Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1931, Page 19

Freyr - 01.11.1931, Page 19
FREYR 119 Eg verð að játa, að eg skil ekkert í þessari setningu. Thalbitzer — og síðar Jóni Þorlákssyni og Jóni ísleifssyni — var falið sð gera nauðsynlegar frummæl- ingar á áveitusvæðinu, og gera yfirlits- áætlun um kostnað og fyrirkomulag. Enn- fremur var Jón Þorláksson einn af þrem- ur stjórnskipuðum mönnum í nefnd, til að undirbúa málið. Aðrir verkfr. studdu ekki framkvæmd málsins. Mér er ekki kunn- ugt um að þessir verkfr. hafi rekið sig á „óbilgjarnar klappir“ í sarnbandi við Flóa- áveituna. Aætlun þeirra J. Þ, og J. f. var fylgt í aðaldráttum, við framkvæmd verks- ins, og varð kostnaðurinn undir áætlun. Um framkvæmd verksins er ekki ástæða til að ræða hér. Arangur áveitunnar er bæði beinn og óbeinn. Eg hefi þegar getið þess að hinn beini árangur, þ. e. grassprettan, varð mínum vonum framar. Á þeim býlum er hafa hæfilega stór áveitulönd, svarar áveitan vel öllum kostn aði. Hinsvegar eru áveitulöndin sumstað- ar svo stór að þau verða ekki nytjuð, nema að nokkru leyti. Á meðan þannig standa sakir, getur áveitan orðið nokkrum jörð- um bein byrði, en það verður ekki fyrir- tækinu gefið að sök, þó grasið sé ekki notað. Þá eru það ekki einungis slægjulönd Flóans er njóta góðs af áveitunni, heldur og víða beitilöndin, er ýmist liggja að áveitusvæðunum eða innan um þau. Hafa þau sumstaðar batnað all-verulega, og það án sérstaks tilkostnaðar. Hinn óbeini hagnaður af áveitunni er mikill og margþættur. Áður en áveitu- framkvæmdir hófust, var Flóinn eitt af mörgum kyrstöðu-héruðum þessa lands. En nú vöknuðu Flóamenn af þungum svefni. Þeim óx ásmegin við rekurnar — gerðust meiri verkmenn en áður. Nú rak hver umbótin aðra: Fjós og hlöður voru bygðar stærri og vandaðri en áður, mjólkurbúið fæddist, nýir vegir voru bygð- ir, og síðast en ekki sízt komst veruleg hreyfing á undirbúning samgöngubóta yfir Hellisheiði. Flest þetta væri enn ógert, og ætti sennilega langt í land, ef áveitufyrir- tækið hefði ekki gengið á undan. Þeir eru margir er reyna að hafa Flóa- áveituna að fótaskinni; jafnvel menn er naumast hafa séð Flóann, nema þá af Kambabrún, hvað þá að þeir hafi reynt að kynna sér málið eftir beztu heimildum, enda hafa hnútur þeirra verið að jafn- aði án raka. Mér hefir aldrei þótt þess vert að svara þessum mönnum, en nú. þegar málsmetandi maður fer á stað, og ræðst — ekki einungis á Flóaáveitufyrir- tækið heldur og — á votlendisáveitur yfir- leitt, og hygst með sterkum orðum að kveða þær niður fyrir fullt og allt, og án allra rannsókna, en færir ekki önnur rök en þau, að túnræktin sé að hefjast upp úr myrkri þekkingarleysis og vonleysis, er hvílt hefir sameiginlega yfir túnrækt og engjarækt, alt frá landnámstíð, ja þá get eg ekki lengur setið hjá. Sú var tíðin, að sjávarútvegurinn var með líku van-menningarsniði og landbún- aðurinn, og þegar liann síðar reis úr rúst- um og skreið fram úr landbúnaðinum, þá heyrðust raddir um það að nú ætti að leggja hinn vonlausa landbúnað niður, og þjóðin sem heild; að snúa sér eingöngu að sjávarútvegnum. Þessi skoðun er jafn- vel ekki enn útdauð. Nú er túnræktin að rísa úr rústum, og um leið á að dauða- dæma hinar vonlausu áveitur. Og jæja! „Sagan endurtekur sig“. Á. G. E. segir að „tnegin stoðir, sem stutt hafi áveitustefnuna, séu fátækt og fáfræði“. Alveg rétt! Sömu stoðir og stutt hafa allar greinar hins ísl. landbún aðar, og gera enn. Á. G. E. er einn þeirra manna, er mest

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.