Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 20
120 FREYR og bezt hafa gengið fram í því að hefja túnræktina til verðugs gengis, það er því undarlegt að hann skuli nú rísa upp á móti áveitunum, áður en tilraunir hafa sýnt hvers af þeim megi vænta. Og áveit- urnar eru svo ómerkilegar sem þær kunna að vera, bæta þó yfirleitt aðstöðuna til túnræktar. Hver er ástæðan fyrir þessari andúð? Ef til vill sú, að erlendis hafa votlend- is áveitur víðast orðið að þoka fyrir þur- lendisáveitum eða túnrækt. Erlendis er jörðin víðast dýrari en hér; þar er því reynt að knýja fram svo mikinn og góð- an jarðargróður sem tök eru á, og ekkert til. sparað. Þar er tilbúinn áburður víða mun ódýrari en hér, eða sumstaðar hér á landi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á ýmsum stöðum þar sem áveituskilyrði eru hér bezt, þá fæst betri og fljótteknari heyafli af enginu en túninu, þó það sé í góðri rækt á almennan mælikvarða. Eg vil aðeins nefna eitt dæmi af mörgum, máli mínu til sönnunar: Á Reynistað, í Skagafirði, er gamalt áveituengi. Það hefir farið batnandi í seinni tíð, fyrir sérstak- lega góða umhirðu. Engið er allt slétt. Grrasið er blendingsgróður og nýtur aðeins þess áburðar er því berst með áveituvatn- inu. Heyið kemst oft trauðla fyrir á teign- um, og reynist ekki lakara til fóðurs en góð taða. Við þessa áveitu mun hafa skap- ast réynsla og þekking, sem erindi á til almennings; enda mun þessi áveita vera starfrækt betur en aðrar áveitur hér á landi. Þessi áraugur virðist vera sómasam- legur, en ólíklegt þykir mér að lengra verði ekki komist í votlendisræktun, ef eiuhverntíma kæmist á vísindaleg tilrauna- starfsemi á þessu sviði. Enginn skal halda að eg hafi blinda trú á votlendisáveitum, þannig að eg vilji eggja menn á að stunda þær, frekar en aðra ræktun. Og vitanlega á að nota þær ræktunaraðferðir er bezt reynast, við þessa eða hina staðhætti. Það þarf að koma á fót vísindalegum tilraunum með sem flest- ar ræktunaraðferðir, svo að innlend vís- indi sitji í dómarasætinu, en ekki sleggju- dómararnir Pétur eða Páll. Og eg tel það óverjandi af fjárveitingavaldinu, eftir að það hefir lagt frammiljónir króna í áveitufyrirtæki, að þá skuli það enn e k k i hafa komið á fót viðeigandi til- raunastarfsemi. Eftir að Árni verri hefir lokið inngang- inum: „Tvær stefnur“, tekur Árni betri við. Sá Árni, sem allir jarðræktarvmir þekkja; og nú kemur ritgerð sem sver sig í ættina, ritgerð sem allir landbúnað- armenn þurfa að lesa. Eldlegur áhugi, er örfar alla sem ekki eru daufdumbar, og hollar leiðbeiningar í túnrækt, bygðar á þeirri þekkingu sem þegar er fengin hér á landi. Á. Gf. E. segir meðal annars: „Yfirleitt er þörf mikilla umbóta og stefnubreytingar frá því sem nú er í nýræktinni, til þess að nálgist það mark, sem öllum ætti að vera ljóst að keppa verður að, en það að allt nýræktarland, sem þarfnast framræslu sé ræst fram bæfilega vel, alllöngu áðu r en það er tek- ið til endanlegrar ræktunar. Framræsl- an á undan ræktuninni, enelcki á eftir, eins og nú á sér stað allt of víða“. Þessi hugvekja þyrfti að mál- ast á bæjardyr hvers einasta býlis á land- inu, því einmitt þetta nýræktarlögmál mun tíðast brotið, og því fer oft eins og fer. Ásgeir Jónsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.