Freyr - 01.05.1937, Page 10
72
F R E Y R
heyi sé ábótavant í þessum efnum, og á
hvern hátt megi bæta úr því, með sem
minnstum kostnaði.
Heyverk- ^g Þefr Þá fært nokkur rök
unartii- að því, að rannsóknir á ís-
raunir. lenzkum heyjum séu þýðing-
armiklar og þarflegar, en það nægir
ekki að gera athuganir á heyinu einu
saman. það þarf einnig að gera heyverk-
unartilraunir, en þá ,er óhjákvæmilegt
að rannsaka grasið, sem heyið er gert
úr. Hin grænu grös eru bezta og hollasta
fóðrið, en íslenzkt búfé hefir ekki að-
gang að þeim nema tiltölulega lítinn
hluta ársins. Meðal annars þessvegna
hefir heyverkun sérstaklega mikla þýð-
ingu fyrir íslenzka bændur, en markmið
hennar er að ganga svo frá grasinu, að
sem minnst af hinum 'verðmætu nær-
ingarefnum þess tapist, svo að úr því
fáist sem næringarríkast og hollast vetr-
arfóður. — Aðalheyverkunaraðferðirn-
ar eru tvær, þurheysgerð og votheys-
gerð. Er sú fyrnefnda miklu algengari
og þýðingarmeiri, sérstaklega hér á
landi. Sú verkunaraðferð, — eins og
henni er venjulega hagað, hefir þann
stóra ókost, að árangur hennar er mjög
háður tíðarfarinu, enda eru alkunn þau
stórkostlegu áföll, sem íslenzkir bænd-
ur oft og einatt verða að þola, vegna
hrakninga og skemmda á iheyjum í
langvarandi óþurkatíð. Ég hefi áður
minnst á það, að bændur geta skaðast
á óheppilegri kjarnfóðurnotkun, en það
tjón er hverfandi lítið í samanburði við
þau beinu og óbeinu töp, sem hey-
skemmdirnar hafa í för með sér. Við vit-
um ekki hve miklu þetta nemur. Við vit-
um aðeins að tjónið getur orðið mjög
stórfellt. Þessvegna lít ég svo á, að með
fyrstu heyverkunartilraununum eigi að
reyna að finna, hve mikið af næringar-
forðanum í grasinu tapast við heyverk-
un, eins og hún gengur og gerist hér á
landi, og á ég þar bæði við þurheys- og
votheysgerð. Þarf þá að sjálfsögðu að
rannsaka efnatjónið, bæði þegar verk-
unin tekst vel og illa, en að því búnu á
að leitast við að gera umbætur á að-
ferðunum eða fara nýjar leiðir. Af nýj-
um leiðum við þurheysgerð má nefna
vélþurkun, sem hefir verið reynd allmik-
ið hér í nágrannalöndunum og víðar
síðustu 5—10 árin. Sænskir og danskir
fóðurfræðingar eru þó sammála um það,
að enn sem komið er sé þessi 'verkun-
araðferð of kostnaðarsöm, en það er
ekki ólíklegt að vélþurkun geti haft
þýðingu hér á landi, þegar við höfum
ráð á nægilega ódýrri orku.
Af nýjum leiðum í votheysgerð er
A. I. V. aðferðin, sem ég minntist á í
síðasta erindi, ihin merkasta. Ég gat þess
þá, að hún mundi vera of kostnaðarsöm
hér á landi, eins og sakir standa, en ef
kostnaðurinn kynni að minnka til muna,
sem alls ekki er óhugsandi, tel ég sjálf-
sagt að halda áfram tilraunum með
þessa verkunaraðferð. Um votheys-
gerðina yfirleitt er annars það að segja,
að hún er allt of sjaldgæf hér á landi.
Að vísu mun talsvert af næringarforð-
anum í grasinu tapast við votheysverk-
un eins og hún gengur og gerist hjá okk-
ur, en það er enginn vafi á því, að hið
beina og óbeina tjón, sem af heyhrakn-
ingunum leiðir, mundi minnka til muna,
ef votheysgerðin næði almennri út-
breiðslu hér á landi. Eins og kunnugt er,
er votheysverkun ekki nærri því eins
vinnufrek og þurheysgerð, og hér í ná-
grannalöndunum er hún að margra dómi
talin ódýrasta leiðin til þess að afla
safaríks fóðurs.
Auk rannsókna á heyi og heyverkun,
verður án efa nauðsynlegt að gera ýms-
ar athuganir viðvíkjandi kjarnfóðri og