Freyr - 01.11.1931, Qupperneq 17
FRE YR
117
Á. G. E. kemst þannig að orði: „Hér er
að ræða um tvær andstæðar stefnur,
áveitustefnuna, eða ræktun votlendisjurta,
og túnræktarstefnuna, eða ræktun tún-
grasa með einu eða öðru móti. Þrátt fyr-
ir það, þótt þessar tvær stefnur séu í
raun og veru andstæðar, hafa þær þrif-
ist saman um áratugi eða jafnvel leng-
ur, án þess að þær bærust verulega á
banaspjótum. Samkvæmt eðli sínu var
áveitustefnan í raun og veru fyrir löngu
dauðadæmd sem heildarstefna í gras-
ræktinni, þótt hún á tíinabili ætti tölu-
verðan rétt á sér og eigi það ef til vill
framvegis á stöku stað. Aveitustefnan
hefir löiigum verið studd þeim öflum og
aðstæðum, að hún gat hati«t hátt, þrátt
fyrir dauðadóminn, sem raunverulega
vofði yfir henni. Hún hefur lika gert
það, samanber Skeiðaáveituna og Flóa-
áveituna, og þó einkum þá síðari. Meg-
stoðirnar, • sem stutt hafa áveitustefnuna,
eru fátæktog fáfræði. Sterk öfl, en
ekki ósigrandi, sem betur fer, og það er
einmitt af því að það eru þessi öfl,
sem eru meginstyrkur stefnunnar, að hún?
var og er dauðadæmd“.
Mér þykir undarlega að orði komist, að
tala hér um „andstæðar stefnur“. Land-
námsmenn „báru skarn á hólu og stífluðu
íæki til áveitu. Þessar einföldu aðferðir
við ræktun fóðurjurta hafa haldist án veru-
legra breytinga til vorra daga, og hafa
verið notaðar jöfnum höndum um land alt,
eftir því sem staðhættir og þekking —
eða þekkingarleysi — sögðu til. Þessar að-
ferðir voru ekki — og eru ekki — and-
stæður, þær ganga. í sömu átt: meira, betra
og ódýrara fóður. En báðum þessum rækt-
unaraferðum hefur lengst af verið beitt í
þekkingarleysi. Það er ekki fyr enn á síð-
ustu árum að frumþekkingar á túnrækt
verður vart hér á landi. En nú eru svefn-
rof, og vonandi er góðs að vænta.
öðru máli er að gegna um votlendis-
áveiturnar; þar búum vér svo að segja
enn við þúsund ára gamalt þekkingarleysi;
og enn er ekki unnt að fá stofnað til til-
rauna á því sviði. Þó er fullkomin ástæða
til að ætla að í þeirri grein megi afla
þekkingar, er geti umskapað þá ræktun-
aðferð.
Eg veit ekki hvort nokkru sinni hefur
verið rætt um votlendisáveitur sem heild-
arstefnu í grasiækt hér á landi. Og mér
þykir ólíklegt að svo hafi verið, enda ekki
alstaðar staðhættir fyrir þær.
Á. G. E. nefnir Flóaáveituna „stærsta
frumhlaup áveitu-oftrúarinnar, sem vafa-
laust verði um leið kollhlaup áveitu-
stefnunnar, og dragi til þess, að hún inn-
an mjög langs tíma, hverfi að mestu úr
sögunni sem sjálfstæð ræktunarstefna“-
Á. G. E segir ennfremur: „Sem betur fer,
vil eg segja, var það orðið fyrirsjáanlegt
að svo mundi fara, þegar byrjað var á
Flóaáveitunni. Hefi eg aldrei farið dult
með þá skoðun mína“.
Eg rengi ekki Á. G. E. um að þetta hafi
verið skoðun hans, enda hefur hann getið
þessa við mig áður. En eg man ekki eftir
að hafa séð þessa skoðun hans fyr á prenti,
þó var Á. G. E. einn af ritstjórum „Freys“
um nokkurt skeið, um það leyti sem unn-
ið var að framkvæmd Flóaáveitunnar, og
auk þess hafði hann áður — en þó eink-
um síðar — skrifað ýmislegt um ræktun-
armál sem eg tel með því besta, á því
sviði, er birst hefur á íslensku.
Þar sem Á. G. E. ræðst sérstaklega á
Flóaáveitu-fyrirtækið, þá vil eg víkja laus-
lega að því nokkrum orðum. Þó mun eg
að sinni fara skammt út í þá sálma; vil
hinsvegar síðar, þá tækifæri gefst, taka
það mál til nánari meðferðar.
í Flóanum var aðstaða til túnræktar í
lakara lagi. Túnin liggja yfirleitt lágt: Á
lágum rimum, þar sem grunt er á hraun-