Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1937, Page 30

Freyr - 01.11.1937, Page 30
188 F R E Y R Sauðfé og Sauðfjársjúkdómar. Framhald af hls. 181. mn skeið í vinstrarveggnum áður en þær ná kynþroska. Þá er ágætur kafli um sullaveikina. Þá tekur v'ið kafli uni hina ýmsu líffæra- sjúkdóma og síðast um eiitranir af völdum málma og jurta, mikill fróðleikur og gagn- legur. Þrátt fyrir annmarka, sem ég hefi hér upp talið, er bókinn mjög vel rituð og inniheldur m'ikinn og gagnlegan fróðLeiiv fyrir fjárbænd- ui. Sérstaldega eru sjúlvdómsiýsingar Sigurð- ar ágætar, giöggar og ljóslifandi. Enda fara fara saman lijá höfundi giögg eftirteiit og löng reynsl á þessu sv'iði. Sigurður skrifar bókina í tilefni af 25 ára starfsafmæli sínu. Bókin ætti að vera stöðug hvatn'ing fyrir f járbændur landsins í starfi þeirra og stríði' við ýmsa sjúkdóma, og vera til á 'kverju sveitaheimili, enda er verðið mjög viðráðan- legt. Þess mætti geta, sem noklcurskonar eftir- mála, að við lesíur bókarinnar vekur það sérstaka athygli manns, að höf. hefir í umtali sínu um marga sjúlídóma hérlenda ekki getað stuðst v’ið neinar íslenzkar vísinda- legar rannsóknir á þeim. Má þar nefna riðu, fósturlát, augnveiki, undirflög, mjólkursótt, Hvanneyrarveiki, fjöruskjögur o.fl. o.fl., auk margra vísindalegra verkefna í ormaveildnni. st. í Reykjavík, 7. des. 1937. Ásgeir Einarsson, dýral. Reyðarfirði. Ávarp til Hvannéyringa. Eftir rúmlega eitt ár, eða vorið 1939, á Bænda- skólinn á Hvanneyri 50 ára afmæli. I ráði er við það tækifæri að gefa út minningarrit um sögu og starf skólans í 50 ár. En jafnframt þeirri starfssögu má telja það mikils vert að fá sem gleggstar upplýsingar um nemendur skólans, eldri sem yngri og hvort sem þeir hafa útskrif- ast sem búfræðingar af skólanum eða ekki. Mundi það geta orðið til fróðleiks og ánægju fyrir ýmsa að slík nemendaskrá yrði birt og mun það að lík- indum verða gert í fyrirhuguðu minningarriti og ef til vill í Búfræðingnum, sem nemendafélagið Hvanneyringur hefir nú keypt og mun gefa út á sinn kostnað. Viljum við um leið nota tækifærið til þess að skora á alla Hvanneyringa að gerast áskrifendur að Búfræðingnum. Til þess að nemendaskrá sú, sem að framan getur, verði nákværn og ábyggileg, þurfa upplýs- ingarnar heizt að koma frá viðkomanda sjálfum. Vió viljum því vinsamlega, en ákveðij skora á alla Hvanneyringa, hvort sem þeir hafa stundað nám við Hvanneyrarskólann í lengri eða skemmri tíma, að senda sem fyrst eftirfarandi upplýsingar um sig til Guðmundar Jónssonar, kennara á Hvanneyri, sem er ritstjóri Búfræðingsins, og er að safna gögnum til sögu skólsns: 1. Fallt nafn og heimilisfang og dvalarár á skólanum. 2. Aðalstarf og titil (bóndi, vinnumaður, kenn- ari o. s. frv.) og helztu aukastörf. Hvanneyringar! Við vonum, að þið látið það ekki undir höfuð leggjast að senda þessar upp- lýsingar. Þið viljið eflaust allir fá nöfn ykkar í nemendaskránni með réttum upplýsingum, en frumskilyrði þess er, að þær komi frá ykkur sjálfum, einnig frá ykkur, sem við undirritaðir þekkjum persónulega og eruð útskrifaðir á síð- ustu árum. Með vinsemd og kærri kveðju. Runólfur Sveinsson, Guðmundur Jónsson, Hvanneyri. Hvanneyri. Þorgils Guðmundsson, Reykholti.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.