Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1937, Blaðsíða 16

Freyr - 01.11.1937, Blaðsíða 16
174 F R E Y R til að dreifa, enda er hún ekkert keppikefli, þar sem hún er talin heppilegust 10—15 kg. Ekki getur heldur holdþykkt kynblending- anna verið meiri, þar sem kroppar af þeim eru til jafnaðar öllu stærri, en meðalvigt þefirra mun ekki meiri en hinna landöldu, nema síður sé. Mér hefir verið sagt, að ær, sem fái vfð Leicester hrút, þurfi meira fóður. Læt ósagt hvað hæft er í því. En í liveriu liggur þá' þessi sœmilegi árangur, sem á að hafa fengizt af gerSri tilraun? Uimrædd grein er í heild sinni mjög góð, og vildi ég nota tækifærið til að benda kjöt- skoðunarmönnuim landsins á að lesa hana, og ekki sízt aðalkjötskoðunarmanni vorum fyrir Reykjavík. Að endingu vildi ég í allri vinsemd benda hinum unga, efnilega liöfundi á að halda, sér sem mezt frá allri dægur pólitík og gefa aldrei höggstað á sér á þeim vettvangi. Hann liefði t. d. vel mátt fella niður 3. málagr. í upphaíi ritgerðarinnar, þar sem hann lofar sölufyr- irkomulag landbúnaðarafurða (hér kjötsins) -- fyrirkomulag, sem er í megnasta ólagi og verður svo lengi, sem það er í höndum pólitískra loddara og til framdráttar ákveð- mni pólitískri klíku1). Höfundur dregur engar dulur á, að fjár- rækt okkar sé í megnasta ólagi, og væri sann- arlega vel, ef meðfæddur áhugi hans og svo sérmenntun, gæti lyft því þunga fargi ráð- leysis og fimbulfambs, sem um langan aldur hefir hvílt á þessari mikilvægu atvinnugreiu / okkar. P. Stefánsson frá Þverá. x) Lesendur eru beðnir að minnast þess, að þessi óverðskulduðu ummæli eru hér á ábyrgð höfundar, eins og greinin öll. Bitstj. Síldar- og karfa- mjölið íslenzka. Tilraunastofnun landbúnaöarvísindanna í Kaupmannahöfn hefir nú sent út bráða- birgðatilkynningu ulm, árangur af fóðurtil- raunum með íslenzkt síldar- og karfamjöl. Tilraununum er haldið áfram, og tilkynn- ing þessi er því engin endanleg niðurstaöa. Yeturinn 1936—37 liefir „Landökonomisk F'orsögslabratorium1 ‘, (fóörunardeildin) framkvæmt byrjunartilraunir með íslenzkt síldar og karfamjöl handa kúm og hænsnum, og að nokkru með hesta og svín, bæði á til- raunastofunni í Kaupmannahöfn og tilrauna- búunum, sem lienni tilheyra. Bæði hinar beinu tilraunir, og aðrar athuganir eru, sem greint er, á byrjunarstigi, og niðurstöður þær, sem fengnar eru, ber því að skoða sem bráðabirgðaárangur. En hann er þessi: 1. Mjólkandi kýr: Síldar- og karfamjölið reyndist að efnasamsetningu og fóðurgildi tilsvarandi því, sean krafizt er af góöum fóð- urefnum. Kýrnar hafa fljótt vanist á að éta mjölið, er því var blandað í olíukökur eða gefið meb korni, og 30% af þessari blöndu var síldar eða karfámjöl. Þegar kú með með- alnyt voru gefin 250—300 gr. af síldar eða karfamjöli, á dag fannst hvorki lylrtar eða bragðbreyting á imjólkinni, og annað eðli smjörs og mjólkur viröist engum breytinguni undirorpið. Karfamjölsgjöf 0,5 kg. á dag handa kú í hárri nyt, virðist hafa aukandi áhrif á A og D vítamíninnihaldið. Rannsókn- ir gerðar við byrjum karfamjölsnotkunar og 6 vikum síðar sýndu, að þessi vítamín ukust að mun í mjólkinni. 2. Hcens. Reynslan virðist benda á, að með því að nota íslenzkt síldar og karfamjöl handa hænuungum og varphænum, fáist góð- ur árangur, og eins góður og af öðrum eggja-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.