Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 13
F R E Y R
75
lömbin. Það er brýn þörf að bæta eitt-
hvað þá vöru, sem notuð er í landinu
sjálfu. Til þess að auka eftirspurnina,
þarf að auka vörugæðin. Fram til þessa
hefir kjöt, sem selt er innanlands, verið
flokkað næstum einvörðungu eftir þunga.
I framtíðinni verðum við að stefna að
því að meta það einnig eftir gæðum inn-
anlands. Allt kjöt á landinu á að vera
metið eftir sömu reglum.
Bændur, við verðum að gera allt, sem
í okkar valdi stendur, til þess að bæta
kjötið. Gelding hrútlambanna er eitt
mikilsvert atriði, sem kostar okkur að-
eins dálitla fyrirhöfn. Á einu ári getum
við kippt þessu í lag. Geldið hrútlömbin
í vor. Við höfum ekki efni á að hafa þau
ógelt.
Ef bændur gelda ekki lömbin almennt
í ár, þá verður að taka það ráð, að setja
alla lambhrúta skrokka, sem ekki lenda
í salti, í annan flokk. Það ráð hefði átt
að taka frá upphafi, en helzt til mikil
vægð var sýnd við matið.
Halldór Pálsson.
II.
Þegar jafnmiklir erfiðleikar eru á sölu
kjötsins og nú eiga sér stað, þessari aðal-
framleiðsluvöru bændanna, þá virðist
ærin ástæða til að athuga allt það, við
framleiðslu og verkun kjötsins, sem lík-
legt væri til að auka verðgildi þess. Ann-
ars er það mála sannast, að á fáum út-
flutningsvörum hefir orðið jafn gagn-
gerð breyting á síðustu 20 árum, eins og
einmitt kjötinu. Það er mikill munur að
slátra kindinni heima, oft á miður þrifa-
legum blóðvelli, og vefja kroppana svo
innan í gærurnar og flytja þá langan
veg á klökkum, eða slátra henni á ný-
tízku sláturhúsi, þar sem alls hreinlætis
er gætt, flá og kæla kroppinn eftir kúnst-
arinnar reglum, og senda hann svo, með
læknis- og kjötmatsvottorði, reyfaðan
hvítavoðum, í kæliskipið, sem flytur
kjötið til þeirra engelsku. En þrátt fyrir
þessa vandvirkni og góða meðferð, er
verðið alltaf fremur lágt á kjötinu okk-
ar, samanborið við bezta enska kjötið.
Hvað veldur þessu? Jón Árnason hefir
sagt, að neytendum þar þætti kjötið Ijúf-
fengt og bragðgott, en ekki nógu feitt;
sama sagði Englendingur sá, er var á
ferðinni hér í haust, að leiðbeina um
fláninguna. Sífellt var það viðkvæðið
hjá honum, að kjötið væri ekki nógu
feitt — ekki nógu feitt. Þó reyndist féð
með allra bezta móti í haust. — Hvað
mundi hann hafa sagt haustin 1934 og
1935?
Eg hygg, að í mjög náinni framtíð
verði búið að ná hér fullkominni leikni í
fláningu og allri meðferð kjötsins, og að
því leyti geti það litið út sem fyrsta
flokks vara, en þá er eftir að yfirstíga
síðasta erfiðleikann, að kjötið verði feit-
ara, svo að gæði og meðferð fyigist að.
P. Z. búfjárráðunautur hefir þrásinn-
is bent á, að til þess að ná því marki,
verði að bæta meðferð ánna, sérstaklega
fyrir burðinn, og þetta er staðreynd, sem
ekki verður á móti mælt. T. d. var það
svo hér í Blönduhlíðinni fyrir mörgum
árum, að það var orðtak, hve féð væri
hér létt. Svo fóru bændur að vanda bet-
ur meðferð fjárins og þá kom annað upp
á teningnum, og í haust vissi eg um
marga bændur, sem höfðu um 15 kg.
meðalvigt á fyrri rekstrum sínum. Þetta
getur því átt sinn mikla þátt í að bæta
kjötið, og því má ekki gleyma.
En það er annað, sem er mjög þýðing-
armikið í þessu sambandi, og það er að
gelda hrútlömbin á vorin. Og því má
heldur ekki gleyma. Sé þetta hvort-