Freyr - 01.05.1937, Síða 3
Sígtír lífsins.
Oft hefi ég fundið sárt til þess, hversu
sigri lífsins er lítið á lofti haldið í sam-
ræðum, blaðagreinum og útvarpi.
En hin hliðin — þegar dauðinn verður
sterkari er lífið — lengur eða skemur —
er auglýst við öll tækifæri.
Má þar benda á allt talið um fjárpest,
harðindi, slysfarir — og svo eftirmælin.
Freyr vildi ef til vill flytja nokkur orð
um sigur lífsins á einu sveitaheimili síð-
astliðið vor, 1936. Þá urðu líka mörg
heimili austan og norðan lands óvenju
fegin þessum sigri, eftir harðann vetur.
Það var í byrjun maímánaðar: regn og
sólskin skiptist á, lækir suðuðu, jörð
grænkaði og kindunum var leyft að fara
til fjallanna. Ungur maður nýkominn
heim af skóla lá í rúmi rétt við gluggann
í litla kvistherberginu. (Sjá mynd).
Mikill sótthiti og rauðflekkótt hörund
bar þess vott að mislingana hafði hann
flutt heim með sér. Húsfreyjan og 3
stálpuð börn höfðu ekki fengið mislinga.
Þetta var ekki álitlegt í byrjun vor-
anna. En mislingar hafa sinn gang, og
þeir koma ekki nema einu sinni á æfi
manns, það var bótin.
Bóndinn var úti við störf sín og aldr-
aður vinnumaður — faðir hins veika
pilts. Dagar liðu. ,,Þú ert beðinn að koma
pabbi“, sagði yngri sonur bóndans —
þar sem hann kom hlaupandi að heim-
an. „Hann er svo mikið veikur núna;
þær halda að hann muni deyja þá og
þegar“. Ein nótt leið, og móðir piltsins
vakti við rúm hans. Það batnar ekki.
Þetta hlýtur að vera eitthvað meira en
mislingar. Það dugar nú ekki lengur að
vera að tala í síma við læknirinn. Það
verður að sækja hann.
Læknirinn kom: ungur, góðlegur mað-
ur, nýkominn frá prófborðinu. Hann
skoðar vandlega sjúklinginn. Allir vona
að hann segi eitthvað, sem gefi vonir —
góðar vonir. En læknir segir fátt, hann
er alvarlegur á svip.
„Hvað haldið þér að þetta sé, það hlýt-
ur að vera eitthvað meira en mislingar?“
„Já, lungnabólga“, sagði læknirinn. „Nú
þarf ég að fara, get komið aftur á morg-
un, og tek þá með mér ýmislegt sem vant-
ar, og gæti ef til vill hjálpað, annars
verður þetta að hafa sinn gang. Vildi
samt geta verið hjá honum einhverja
daga“.
Vorblíðan heldur áfram, það grænk-
ar og vorannirnar kalla. Látum þær nú
eiga sig. Allir eru lagstir í mislingum,
sem þá geta tekið. — Heimilið er ein-
angrað, en læknirinn er samt daglegur
gestur. Eina hugsun alls heimilisfólks-
ins er sú sama — þessi, að lífsaflið mætti
verða dauðanum yfirsterkara. Hin grænu
lauf reynitrjánna verða stærri með
hverjum degi sem líður. Það má teygja
hendina út um glugga litla kvistherberg-