Freyr - 01.11.1931, Page 24
124
FREYR
Tilkynniné.
Á síðasta aðalfundi Búnaðarsambands
Suðurlands var ákveðið að Sambandið
taki í sína þjónustu nokkra menn að vor-
inu sem leiðbeini bændum við nýrækt,
sáningu o. fl. og borgi kaup þeirra að
hálfu leyti, en viðkomandi bóndi eða Bún-
aðarfélagið að hálfu leyti.
Þau búnaðarfélög eða einstakir menn,
sem óska að nota þessa menn, þurfa að
gera undirrituðum aðvart um það um.
næstu áramót.
Stóra-Hofi, 25. nóv. 1931.
Guðm. Þorbjarnarson.
Jón -Jónsson frá Laug er síðastliðið sum-
ar aðstoðaði rannsóknarleiðangur Dr.
Wegeners í Grænlandi er nýkominn heim.
Skýrir hann blaðinu svo frá að íslensku
hestarnir sem notaðir voru til flutnings á
farangri leiðangursins upp á jökulinn,
hafi reynst mjög vel, og verið í haust-
holdum að loknum flutningunum. Fluttar
voru 160 smálestir um 14 km. vega-
lengd upp í 1000 metra hæð. Er flutn-
mgunum var lokið var hestunum lógað
nema 4 er fluttir voru til Gothaab og eru
notaðir þar við keyrslu um þorpið.
í Gothaab eru nú 30 ær er fluttar voru
þangað frá Julianahaab haustið 1930. En
í Júlíanahaab eiga Grænlendingar 300
fjár auk þess fjár er tilheyrir sauðfjár-
ræktarstöðinni. Áhugi Grænlendinga fyr-
ir sauðræktinni fer vaxandi. Hefir hreinn
arður af sauðfjárræktinni verið um 10
krónur að meðaltali á á.
Prentsmiðjan Acta h.f.
Tilkynning.
Á aukafundi Búnaðarsambands Suður-
lands, er haldinn var að Þjórsártúni 23.
nóvember þ. á. voru samþyktar eftirfar-
andi tillögur:
a. Vegna hinnar breyttu og örðugu fjár-
hagsaðstöðu framleiðenda landsins, er það
knýjandi nauðsyn, að bændur bindist sam-
tökum um það, að miða kaupgjald verka-
fólksins við verð framleiðslunnar. — Skor-
ar fundurinn á formenn hreppabúnaðar-
félaganna að beita sér fyrir samtökum
bænda innan félaga sambandsins, og felur
st.jórn Sambandsins að reikna út hver sé
viðeigandi kauptaxti fyrir hvern tíma og
að tilkynna niðurstöðutölur sínar til bún-
aðarfélaganna fyrir lok febrúarmánaðar
ræstkomandi.
b. Fundurinn skorar á Búnaðarfélag ís-
iands að það hlutist til um að önnur Bún-
aðarsambönd landsins beiti sér fyrir sams-
konar störfum og í ofanskráðum tillögum
getur, hvert á sínu svæði.
c. Fundurinn skorar á búnaðarfélögin
hvert í sinni sveit, að reyna að fá félaga
sína og aðra í umdæmi sínu til að bind-
ast samtökum um sparnað, bæði í neyslu
og kiæðnaði meðan erfiðleikar heimskrepp-
unnar standa. Ætlast fundurinn til þess,
■ að hvert félag finni út, hvað mætti án vera
á svæði því, er það nær yfir og hvernig
hægast sé að framkvæma ráðstafanir þær,
er þau telja heppilegastar í þessu efni.
Jafnframt skorar fundurinn á félögin að
styðja eftir megni að framleiðslu og notk-
nn innlendrar framleiðslu á öllum sviðum.
Búnaðaisamband Suðurlands.