Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1931, Side 15

Freyr - 01.11.1931, Side 15
P R E Y R 115 grauta og brauðgerðar. Hvorttveggja að sjálfsögðu búið til úr korninu eins og sjálf náttúran gaf það. Af þessu tvennu hefir brauðið haft og heflr enn yfirburðina, vegna þess að bragðgæðin eru þar raeiri, að það er meðfærilegra og það heldur sér betur. Upphaflega voru brauð búín til þannig, að deigið var flatt út á glóðheita steina. Brauðin urðu þannig harðbökuð flat- brauð líkt og sænsku „knack“-brauðin nú á dögum. Við slíka brauðgerð er auð- sjáanlega átt í ritningunni, þar sem talað er um „að brjóta brauðið“, en ekki skera það eða sneiða. Menn hafa fundið slík brauð mörg þúsund ára gömul við gröft gamalla rústa, bæði i hinum gamla og nýja heimi. Platbrauð er nú að mestu horfið. Er það þó ennþá talsvert mikið riotað í Svíþjóð, dálítið í öðrum löndum Skandinavíu og í einstöku dölum í Suður- Tyról og í Suður-Sviss. I mörg þúsundir ára hafa menn neytt brauðs, tilbúnu úr nýmöluðum heilum kornaldinum sem gegnbakað flatbrauð. önnur brauðgerð á sér tiltölulega ungan aldur. Það er þá fyrst á hinum síðari ötd- um. að brauðgerðin heflr breyst í flestum menningarlöndum í það horf sem nú á hinum svokölluðu bakarabrauðum. Breytingarnar eru aðallega í því fólgn- ar, að brauðin eru nú þykk, stakkmynduð með 40—50°/0 af vatni. Vio hluti riýbak- aðra brauða er þur og stökk skorpa, 9/l0 hlutir brauðsins eru mjúkir og deigkendir, í raun og veru mitt á milli þess að vera deig og bakað brauð, og geymist þessvegna illa. Nokkru eftir að brauðið er tekið úr ofninum linast skorpan við það, að hún sígur í sig rakann innan frá. Nú eru brauðin mestmegnis búin til úr afklíddu korni. Ystu lög kornsins og kím- ið eru þá skilin frá, en mjölkjarninn er notaður til brauðgerðar. Kímið og ystu lög kornsins kallast klíði og er það 30 — 40°/o kornsins. Mörg verðmestu efnin eru einmitt í þessum hluta, klíðinu. Þessi aðskilnaður klíðis og mjölkjarna er tilorðinn af ýmsum ástæðum. Aðal ástæðan mun vera sú, að mjölið er hald- betra, því bætiefni, bragðefni og gerðefni, sem eru að mestu leyti í klíðinu, þola illa geymslu. Sellulósinn í ystu lögum korns- ins gerði brauðin tormeltari. Og loks mun sú ímyndun ráða nokkru, að brauð úr fall- egu, hvítu, afklíddu mjöli væri „fínna“ og betra. Hið nýrra brauðlag þykir hentugra. Það þykir auðveldara að búa til svona löguð brauð. Þau brenna síður við bökunina en flatbrauð og þurfa minni hita. Það þykir þægilegra að tryggja þau og þægilegra að kyngja hinum hálftugðu bitum. En hins er minna gætt, að þessi auknu þægindi eiga drjúgan þátt í allskonar tannskemdum og tannrýrnun vorra daga. Sökum þess, að hin lífsnauðsynlegu en viðkvæmu bætiefni, lipoidar og gerðefni, eru efnaskiftum líkamans mjög mikilsverð, verður að krefjast, og það af gildum ástæð- urn að þeim sé hlíft við tilbúning fæðunnar. Eins og áður er tekið fram er lítið af sum- um bætiefnunum í korni og verður því sérstaklega að hafa gát á að þau haldist óskert við brauðgerðina. Hitinn er þeim hættulegastur, og því lengur sem hann varir því hættulegri. Pari hitinn ekki veru- lega upp úr 100°, er fremur lítil hætta á ferðum. Þannig þolir C-bætiefnið eða skyr- bjúgsbætiefnið, sem er viðkvæmast allra bætiefna, í kálmeti, kartöflum og ávöxtum snögga suðu, án verulegra skemda, en þolir hinsvegar ekki að standa tímum saman í hitageymi eftir stutta suðu. Ca. 60° hiti í lengri tíma skaðar meir en snögg upphitun í 100° eða snögg suða. Hvernig er þessu varið við brauðgerð- ina?

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.