Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 9
F R E Y R
71
30—40 ára gamlar. — Af þessari á-
stæðu meðal annars, hafa menn nú síð-
ustu árin tekið upp heyrannsóknirnar að
nýju, og er þá tekið tillit til þess, að
þýðing heys er ekki eingöngu bundin
við meltanleg næringarefni í því, en að
innihald þess af steinefnum og fjörefn-
um skiftir einnig miklu máli. — Á-
hrifamesta orsök hins vaxandi áhuga er-
lendra vísindamanna og bænda, fyrir
heyi og heyrannsóknum, er þó vafa-
laust hin aukna notkun þess hér í ná-
grannalöndunum og 'víðar. Undanfarin
ár hafa menn vegna gjaldeyrisskorts
leitast við að nota sem mest af heima-
öfluðu fóðri, og þess vegna lagt meiri
áherziu á grasrækt og heyverkun en
fyr. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að
gera tilraunir til þess að auka við þá
vitneskju og þekkingu, sem fyrir hendi
er um heyið, og mikið hefir áunnist í
þessum efnum með rannsóknum síðari
ára. — En þrátt fyrir þessar ágætu út-
lendu tilraunir og rannsóknir, tel ég
nauðsynlegt að gerðar séu sjálfstæðar
athuganir með íslenzkt hey. Eins og
ég hefi tekið fram áður, er það oft
gjörólíkt erlendu heyi bæði um gras-
tegundir og verkun, og það er hér á
landi aðalfóðrið — langsamlega þýðing-
armesta fóðrið, — en þó má það heita
lítt rannsakað enn sem komið er. Það er
ómótmælanleg staðreynd, að við vitum
allt of lítið um heyið okkar. Við þekkj-
um ekki næringargildi þes,s til hlítar.
Við vitum ekki með vissu hverjar kröf-
ur er hægt að gera til þess um afurða-
myndum, og það er jafnvel ekki vel Ijóst,
að hve miklu leyti er óhætt að treysta
því, til þess að viðhalda lífi og heilsu
búfjárins. 1 því sambandi vil ég benda
á þá alkunnu staðreynd, að það hefir
þrásinnis komið fyrir, að fénaður hefir
fallið hér á landi, þó að nóg hey hafi
verið fyrir hendi að vöxtum til. Sá feliir
hefir því ekki stafað af heyskorti, held-
ur af því að einhver nauðsynleg efni hef-
ir vantað í heyið, sem þar af leiðandi
hefir verið mjög lélegt fóður. Bændum
hefir ekki verið nægilega ljóst hve lítils-
virði heyin voru og þessvegna treyst
þeim um of. Það er því nauðsynlegt að
leiðbeina bændum um þessi efni, en ef
hægt á að vera að 'veita leiðbeiningar,
sem ekki geta brugðist, er óhjákvæmi-
legt að rannsaka heyið. Markmið hey-
rannsóknanna er að afla upplýsinga um
fóðurgildi hinna ýmsu heytegunda okk-
ar, og sé þá tekið tillit til þroskastigs
grasanna þegar slegið er, og eins til þess
hvernig verkunin hefir tekist. Á þann
hátt fæst vitneskja um, hve miklum
afurðum, t. d. mjólk, má búast við, fyrir
ákveðinn þunga af heyi, en af því sést
aftur hvort nauðsynlegt er að gefa
kjarnfóður með því eða ekki. Ennfremur
hvaða tegundir skuli nota, hve mikið
af þeim og í hverjum hlutföllum. Það
vantar mikið á að þessi atriði séu nægi-
lega upplýst, og þó að reynt sé að gefa
leiðbeiningar um þau, þá eru þær leið-
beiningar að meira eða minna leyti
byggðar á ágiskunum, meðan heyið er
ekki ítarlega rannsakað. — Einn nauð-
synlegur þáttur í heyrannsóknum eru
athuganir um innihald þess af stein-
efnum. Það er enginn vafi á því, að
íslenzkt búfé er iðulega sjúkt af stein-
efnaskorti, og hlýtur það að stafa af
vöntun þessara efna í heyið, eða óheppi-
legum hlutföllum milli þeirra innbyrð-
is. Nokkrar steinefnarannsóknir á ís-
lenzku iheyi hafa að vísu verið gerðar,
en þær eru allt of fáar til þess, að af
þeim sé hægt að draga verulegar álykt-
anir um það, að hverju leyti íslenzku