Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 21
FREYR 121 Kúabú ísfirðinga. Tvö bæjarfélög hér á landi reka kúabú. Annað er á Isafirði hitt á Siglufirði. Kúabú ísfirðinga tók til starfa 1927. Það er á Seljalandi skamrnt innan Isafjarðar- kaupstaðar. Auk þess hefir búið til afnota hálfa jörðina Tungu. Við kúabúið er nú búið að fullrækta 11 ha. og 4 ha. eru und- ir ræktun. I ár var heyaflinn um um 550 hestar af töðu og hafragrasi. Nú eru á búinu 29 mjólkurkýr, auk ungviðis. Arsnyt kúnna hefir aukist frá ári til árs. Meðalnyt hefir verið þessi: 1927— 28 2200 kg. 1928— 29 2580 — 1929— 30 2907 — 1930— 31 3003 — Þetta dæmi sýnir hve auðvelt er að auka nythæð kúa vorra, ef þær hafa góð húsakynni og hagfelda fóðrun. Mjólkurverð á Isafirði er nú 50 aurar líterinn. Bústjóri er Jens Hólmgeirsson. Frá Eyrarbakka. Eitt þeirra kauptúna er framast standa í ræktunarmálum er Eyrarbakki. Land það sem þorpsbúar leigja er eign Lands- banka Islands. Bankinn hefur látið gera aðalframræsluskurði á landi setn er 125 ha að stærð. Stærð leigulanda er 3—5 ha. Af landi þessu er komið í fulla rækt og að fullu undirbúið til sáningar næsta vor 43 ha. Unnið er að framræslu og öðrum ræktunarundirbúningi á hinum hluta lands- ius. Land það sem tekið er til ræktunar liggur lágt yfir sjávarmál, er flatlent land útgrafið eftir svarðartekju, og má teljast einhver allra óræktarlegasti blettur í öll- um Elóa. Aður lá land þetta fyrir skemd- um af sand- og sjávarágangi, sem hvort- tveggja er stöðvað fyrir tilstilli sandgræðsl- unnar. Til þess að hægt væri að ræsa landið, var lagt holræsi út til sjávar, svo sem áður hðfur verið skýrt frá í blaðinu. Hefur ræsið reynst hið besta. Pramkvæmdastjóri ræktunarmálanna á Eyrarbakka er Haraldur Guðmundsson frá Háeyri. Við þessar framkvæmdir hafa lífsskil- yrði Eyrbekkinga batnað stórkostlega, og aðstaða þeirra til framhaldandi umbóta. þarf ekki að takmarkast af landskorti, því kauptúnið hefur umráð yfir landi sem #lls er 2249 ha að stærð. Þess má vænta að Eyrbekkingum auðnist að sjá þetta land áður en langt um líður fullrækt&ð. Á því sem þetta land getur framleitt, geta marg- ar fjölskyldur lifað góðu lífi. Stærsta hænsnabú á íslandi. er hænsnabú Einars Einarssonar yngra í Grindavík. Hann byrjaði hænsnarækt sína í stærra stíl 1929. Fékk sér þá út- ung'unarvél og kom upp 127 hænsnum, en 1930 voru þau 300 og nú um 1000. Þetta eru alt hvít ítaliensk hænsni, úrvalskyn. Hænsnahúsið er skúrmyndað með stórum gluggum á suðurhlið, 107 álna langt og 10 álna breitt. Hefir því hver hæna um 1 al.2 rúm í húsinu. Ilænsnin eru fóðruð með sérstakri fóður- blöndu og býr Einar hana til sjálfur af ýmsum efnum. í fóðri hænsnanna er haft nokkuð af þorskalýsi og þykir það vel gefast. Hænsnabú þetta er stundað með mik- illi nákvæmni og hirðusemi. Öll eru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.