Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1937, Page 8

Freyr - 01.05.1937, Page 8
70 FEEYR niðurstöðurnar því sem næst þær sömu, hvort sem farið er eftir þeirri rannsókn, sem ég gerði, eða hinum erlendu tölum. Þriðja rannsóknin, sem gerð var á töðu af gömlu túni, sýndi að hún var lak- ari en við mátti búast eftir efnagrein- ingnnni og útlendum meltingarmæli- kvörðum að dæma. Athuganir þessar benda því eindregið í þá átt, að við getum ekki komist af með erlendar meltanleikaákvarðanir á heyi, og að nauðsynlegt sé að gera hér á landi sjálfstæðar rannsóknir á því sviði. Rannsóknirnar, sem ég nú hefi minnst á, eru allt of fáar til þess, að af þeim sé gerlegt að draga verulegar ályktanir um fóðurgildi nýræktartöðu, eða töðu af gömlu túni, enda ber að líta á þær, sem undirbúningsathuganir, er fyrst og fremst voru gerðar til þess að reyna hvernig starfsaðferð prófessor Edin gæf- ist, undir þeim staðháttum, sem hér voru fyrir hendi. Ég vil taka fram, að til- raunastörfin gengu yfirleitt eftir von- um, og að ég tel sjálfsagt að fylgja að- ferð Edins, ef rannsóknum þessum verður haldið áfram, sem vafalaust má gera ráð fyrir. Litíð um Ég hefi þá lokið við að skýra öxl. frá niðurstöðum og árangri helztu fóðurrannsókna, sem ég ásamt fleirum hefi unnið að í allmörg ár, og það getur nú verið, að ýmsum virðist árangurinn af svo margra ára starfi hvorki mikill né merkilegur. En áður en menn kveða upp slíka dóma, ber að minnast þess, að fóðurrannsóknirnar eru ennþá á byrjunarstigi hjá oss, eins og reyndar flest umbótaviðleitni innan búnaðarins íslenzka. Ennfremur vil ég geta þess, að fjárframlög til rannsókn- anna hafa jafnan verið af skornum skamti, og mín þátttaka í þeim hefir, þangað til í fyrravetur, verið algert aukastarf. Rannsóknirnar ihafa að mestu farið fram að vetrinum, en á þeim tíma árs hefi ég lengst af verið bundinn við kennslu, sem allt til síðasta vetrar hefir verið aðalverk mitt. Ég hefi því ekki haft ástæður til þess að 'vinna eins mikið að fóðurrannsóknum og ég gjarn- an hefði viljað. Nokkuð hefir þó áunn- ist í þessum efnum, og tel ég mig hafa fært rök að því með erindum þessum. Mér fannst réttmætt að verja nokkrum tíma til þess að líta um öxl, og skýra nokkuð frá þeim rannsóknum, sem lokið er. Að vísu hafa skýrslur ver- ið birtar um flestar þeirra, en óvíst er, hve mikið þær eru lesnar og þess vegna varla ástæðulaust að vekja eftirtekt manna á þeim. A_ð síðustu þykir mér rétt Heyrann- að horfa fram á við og fara sóknirnar nokkrum orðum um þau eni helzta yerkefni sem að mínum framtioar . verkefnið. domi er mest Þ0rf a að taka til meðferðar í nánustu framtíð. — Ég tel þá í fyrsta lagi sjálfsagt að halda áfram heyrann- sóknum þeim, sem ég byrjaði á í fyrra- vetur. Áhugi fyrir heyrannsóknum vex nú með ári hverju erlendis, og 'virðist mér að sá áhugi ætti einnig að ná til okkar, því að hér á landi hefir heyið meiri þýðingu en víðast hvar annars staðar. Töluvert liggur fyrir af erlend- um rannsóknum viðvíkjandi næringar- gildi heys og notkun þess. Má þar fyrst nefna tilraunir Þjóðverjans próf Oskar Kellner, sem ég hefi minnst á áður. Nið- urstöður tilrauna Kellners hafa fram að þessu verið mikið notaðar, við út- reikninga á fóðurgildi heys, og að mörgu leyti standa þær óhaggaðar enn þann dag í dag. Margir telja þó að kenning- ar hans séu nú orðnar úreltar, enda eru rannsóknirnar, sem þær eru byggðar á,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.