Freyr - 01.05.1937, Page 5
P R E Y R
67
Um fóðurrannsóknir V.
Framtíðarverkefni í fóðurrannsóknum.
Eftir Þóri Guðmundsson.
Efnagrein- * fyrri erindum hefi ég get-
ingar og þess, aö elnagremmgar
fóöurgiidi. eru þýðingarmikui og nauð-
symegur þáttur i lööurrannsóknum, og
oít eru þær jafnvel undirstaða þeirra.
En ég tók emmg fram, að einar saman
geí'a þær ekki nægiiegar upplýsingar um
fóðurgildið, og á þetta sérstaklega við
um gras og hey. Það er algengt að
efnagreiningar af ólíkum tegundum
heys geta verið mjög svipaðar, þó að
reynslan hafi sýnt að mikill munur var
á næringargildi sömu heytegunda. —
Venjulegar fóðurefnagreiningar á heyi
gefa upplýsingar um innihald þess af
vatni, ösku, eggjahvítuefnum, feiti og
kolvetnum, en á hinn bóginn segja þær
ekkert um það hve mikill ihluti næring-
arefnanna kemur líkamanum að notum,
en það er einmitt mjög mismunandi, eft-
ir því hvaða grös eru í heyinu, hvort það
er snemmslegið eða síðslegið, hvernig
verkunin hefir tekist o. fl. — Til þess að
geta ákveðið fóðurgildið með sæmilegri
nákvæmni, þurfum við að vita hve mik-
ið af næringarefnunum, sem til staðar
eru samkvæmt efnagreiningu, er melt-
anlegt. f sambandi við þetta má geta
um, að oft er notuð aðferð, sem byggist
á efnagreiningum einum saman, svo
nefnd pepsín-saltsýru-rannsókn, til þess
að ákveða meltanleg eggjahvítuefni í
fóðri. En aðferðin er tæplega ábyggileg,
þegar um gras og hey er að ræða, þó að
hún sennilega sé vel notihæf við rann-
sóknir á eggjahvíturíku kjarnfóðri. Enn
fremur fást á þennan hátt engar upplýs-
ingar um það, hve mikið meltist af feit-
mni eöa Koivetnunum, en þau siöar-
nemau eru emmict aoamærmgareimn 1
heyi.
Dýratil- Það er Þvi svo» nauðsyn-
raunir eru legt verður að láta skepn-
nauosyn- urnar sjálfar svara spurn-
legar. ingunni um það, hve miKið
meltist af nænngarelnum íóðursins. Á
þann hátt eman fást upplýsingar, sem
um fóðurgildið við má una. En þá er
nauðsynlegt að gera sérstakar dýratii-
raunir og rannsóknir, svonefndar melt-
anleikaákvarðanir, og hafa þær ekki
verið gerðar hér á landi fyr en á síðast-
liðnum vetri. Erlendis hefir verið gert
allmikið að slíkum rannsóknum, en þó
eru þær í raun og veru ekki eins marg-
ar og ætla mætti, þegar þess er gætt
jhve nauðsynlegar og þýðingarmiklar
þær eru. Stafar þetta vafalaust af því,
að rannsóknirnar eins og þær oftast
hafa verið gerðar, eru umsvifamiklar og
dýrar. En síðustu 10—20 árin hefir Sví-
inn, prófessor Harald Edin, sem ég
minntist á í fyrsta erindi mínu, skipu-
lagt og fær í kerfi sérstaka starfsað-
ferð, til þess að finna hve mikið meltist
af næringarefnum fóðursins. Próf. Edin
hefir, með margvíslegum og nákvæm-
um tilraunum og rannsóknum, fært rök
að því, að þessi aðferð er ábyggileg, og
að hún er auðveldari, ódýrari og þó að
sumu leyti fullkomnari en eldri aðferð-
ir. Hún hefir verið prófuð í Danmörku,
og danskir fóðurfræðingar og efnafræð-
ingar hafa lokið á hana lofsorði, og við
fóðurrannsóknir í Bandaríkjum Ame-
ríku og í Finnlandi, hefir aðferð Edins
einnig verið beitt með góðum árangri.
En að sjálfsögðu hefir ihún verið notuð
langmest í Svíþjóð, enda liggja nú fyrir
allmargar sænskar meltanleika ákvarð-
anir á ýmsum tegundum fóðurs.