Freyr - 01.11.1937, Side 10
168
FHEYR
liér. Nágrannar mínir eru komnir svo langt
í lieyskaparmenningu, að þeir geta mætt sum-
artíð eins og þessari, vandræðalaust.
Það er tvennt, sem hjálpar mönnum liér til
að ná þessum góða árangri. Annað er vot-
heysverkun. Hitt er hœrur.
Um þetta tvennt vildi ég fara fáum orð-
um. Eg geri það ekki af því að ég kunni bet-
ur að nota mér þessi bjargráð, en margir aðr-
ir. En mér rennur svo til rifja, að stétt mín
skuli tapa milljón á milljón ofan, vegna þess,
að hún kann ekki tök á þessu tvennu, og ég
get ekki látið vera að taka undir við þær fáu
raddir, sem hafa kvatt sér hljóðs til að benda
á gildi þess.
VOTHEY.
Hér í sveit er enginn bóndi svo, að hann
eigi ekki votheysgryfju. Svo almennur er
skilningurinn á gildi þessarar heyverkunar, og
svo góð er sú reynsla, sem fengizt hefir. Ég
liygg, að þessi almenna vothe-ysverkun sé ein
sér, nægileg rök til að sanna yfirburði þess.
En samt ætla ég að minnast dálítið á þá.
Yotheysverkun er öruggari en þurrkun.
Það er hægt að ralca heyið nýtt af ljánum
aka því í hiöðu, hvort sem er rigning eða
sól. Hér rigndi svo viku eftir viku í sumar,
að enginn dagur var þurr. Við tókum hey
okkar eftir því, sem það losnaði og hirtum
það, þó að vatnið læki niður úr liverju fangi.
Þannig getur heyskapurinn haldið áfram, ró-
lega — óhindrað — áhyggjulaust. Ég hygg,
að allt nýslægjuhey verkist vel blautt.
Það er minni vinna við votheysverkun en
við þurrkun, einkum í votviðratíð.
Þurrheyið verður betra á þeim heimilum,
sem hafa vothey. Þessi fullyrðing virðist e. t.
v. dálítið vafasöm, áður en mál.ið er athugað.
En þetta er ofur eðlilegt. Yegna þess, að
menn raka og hirða í vothey regndagana, slá
þeir minna, en ef þeir sinntu því eingöngu.
Miklu minna hey bíður þurrks, en ella myndi.
Því er hægara að sinna öllu því, sem þurrka á,
koma því áleiðis og bjarga frá skemmdum,
þegar þurr stund gefst. Þetta er svo augljóst,
að manni er skylt að fullyrða, að vegna vot-
heysins verði þurrheyið betra.
Þar sem menn treysta eingöngu á þurrk-
inn og eiga allt undir honum, hættir þeim
við að láta hey sín í hlöðu, fyrr en heppilegt
vr. Það er töluvert algengt, að hey brenni til
kaldra kola, Hins er síður getið, þó að hey
brenni svo, að það líkist helzt ösku og molni
undan hendinni, ef á því er snert. Þó mun
sá bruhi eyðileggja meira en liið bjarta bál,
sem brennur í rúst. Ilitt liggur í augum uppi,
að rnenn vanda betur þurrk á heyi, þegar
það er ekki meira en svo, að þeir ráða við
það.
Minna þurrhey brynni, ef votheysgerð
ykist.
Og vothey brennur aldrei.
Það er líka mjög lítil og raunar engin
hætta á að vothey fjúki.
Votliey er öruggara en þurrhey í verkun
og geymslu.
Mér er ekki kunnugt um, hve víðtæk og
mikil reynsla er fengin um fóðrun á votheyi.
Sjálfur hef ég ætíð ær og hesta á því ein-
tómu, og gefið kúm það að 2/5, og allt farið
vél. Og mér er kunugt um samskonar reynslu
ýmsra annarra. Ég trúi því, að vothey sé jafn
einhlítt fóður og þurrheyið. Annað mál er
það, að vothey getur verið illa verkað og
skemmt, eins og annað hey, og þá geta skepn-
nr veikst af því eins og öðru heyi, þó að ég
hafi ekki persónulega reynslu af því sjálfur.
Einn er sá kostur enn, sem votheyið hefir
umfram þurrhey. Það er ryklaust. Það er
mikill kostur. Hér er landlægjur ólæknandi
lungnasjúkdómur, sem heitir silikósa. Hann
orsakast meöal annars af heyryki. Hann þjáir
bæði menn og skepnur. Læknar líta svo á, að
þeim, sem hafa silikósu, sé þrefalt hættara
við kvefi, en öðrum. Liggur þá ekki opið fyr-
ir að álykta, að sauðfé okkar sé verr við því
búiiS, að mæta hverskonar lungnasjúkdómum,