Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1937, Síða 17

Freyr - 01.05.1937, Síða 17
F R E Y R 79 síðastl. haust á sláturstöðum flestum eða öllum á landinu. Við skýrslu þessa er það að athuga, að 'á mörgum slátrunarstöðum jer dilkum nær eingöngu slátrað til útflutnings á freðkjöti. Þeim kroppum fylgir nýrmör og nýru sem eykur kroppþungann, þeg- ar um vel feita dilka er að ræða, allt að 1 kg. Gjöri. ég því ráð fyrir, að á þeim slátrunarstöðum, er dilkar hafa mestan kroppþunga, verði meðalþungi nýrna og nýrmörs allt að 700 gr. Nú er á nokkrum sláturstöðum, eins og t. d. Búðardal, Salt- hólmavík og Króksfjarðarnesi, mör og nýru skilin við kroppana, áður en þeir eru vigtaðir, en aftur á móti vigtað með flestum kroppum á öðrum stöðum eins og t. d. Borðeyri og Hólmavík. Hygg ég því, að nokkrir slátrunarstaðir hafi þyngri dilkakroppa en þessir síðasttöldu staðir, sem þó eru taldir fyrstir eftir þunga dilkakroppanna. Sennilega ættu þeir að vera 5. og 6. í röðinni. Það er nauðsynlegt, ef gefa á almenn- ingi rétta hugmynd um það, hvar dilkar hafa í raun og veru mestan kroppþunga að láta þess getið, — er slíkar töflur eru birtar sem hér um ræðir, — hvort dilk- um er slátrað til útflutnings á freðkjöti frá sláturstöðunum eða ekki. Þorst. Þorsteinsson. Búðardal. „Kartöfí«rÉ< ofanjarðar. Hvaða sjúkdómur er það? — þegar kartöflurnar vanþroskast og myndast ofanjarðar á stönglunum, í staðinn fyrir að myndast niðri í moldinni á eðlilegan hátt. Þessi spurning hefir oft verið lögð fyrir mig, um land allt, því víða hafa menn orðið þessa varir og fengið minni uppskeru en verða átti, og vilja auðvit- að fá ráð til þess að koma í veg fyrir þennan kvilla framvegis. Þessu er fljót- svarað. Þetta er enginn sjúkdómur, heldur orsakast það og af því, að ströngl- ar kartöflugrasanna laskast niður við yf- irborð moldarinnar vegna hvassviðra. Við það að stönglarnir vindast, eða brotna, raskast auðvitað rás næringar- efnanna um stöngulinn, og hin eðlilega þróun jurtarinnar getur ekki átt sér stað. Fara þá að myndast þessar „kart- öflur“ í blaðöxlunum, og er það ekkert annað en viðleitni jurtarinnar til að halda sér við og auka kyn sitt, enda þótt hún hafi orðið fyrir áfalli. Stundum kem- ur það fyrir, að sjá má bæði heilbrigða stöngla og stöngla með kartöflum ofan- jarðar á sama grasinu. Við nánari athug- 'un gtstur maður sannfært sig um, að vansköpuðu stönglarnir hafa laskast nið- ur við jörðina, auðvitað oftast af völdum hvassviðra. Ráðið við þessu er fljótgefið. Það er ekkert annað en að hlúa að kartöflunum, og gera það vel og í tæka tíð. Sjá um að moldin komi vel upp að grösunum, og inn á milli stönglanna svo aðhlúningin verði veruleg stoð fyrir plöntuna. Þá fá menn engar kartöflur ofanjarðar, en jurt- in þróast á eðlilegan hátt. Ekki er unt að hlúa vel að, nema raðsett sé í garð- ana, enda er það sjálfsagt, þó að enn setji fjöldinn af landsmönnum kartöfl- urnar óreglulega niður í beðin. Þetta fyrirbrigði, sem hér er rætt um, er óskylt því, að hin mörgu lcartöfluaí- brigði mynda kartöflurnar mismunandi djúpt í moldinni og sum svo grunnt, að efstu kartöflurnar liggja alveg í yfir-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.