Freyr - 01.11.1931, Page 22
122
FREYR
hænsnin merkt með númerum um lapp-
írnar. Þá þau fara inn í varpkassann
lokast hann og komast hænumar eigi
þaðan út fyr en hann er opnaður. Á
þennan hátt er hægt að telja hvað hver
hæna verpir mörgum eggjum. En mjög
er það misjafnt, frá 0—280 eggjum á
ári. Til útungunar eru valin egg undan
bestu hænunum og er það notað við kyn-
bætur hænsnanna. Einar telur að
hænsnarækt sín svari vel kostnaði.
Við hænsnarækt hefir verið lögð lítil
alúð hér á landi fram að síðustu tímum.
En nú eru hér að koma til sögunnar
ýmsir hænsnaræktarmenn. Einar Einars-
son er þeirra stórvirkastur.
Árið 1920 er tala hænsna hér á landi,
samkvæmt hagskýrslunum, 15000, en
1929 40000.
Innflutningur af eggjum hefir verið
allmikill hin síðari árin. Árið 1929 voru
flutt til landsins 57000 kg. af eggjum,
sem kostuðu 136000 krónur. Þau egg sem
fiytjast frá útlöndum eru mestmegnis
annars flokks vara, sem er lítt seljanleg
á enskum markaði, nema fyrir lágt verð.
Hér eru þau tekin góð og gild.
Væri nú ekki réttmætt í kreppunni að
auka hænsnaræktina, svo fullnægt yrði
að minsta kosti þörf landsmanna.
Um útflutning gæti og verið að ræða.
Reykjavík sækir nú um 150000 kr. at-
vinnubótastyrk. Það er nær sama upp-
hæð og egg eru árlega keypt fyrir. Væri
nú eigi ráð fyrir bæjarstjórnina, að veita
mönnum aðstöðu til að koma upp hænsna-
búum í atvinnuleysinu, svo eggjainn-
flutningurinn gæti sparast. Reykjavíkur-
búar kaupa mest af þeim.
S. S.
Sauðnautin.
Eins og kunnugt er komu Grænlands-
fararnir með 5 sauðnaut tíl Islands 1929.
Ríkisstjórnin keypti þessi sauðnaut og lét
setja þau austur að Gunnarsholti á Rang-
árvöllum.
Um haustið veiktust flest sauðnautin
og drógu þau veikindi þau til bana, að
undanskildu einu, hinni svonefndu
„Siggu“. Banamein sauðnautanna sagði dýralæknir að hefði verið bráðapest.
Sigga þreifst allvel um veturinn og
næsta sumar. Lifandi vigt hennar var:
3. nóv. 1929: . 47 kg.
15 mars 1930* 54
5. júlí 1930: . 65 —
13. okt. 1930: . 92 —
14. jan. 1931: . 85 —
í janúar veiktist Sigga, og dró það
hana til dauða 11. apríl 1931.
Haustið 1930 keypti ríkisstjórnin 5
sauðnautakálfa frá Noregi, en af græn-
lenskum uppruna. Þau komu hingað í
októbermán. og voru þá strax flutt að
Gunnarsholti og bygt þar hús handa
þeim og gerð sérstök girðing, þar sem
búpeningur hafði eigi farið um hin síð-
ari árin. Um veturinn voru sauðnautin
mest í húsi, og fóðruð á heyi, mjólk og
litlu einu af kjarnfóðri. í sumar hafa
þau gengið úti. Lifandi þungi þeirra hef-
ir verið 1931:
14. jan. 30. maí 29. sept.
kg. kg. kg.
Nr. 1 . . .... 60 80 128
— 2 . . .... 57 74 120
— 3 . . .... 51 63 105
— 4 . . .... 54 72 114
— 5 . . . . .. 46 55 105
■o
o