Freyr - 01.11.1931, Qupperneq 5
Itúnaðarmálablnð Utgefendur: Jón 11 Þorbergxson, Sigurður Sigurðsxon, Pdlmi Einarsson, c%reyr Afgreiðsla og innheimta hjú E P.Briem Bókaverslun Simi 90(1. Pósth. 007. Austurstræti 1. Rvik. Arg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júli
XXVIII. ár. Reykjavík, Nóv.—Des. 1931 Nr. 11.-12.
Ræktun jarðepla
og atvinna.
Eftir Sig. Sigurðsson.
Fundur Ameríku hafði mikla þýðingu
fyrir Evrópu, en það sem margir telja
mest um vert og sé meira virði en alt
gull Ameríku, er jarðeplaplantan. Þá
Spánverjar komu til Ameríku um miðja
16. öld, voru jarðepli ræktuð þar í Chile
og Perú. Þetta hafði verið gert lengi og
voru þá til ýms afbrigði af jarðeplum.
1 lok 16. aldar voru jarðeplin flutt til
Spánar og fleiri landa í Evrópu og á 17.
og 18. öldinni breiddist ræktun jarðepla
um alla Evrópu. Um þetta mætti segja
langa sögu, sem hér verður eigi skráð.
Aðeins skal þess getið að til Danmerkur
komu jarðeplin fyrst 1719, til Noregs
1759 og til íslands 1759. Það var garð-
yrkjufrömuðurinn Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal er flutti kartöfluplöntuna
hingað.
I fyrstu tók jarðeplaræktin litlum fram-
förum. Menn trúðu því eigi, að hin nýja
jurt væri gagnleg, og allur fjöldi manna
áleit, að hún væri vart hæf til matar.
Langur tími leið því, áður en jarðeplarækt
varð almenn og menn lærðu að meta kosti
j arðeplaplöntun'nar.
í lok 18. aldar voru þó skoðanir manna
orðnar breyttar. Menn höfðu smátt og
smátt lært að þekkja gildi jarðeplanna,
og um miðja 19. öld voru þau ræktuð um
alla Norðurálfu, og þá álitin nauðsynleg
i’æða á borði hvers manns, jafnt ríks sem
fátæks. f nokkrum löndum var lögð svo
mikil stund á jarðeplarækt, að þau urðu
aðalfæða fjöldans af fólkinu, einkum fá-
tækari hlutans. Á írlandi var t. d. upp-
skerubrestur á jarðeplum árin 1845—46
vegna jarðeplasýkinnar. Af þessu leiddi
hallæri og manndauða þar í landi.
Á 19. og 20. öldinni hefir jarðeplarækt-
in aukist geysimikið, svo að víða hefir
hún álíka mikla eða meiri þýðingu en
kornyrkjan. Sem dæmi þess hve mikið er
ræktað af jarðeplum, má geta þess, að ár-
ið 1929 var ræktað sem svarar á mann:
f Danmörku........um 300 kg.
í Noregi..........— 320 —
í Þýskalandi . . . . — 620 —
Hér á landi hefir jarðeplaræktuninm
miðað hægt áfram, þótt aukningin hafi
orðið allmikil á síðari árum. í landhags-
skýrslunum er uppskera af jarðeplum
fyrst talin 1885 og síðan árlega. Eftir
þessu hefir uppskeran verið:
1885 ............ 3000 tunnur
1890 ............ 10300 —