Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1937, Blaðsíða 22

Freyr - 01.11.1937, Blaðsíða 22
180 F R E Y R rifjavöðvumum, Við aflífgun með rafur- magni, sem neynt hefir ver’iö undanfarið á Akureyri, fjölgaði þessum tilfellum um allan helming, svo að fella varð marga skrokka frá frystingu vegna útlits'ins. Telur Sigurður fyrst sennilegt að blettir þessir, sem eru hár- a-ðablæðingar, stafi af undirbúningi bráöa- pestar, en áljdttar síðar,eftir nánari rannsókn og samburð á aflífgunaraðferðum, að blæð- ingarnar stafi af krampakenndum samdrætti vöðvanna Við rothöggiö eða rafmagnið sér- staklega eða þá að aukinn blóðþrýstingur sprengi háræðarnar. Þar, sem ég annast kjötskoöun, koma all- mörg slík tilfelli fyrir á hverju hausti, og get eg verið sammála Sig. Illíðar í því, að blæð- ingarnar standi ekki í sambandi við bráða- pest. Af því að blettirnir koma nær e'ingöngu fýrir á feitustu lömbunum í einstaka rekstri, befi ég álit’ið að . blæöingarnar stöfuðu af mæði (mikilli áreynslu öndunarvöðvanna), þar eð þær koma oftast í langri röð aftan við rifjabogann og festingu þindarinnar. Alít ég þetta undirstöðuna, en h’inar ýmsu aflífgun- araðferðir leiði þreytu þessa misjafnlega í ljós, eins og Sig'. Illíöar liefir nú sannað. Síðari hluti og sá stærri (125 bls.) er um hina ýmsu sjúkdóma sauðfjárins. Skiptist hann í fjóra kafla, 1. næmir sjúk- dómar, 2. sjúkdómar af völdum sníkjudýra, 1. líffærasjúkdómar og 4. eitranir. I kaflanum um næma sjúkdóma er meðal annars all langt mál um bráðapestina ís- lenjzku. Þar vantar að skera ákveð'ið upp úr, hvað gerillinn heitir, sem henni veldur, en býjustu rannsólmir slá því föstu að bráða- pestin er ekkert annað en pestbjúgur (oe- dema malignum) í vinstrinni og orsakast af Bacillus parasarcophysematos (Vibrion septi- que (Pasteur), Bac. oedematis maglini'- (Koch)). Er þar ráðgert að brenna pestarskrokka, og er það auðv'itað lang tryggasta aðferðin til að gera þá óskaðlega, þ.e.a.s., ef það er vel gert og þeir brenndir alveg' upp, en hér er ég hræddur um að íramkvæmdirnar bili mest. En mikil bót er að því, að allir pestarskrokk- ar séu grafnir vel á þurrum stað, og verður það aldrei nógsamlega brýnt fyr’ir bændmn. Næst kafli er um lungnadrep, öðru nafni lungnapest. Er liann langur og ýtarlegur, bæði sögulegur og fræðilegur. Síðast í lionum er minnst á bóluefni Rannsóknarst. Háskólans og það talið lítt reynt sem koniið er. Mér er þó nær að halda, að nú þegar sé fengin all- góð reynsla af þessu bóluefni víðsvegar um iandið, ef hægt er að bólusetja nógu snemma og ef um ómengaða lungnapest er að ræða. í sambandi við þennan kafla verður manni ósjálfrátt að leita að öðrum lungmasjúkdóm- um, svo sem „mæðiveikinni“, sem gengur í öllum héruðum vestanlands, og venjulegri tiifallandi lungnabólgu í fé,—pneumokoldcum —- og er náskyld lungnabólgu í mönmum, ó- næm. Finnst mér það galli á framtíðarbók, að hvorugs þessa sjúkdóms hefir verið getið, þar sem mjög er nauðsynlegt að bændur læri að halda þessum sjúkdómum öllum í sundur. Þá er langur og merkilegur kafli um riðu (polyencephalitis). Telur Sigurður liana næman sjúkdóm og hefir sannað það, þó með aðéins einu dæm'i sé, ennþá. Er gerður saman- burður á riðu og „Louping ill“ og á það bent, hve líkir þessir sjúkdómar eru, en vant- ar að sanna það með víðtækum rannsóknum. Bæði fyrir þennan samanburð og sínar eigin atliuganir, álítur Sigurður að samband geti verið milli riðu og barnalömimar. Er það merkilegt mál, sem bíður úrlausnar vísind- anna. Af berklum hefir Sigurður fundið 4 til- elli í 600,000 sláturfjár, og er það með því minnsta, sem til þekkist. I löngu máli um fjárkláðann segir höf. meðal annars: „Sannleikurinn er sá, að fjár- kláðanum verður aldrei útrýmt til fulls, nema því aðeins að fyllt tillit sé tekið til sótthreins- unar fjárhúsanna, jafnhliða kláðaböðunu<m.“

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.