Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Side 30

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Side 30
Pabbafreeðsla Ástæða þess að ég fór að einbeita mér að fræðslu fyrir feður voru ábendingar frá sængurkonum. I starfi mínu sem ljósmóðir við fæðingarþjónustu felst m.a. fræðsla um brjóstagjöf, umönnun barna, andlegar og líkamlegar breytingar sem tengdar eru barns- burði. Algengt var að konur ræddu við mig eftir fyrirlestra um brjóstagjöf og andlega líðan kvenna og sögðu að gott væri að makar þeirra vissu þessa hluti bet- ur en þeim fyndist þeir gera. Ég minnist þess að ein konan sagði eftir fyrirlestur: „Það er svo hall- ærislegt að upplýsa að maður er að gráta yfir engu.“ Algengt var að konur lýstu áhyggjum sínum vegna skilningsleysis manna þeirra á foreldra- hlutverkinu í útskriftarvið- tali fyrir heimferð Á árunum 1989-1990 gegndi ég stöðu yfirljós- móður við Fæðingarheimili Reykjavíkur og þá gat ég lát- ið draum minn um pabba- fræðslu rætast. Að vísu renndi ég blint í sjóinn með uppbyggingu fræðsluefnisins að öðru leyti en því að ég hafði lesið allt það efni sem ég hafði komist yfír um hlut- verk feðra á þessu tímabili. Einnig hafði ég í gegnum árin rætt við nýorðna feður um upplifun þeirra en slfkt spjall var alltaf óformlegt. Sett var upp auglýsing á gangi sængurkvenna um að boðið væri upp á fræðslutíma fyrir feður, einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Á þessu eina og hálfa ári sem pabbafræðslan var við lýði á fæð- ingarheimilinu komu um 100 feð- ur í tímana. Þessir tímar með hin- um nýorðnu feðrum gerðu það að verkum að sem ljósmóðir fékk ég nýja sýn á þarfir feðra fyrir upp- lýsingar um þetta tímabil. Mér fannst sérstaklega ánægju- legt að eiga þessar stundir með pöbbunum og fannst athyglisvert hversu vel þeir treystu mér, kon- unni, fyrir karlatilfinningum sín- um. Mat mitt er að þeir treystu mér vegna þess að ég sagði þeim gjarnan að ég væri fimm barna móðir og margra barna amma. Einnig held ég að aldur minn, þ.e. að ég var komin af léttasta skeiði, h a f i h a f t sína þýðingu. Ég man að ég hugs- aði á þessum tíma að ung og fal- leg ljósmóðir myndi ekki öðlast trúnað pabbanna á þann máta sem mér fannst ég ná. Þegar starfi mínu við fæðingar- heimilið lauk fannst mér að ég gæti ekki látið þar við sitja og skrifaði handrit að bæklingi um þau atriði sem feður sýndu áhuga á að fræðast um; umönnun barns- ins, mataræði þess, stuðning við móður, kynlíf tengt fæðingu og þeirra eigin upplifanir. Úr þessu efni var 1994 gefinn út bæklingur- inn „Til hamingju pabbi“. Bækl- ingurinn er gefin út af áhugafélagi um brjóstagjöf, Börnin og við, sem starfrækt er á Suðurnesjum. I mínum huga var þessi bæklingur hugsaður sem mjór vísir að öðru meira, t.d. bókaútgáfu ætlaða feðrum. I þeim rannsóknum sem ég las tengdum þessu efni kom fram að mikilvægt var að feður mynduðu strax við fæðingu tengsl við börn sín. Sýnt var fram á að þrír fyrstu dagarnir eftir fæðingu væru þýð- ingarmiklir fyrir heillavænlegt samband föðurs og barns. Sýnt hefur verið fram á að faðir sem klæðir barn sitt og myndar við það augnsamband á fyrstu dögum annast það meira fyrstu þrjá mánuð- ina. (Wieser og Costin- ling, 1984). í kjölfar þessa hug- mynda og þeirrar vís- bendingar að feður hefðu áhuga á að taka þátt í um- önnun barna, bæði á sínum forsendum og sem stuðning við fjölskylduna, breyttum við á fæðingardeild Sjúkrahúss Suður- nesja heimsóknartímum úr einum klukkutíma að kvöldi yfir í að deildin væri opin feðrum frá kl. 10:00 á morgnanna og til kl. 22:00 á kvöldin og þannig hefur fyrirkomulagið verið síðastliðin 5 ár. Undir forystu okkar Konráðs Lúðvíkssonar yfirlæknis hefur ætíð verið lögð áhersla á að deild- in væri fjölskyldumiðuð og um- hverfið þægilegt og heimilislegt. Þessi breyting var auðveld og án mótmæla starfsfólks. Ég tel að breytingin hafí verið afar jákvæð hvað varðar hlutverk föðurs. Reynsla mín af þessu sviði er 30 UÓSMÆÐRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.