínni, með auðvit-
að annari fræðslu.
Konan í dæmisögu minni er ekkert einsdæmi.
Mæður sem vilja/geta ekki haft barn sitt á brjósti
halda áfram að þiggja af okkur þjónustu. Ég tel mik-
ilvægt að við hjálpum konum að byggja upp sjálfs-
traust í sínu nýja hlutverki.
Einnig verðum við að kynna þá vinnu sem liggur
að baki góðri brjóstagjöf. Fræðslu er ábótavant við
þá vinnu.
Það er mýta hér á landi að brjóstagjöf sé dans á
rósum á 4 klst. fresti. Foreldrar þekkja ekki nægjan-
lega þarfír barns síns. Ef foreldrar þekkja þarfír og
hegðun nýburans er auðveldara að takast á við upp-
eldið og eflaust yrði þá minni þörf á ábót. Það er
kannski, þegar á botninn er hvolft, fræðsla um nýbu-
rann en ekki brjóstagjöfma sem leysa myndi „ábótar-
vandamálið“?
Heimildir:
Cooke,M. Mothers'experience of infant feeding: a new the-
ory. Rannsókn birt í Barclay.L. og Jones.L. Midwifery
Trends and practice in Australia. 1996, Churchill Livingsto-
ne: Melboume.
Dawson,E„ Gauld,R. og Ridler, J. (1993) Empowering
mothers. Nursing RSA Verpleging vol 8 no. 4 bls, 10-12.
Inch,S„ (1996), Breastmilk and formula milk - what's the
dijference? MIDIRS Midwifery Digest mar 6:1*
Inch, S.,(1996), The importance of breastfeeding MI-
DIRS Midwifery Digest jun 6:2*
Rajan,L. (1993) The contribution of professional support,
information and consistent correct advice to successful bre-
astfeeding. Midwifery 9 bls. 197-209.
Royal college of Midwives, Successful Breastfeeding,
1991 Churchill Livingstone,London.
Frétt frá stjóm LFÍFÍ
Veittir hafa verið styrkir úr B-hluta Vísindasjóðs LMFÍ. Árdís Ólafsdóttir, Ijósmóðir, hlaut 160.000 kr. til
að vinna að gerð lokaverkefnis síns til meistaragráðu við Thames Valley University, London, Englandi.
Spurningin sem Árdís leitast við að svara er: Hafa ljósmæður sem starfa við ljósmóðurstörf í hefðbundnu
kerfi á Kvennadeild Landspítalans áhuga og vilja til að starfa við samfellda Ijósmæðraþjónustu? Helga Gott-
freðsdóttir hlaut 140.000 kr. styrk en hún vinnur einnig að lokaverkefni til meistaragráðu við sama skóla.
Helgu verkefni leitast við að kanna viðhorf mæðra og ljósmæðra til þeirrar þjónustu sem veitt er í mæðra-
vernd.
LJÓSMÆÐRABLAPIÐ
17