Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1937, Page 12

Freyr - 01.05.1937, Page 12
74 F R E Y R þroska. Þarf því að gelda karldýrin ung, til þess að ná góðum árangri. Gelt karl- dýr verða þó aldrei eins fíngerð og kven- dýrin. Kroppar af hrútdilkum eru beina- meiri en af geldingum. Beinin bæði lengri og þykkri. Framhlutinn — svíri, hbrðar og brjóstkassi — þroskast mun meira á hrútum en geldingum. Aftur á móti er afturhlutinn — læri, malir og spjaldhryggur — tiltölulega rýrari á hrútlömbum en á geldingslömbum. Eink- um vill spjaldið á hrútlömbum verða holdþunnt og lærin löng og þunn. Þetta er mjög slæmur galli, þar eð þetta eru verðmætustu hlutar skrokksins. Hrútlömb fitna mun síður en geldings- lömb. Það er ómögulegt að fá hrútlömb vel feit. Lærin eru sá hluti kroppsins, sem síðast fitnar, og verða þau því mjög mögur á hrútdilkum. Geldinga skrokkarnir eru því mun betri verzlunarvara en kroppar af hrút- lömbum. Mun meira af þeim lendir í II. fl. við kjötmatið. Meiri hlutinn af því, sem lendir í II. flokki og því er óhæft til útflutnings frosið, eru hrútlamba kroppar. Kroppa af hrútlömbum, a. m. k. þeim, sem eru snemmbornir, er tæp- ast hægt að telja I. fl. vöru. Bezt er að gelda lömbin hálfsmánað- argömul, eða frá 1—3 vikna. Bændur verða að gelda þau, þegar smalað er til mörkunar og rúnings. Síðborin lömb er ekki mikil þörf á að gelda. Bændur ættu því að gelda öll hrútlömb, sem fæðast fyrir 5.—10. júní, og ekki þyrfti að ala upp fyrir lífhrúta. Lömbum und- an beztu ánum á að sleppa ógeltum, en aftur reyna að gelda öll lömb undan verztu tuskunum, svo að þau verði alls ekki alin upp af vangá. Það hefir verið deilt um, hvort geld- ingalömbin verði ekki skrokkléttari en hrútlömbin. Engar tilraunir hafa verið gerðar, sem hægt er að byggja svo á, að vert sé að fullyrða neitt um þetta at- riði. Helst benda þær á, að geldingarnir verði eins kroppþungir. Munurinn er a. m. k. mjög lítill. Lömbin taka dálítið að sér við geldinguna, en það vinnst upp síðar. Hrútlömb leggja fyr af að haust- inu, fylgja ekki eins vel móður ug þola ver rekstur og hnjask en geldingslömb- in. Þetta er mikilvert atriði, sem mælir með geldingu. Hvernig gelda skal lömbin, hvort nota skuli tangirnar eða hnífinn, er mál, sem ekki skiptir miklu. Geta menn hagað því eftir geðþótta og ástæðum. Mörgum finnast tangirnar skemmti- legri í notkun. Notkun þeirra hefir þann stóra kost, að ekkert opið sár myndast, sem hlaupið gæti illt í. Geta menn gelt með þeim, án sóttvarna, með óhreinar hendur. Þær hafa þann ókost, að eitt og eitt lamb vill sleppa ógelt eða hálfgelt. Kólfur getur hlaupið undan tangarkjapt- inum, nema vel sé að gætt. Hálfgelt lömb eru verri en ógelt, því að þau halda öllum hrútseinkennum, en taka eitthvað að sér við geldinguna. Sumar tangir hafa hök, sem halda kólfinum í skorðum. Töngin getur líka lent á eistanu sjálfu, og er það slæmt. Slíkt er þó klaufaskapur. Hættan við, að lömb farist af afleið- ingum geldinga, er hverfandi. Þekki ég ekkert dæmi þess. Hingað til hafa þeir bændur, sem framleiða kjöt fyrir enska markaðinn, einkum verið hvattir til þess að gelda lömbin. Þeir, sem hafa gert það, eru ánægðir með árangurinn, yfirleitt. Bændur, sem framleiða kjöt til sölu á innlendum markaði, ættu líka að gelda

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.