Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Side 23
Konur um konur frá konum H1 kCenna
eflir Sigfríði Ingu Karlsdóttur, Ijósmóður
Undarlega lítið hefur verið rætt og
ritað um ljósmóðurfræðina í tengsl-
um við kvennafræðina, ég hef oft
velt því fyrir mér hver sé ástæðan
fyrir því, hvort það sé einhvers-
konar tabú að ræða um þekkingu
tengt umönnun kvenna, út frá
kvennafræðinni eða hvort einhver
önnur ástæða liggi að baki.
Síðustu áratugi hefur skilning-
ur okkar ljósmæðra á því hvaða
þekking sé mikilvæg fyrir okkar
fag allt of mikið verið tengd við
það hvað fæðingarlæknar hafa
talið mikilvægt en þeir eru í mikl-
um meiruhluta karlmenn.
í gegnum þeirra skilning höfum
við meðal annars fengið þann
skilning kvennafræði skipti okkur
litlu máli.
Auðvitað er ég ekki að segja
með þessu að fæðingarfræðin sé
eitthvað sem skiptir okkur litlu
máli en hins vegar verðum við að
gera okkur grein fyrir því að það
er líka annars konar þekking sem
er mikilvæg fyrir ljósmæður.
KOejinafraeðin og gilcli hennar
fýrir okkur
Kvennafræðin eða feminismi hef-
ur verið skilgreind sem: heimssýn
sem horfir á málefni frá sjónarhóli
kvenna og bendir á óréttlæti sem
byggir á kynferði (Bunting og
Campbell, 1990).
Margir greinarhöfundar hafa
bent á að það vanti mjög mikið í
ljósmóðurfræðina að áherslan á
þekkinguna sé á hin kvennalegu
gildi. Það er allt of lítið fjallað um
málefni í okkar fræðum út frá
kvennafræðinni.
Ljósmæður vantar meiri þekk-
ingu sem aflað er út frá kvenna-
fræðilegum sjónarmiðum. I viðbót
við þá þekkingu sem við höfum
nú fyrir. En með því að afla henn-
ar þá leggjum við meiri áherslu á
það, að ljósmóðurfræðin skipti
mestu máli fyrir heilbrigðar konur
og maka þeirra þegar þau ganga í
gegnum bameignarferlið.
Þekking hefur verið skilgreind
sem heildræn og kerfisbundin leið
til þess að koma reglu á okkur
sjálf í umhverfmu sem við lifum í
(Smith,1992).
I bókinni Women 's ways of
knowing, sem er eftir fjórar banda-
rískar konur er skyggnst inn í
reynsluheim kvenna og velt fyrir sér
ýmsu um mótun skilnins kvenna á
sjálfum sér (Belenky, Clinchy,
Goldberger og Tarule, 1997).
Við lestur þessarar bókar vakna
ýmsar spuminga varðandi þekkingu
okkar í ljósmóðurfræðinni. Spum-
ingar eins og hvaða áhrif það hefur
á h'ðan kvenna á meðgöngu og í fæð-
ingu ef þær hafa lítið sjálfstraust.
Hefur það áhrif á upplifun á sárs-
auka, líkur konunnar á því að geta
lokið fæðingunni á eðlilegan hátt
og ef til vill einhverja aðra þætti?
Þetta em meðal annars þær
spurningar sem mér finnst að ljós-
móðurfræðin ætti að vera að glíma
við. Þekking varðandi tíðni ýmissa
fylgikvilla eftir keisaraskurð og
tíðni lágs apgar stiga er auðvitað
þekking sem við ættum að hafa.
En hins vegar ekki þekking sem
ég tel að við eigum að setja í
fyrsta sæti við forgangsröðun.
T^íismunandi skilningur á mik-
iKeegi ák9eðinnar þekkingar
Skiptar skoðanir hafa verið um
það hvort sé mikilvægari þekking
ljósmóðurfræðinnar eða þekking
fæðingarfræðinnar.
Carolin Sampsell (1990) segir
að viðhorf til þekkingar, almennt í
heiminum hafi verið stjórnað af
karlmönnum en ekki konum og
þetta sé líka að nokkru leyti stað-
reyndin innan ljósmóðurfræðinnar.
Bent hefur verið á að upp úr
1960 hafi fæðingarfræðin farið að
hafa mun meiri áhrif á það hvern-
ig litið var á meðgöngu og fæð-
ingu og sumir hafa fullyrt að
þekking ljósmóðurfræðinnar hafi
orðið fyrir barðinu á þessum
áhrifum (Tew, 1990).
Kitzinger hefur bent á að að í
mörgum löndum hafi læknisfræð-
in gert ráð fyrir því að konur
legðu sig í hendur lækna án þess
að spyrja spuminga og setningar
eins og „þú skalt ekki hafa neinar
áhyggjur" eða „þú skalt bara láta
okkur um þetta“ hljómar kannski
kunnuglegar fyrir okkur margar.
Hún hefur einnig bent á það að
konur sem spyrja spurninga fái
gjarnan svör eins og „þú vilt að
barnið þitt verði heilbrigt er það
ekki?“ (Kitzinger,1994, bls. 142).
Sem dæmi um slæm áhrif fæð-
ingarfræðinnar á ljómóðurfræðina
er hægt að nefna það, hvernig
konur voru hvattar til þess að
fæða útaf liggjandi á bakinu.
Samkvæmt Tew (1990) voru þetta
bein áhrif af því að fæðingarlækn-
ar töldu þetta vera heppilegustu
leiðina til þess að fæða barn, alla-
vega auðveldustu stellinguna til
þess að aðstoða konu við að fæða
barn. Annað dæmi um slæm áhrif
á ljómóðurfræðina er það hversu
LJÓSMÆÐRABLAPIP
23