Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 18
HluK>erk Ijósmóöur á meðgöngu eftir Sigríði Síu Jónsdóttur, tjósmóður Starf Ijósmæðra hefur sem eðlilegt er tekið miklum breytingum í aldanna rás og eru ástæðumar margar. Ein þeirra eru þær kröfur sem samfélagið gerir til ljósmæðra. Fyrirlestur þessi hefði verið með talsvert öðrum áherslum fyrir nokkrum árum og ég spái því að af fáeinum árum liðnum verði þær hugmyndir sem hér koma fram partur af daglegum störfum ljós- móðurinnar og ekki talin ástæða til að fjalla sérstak- lega um þau á ráðstefnu eða á prenti. Sérstaða Ijósmóðurinnar á meðgöngu Talsverð áherslubreyting hefur orðið á starfsháttum ljósmæðra á meðgöngu frá því upp úr 1990. Miðast breytingin að því að þarfir hinna verðandi foreldra eru sífellt hafðir meira að leiðarljósi. Nú þykir það alveg sjálfsagt að konan hafi sömu ljósmóðirina alla meðgönguna. Tími þess „mæðraeftirlitsins", þegar við kölluðum „næsta“ er fullkomlega liðinn undir lok. Vil ég taka svo djúpt í árinni að segja að þetta sé stórkostleg þróun og löngu tímabær. Ársgömul lög um réttindi sjúklinga (nr. 74, 1997) styðja einnig þetta breytta vinnulag því að samkvæmt því skal ljósmóðir „leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings“ (3.gr.). Ljósmóðirin sem hugsar um konuna á meðgöng- unni og maka hennar/fjölskyldu hefur alla möguleika til að mynda góð tengsl við hina verðandi foreldra (Cronk og Flint, 1989 ). Ljósmóðirin er í lykilaðstöðu til að átta sig á styrkleikum og veikleikum sérhverrar verðandi móður og maka/fjölskyldu hennar. Barns- hafandi konur hér á landi koma yfirleitt í sína fyrstu meðgönguskoðun um 12. viku meðgöngu. Frá þeim tíma og fram að fullri meðgöngu eru um 28 vikur. Ljósmóðirin hefur því u.þ.b. 196 daga til að byggja upp tengsl og traust á milli sín og hinnar stækkandi fjölskyldu. Til gamans má geta að þessi dagafjöldi jafngildi sjö fjögurra vikna sumarfríum. Af þessu vil ég draga þá ályktun að starf ljósmóð- urinnar á meðgöngu sé það mikilvægasta af störfum okkar Ijósmæðranna. Rökstuðningurinn kemur svo hér að neðan. Ég hef lengi átt mér þann draum að við íslenskar ljósmæður vinnum með allt barnseignarferlið. Þegar vinnan er þannig skipulögð, að sama ljósmóðirin 16 hugsi um konuna og hennar fjöl- skyldu í með- gönguverndinni, fæðingunni og sængurlegunni, þá verður auðvitað sú Ijósmóðir sú mikil- vægasta. í dag er jú vísir að þessu skipulagi fyrir konu í eðlilegri meðgöngu hjá ljósmæðrum í MFS einingunni á Fæðingadeild Landspítalans og á smærri stöðum úti á landi, þar sem er starfa t.d. ein eða tvær ljósmæður. Hin mörgxi hlutöerk Ijósmóðurinnar á meðgöngu Ljósmóðirin hefur í mörg „horn að líta“ við með- gönguverndina. Hér á eftir fylgja sex meginatriðið í starfi hennar. Hlutöerk Ijósmóðurinnar á meðgöngu ✓ 1. Stuðningur. ✓ 2. Traust. ✓ 3. Fræðsla. ✓ 4. Meðgöngumat / áhættumat. ✓ 5. Samhæfing þjónustunnar. ✓ 6. Samvinna við aðra sérfræðinga. Shiðningur Þessi hluti starfsins er mjög yfirgripsmikill. Ljós- móðirin verður að meta þörf hinnar verðandi móður varðandi reynslu hennar, ótta eða hræðslu. Á hverju byggir ótti konunnar? Á hún t.d. að baki erfiða fæð- ingarreynslu sem þarf þá að vinna úr. Hvemig er fé- lagslegur stuðningur konunnar og hvaða stuðning þarf að veita henni vegna t.d. skorts á félagslegum stuðningi? Hvaða stuðning þarf hinn verðandi faðir ef að hann er þátttakandi á meðgöngunni? Svona mætti lengi telja. Ljósmóðirin getur á engan hátt LJÓSMÆPRABLAW

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.