Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 31
nota hefðbundnar aðferðir til að miðla fræðslu til feðra, þ.e. á for- sendum kvenna þeirra en ekki þeirra eigin. Það var merkileg reynsla fyrir mig sem ljósmóður að sjá að sú leið var ekki sú rétta heldur bæri að beina fræðslu til feðra á þeirra eigin forsendum. Það var því eins og himnasending þegar að til landsins kom sænski félagsfræðingurinn Jören Winner- ström en hingað kom hann á veg- um íslensku karlanefndarinnar sem starfar á vegum Jafnréttis- ráðs. Jören kynnti aðferðir sem hann hefur unnið við í heimalandi sínu, m.a. við foreldrafræðslu með ljósmóður þar sem þau hafa lagt áherslu á sérstaka fræðslu fyrir feður þar sem tekið er mið af þörfum þeirra. Nú er mun meira til af að- gengilegu efni sem tekur mið af þessum nýju áherslum, bæði í rannsóknarfræðum og bókaút- gáfu. Sem dæmi um þetta má taka bók sem kom út 1995 í Danmörku og heitir „Far nor du blir Far“. Höfundarnir, sem eru fjórir karl- menn, leggja áherslu á að veita öðrum feðrum innsýn í reynslu sína í feðrahlutverkinu. í bókinni reyna höfundarnir að upplýsa aðra feður um flesta þá þætti er varða meðgöngu, fæðingu og umönnun bams. Þeir leggja áherslu á að feður veiti konu sinni stuðning og að þeir séu einnig virkir þátttak- endur. Eins og karlmönnum er lagið er bókin skipulega uppsett, þó að hún minni mann ekki á bíla- bók eða handbók um laxveiði. Hlutirnir eru þó dregnir saman eins t.d.: Uáð á meðgöngu • Myndaðu strax samband við fóstrið. • Settu þig inní það sem þú veist að getur gerst á meðgöngu og við fæðingu. • Sættu þig við geðsveiflur konu þinnar. • Byggðu hreiður. Uáð um fesðingu • Talaðu út um óskir ykkar við fæðinguna. • Taktu tillit til þarfa konu þinnar. • Sættu þig við hegðun hennar. • Láttu ekki setja þig til hliðar, þetta er líka þitt bam. í bókinni eru einnig skemmti- leg gullkorn eins og: „Mér fannst gott að vera hafður fyrir lifandi stadíf ‘ og á öðrum stað: „Þá skul- um við ekki segja eins og við ger- um oft. Ég skal passa barnið í staðin skulum við segja: Ég skal hugsa um bamið mitt.“. Að mínu mati er ómetanlegt að eiga nú aðgang að slfku efni tengdu fræðslu fyrir feður. Ég get ekki látið hjá líða að gera grein fyrir vinnu minni á öðrum vett- vangi tengdu breyttu hlutverki feðra í samfélagi okkar. Á síðast- liðnu ári lagði ég það til í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar að karl- menn sem starfi hjá Reykjanesbæ fengju fæðingarorlof. Samþykkt þessi var í tengslum við starfs- mannastefnu bæjarins en nú gefst starfsmönnum tækifæri á tveggja vikna fæðingarorlofi á fullum launum án þess að skerða rétt móður. Nú þegar hafa allir þeir starfsmenn sem eignast hafa börn frá því að fæðingarorlof feðra var samþykkt nýtt sér þessi réttindi. Ég tel að að fæðingarorlof feðra sé löngu tímabært til þess að gefa feðrum tækifæri til hreiðurgerðar. Það sem var merkilegt við þessa samþykkt er að hún var samþykkt þverpólitískt og lögð fram af öll- um konunum í bæjarstjórninni. Ein ástæða þess hversu vel gekk að fá fæðingarorlof karla sam- þykkt var sú að formaður bæjar- ráðs, Jónína Sanders, er einnig hjúkrunarfræðingur og hefur full- an skilning á þessu máli. Að lokum vil ég leggja áherslu á að allir þeir sem vinna við þjón- ustu tengda foreldrahlutverkinu verða að taka upp nýjar og breytt- ar áherslur í upplýsingagjöf og fræðslu til verðandi foreldra þar sem mið verður tekið af fjölskyld- unni í heild. Samt þarf að leggja áherslu á að innan fjölskyldunnar er hver og einn með mismunandi þarfir. Ég tel að í öllum upplýs- ingum til verðandi foreldra í mæðravemd, sem kannski er úrelt hugtak, verði einnig sérstök feðra- fræðsla. I sængurlegu, hvort sem hún er á stofnunum eða veitt heima, verði að miðla fræðslu til feðra. Ráðgjafar á heilsugæslu- stöðvum í ungbarnavemd verða einnig að taka mið af þessum breytingum. Síðast en ekki síst þarf að vera á boðstólunum sér- hæfð meðferð og úrræði fyrir þau vandamál sem koma upp á tíma- bilinu. í dag liggur fyrir haldgóð þekking á mikilvægi þess að vel sé búið að velferð fjölskyldunnar og vitað er að tímabilið í kringum fæðingu barns er afar viðkvæmt og brothætt. Sólveig S. J. Þórðardóttir Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur Gullkom Eg man eflir að \>era í raun fegin þegar barnið óaknaði kltikkan K>ö á nóttinni til að drekka, af þóí að ég hafði sóo slerka löngun lil að horfa afiur á hann. FTargaret Drabble Gtillkotri Bam á brjósti er jafnmikil ánægja og þseðingin er k\>öl. TTarion Zimmer Bradleý UÓSMÆÐRABLAÐIt) 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.