Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 3

Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 3
Torfi í Ólafsdal. 28/8 1838 — Aldarminning — 28/8 1938 í dag eru 100 ár liðin síðan fátækum foreldrum, Bjarna Bjarnasyni og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur, að Krossi á Skarðsströnd í Dalasýslu, fædd- ist sonur, er hlaut nafnið Torfi og þjóð- in þekkir undir nafninu „Torfi í Ólafs- daT‘. Útvarpinu þótti hlýða, svo sem sjálf- sagt var, að minnast þessa merkismanns, á 100 ára afmæli hans, og hefir það — því miður — fallið í minn hlut að flytja hér stutt erindi um hann. Ég segi því miður, ekki vegna þess, að mér sé ekki Ijúft að minnast míns ágæta kennara og vinar, heldur af því, að ég finn vanmátt minn til að gera það á þann hátt, sem minningu hans og lífsstarfi fyrri íslensk- an landbúnað er samboðið. Bjarni, faðir Torfa, var uppeldisson- ur Skúla Magnússonar, kammerráðs á Skarði, en ættaður af Suðurlandi. Ingi- björg móðir hans var ættuð úr Dala- sýslu, en móðursystir hennar, Þórdís, var kona Einars dannebrogsmanns Jónsson- ar í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu, en þeirra synir voru hinir miklu bænda- skörungar og alþingismenn Ásgeir á Þingeyrum og Torfi á Kleifum í Stranda- sýslu. Ári síðar en Torfi Bjarnason fæddist eistu foreldrar hans bú í Frakkanesi á Skarðsströnd, en fluttu þaðan stuttu síðar, að Bessatungu í Saurbæ, og þar ólst Torfi upp fram yfir tvítugsaldur •— á fátæku heimili — og varð ungur aðal fyrirvinna heimilisins, því faðir hans var heilsulítill. Það ræður af líkum, að Torfi naut ekki mikillar menntunar í æsku, en þó mun hann hafa numið meira heima og af eig- in ramleik en þá var títt, enda var hann snemma námfús, bráðgreindur, minm ugur, skilningsgóður, og ias allt það, er hann náði í af bókum. Og einhverja til- sögn fekk hann í dönsku hjá kammeráð- inu á Skarði. 24 ára fór hann alfarinn úr foreldra- húsum, til Ásgeirs frænda síns að Þing- eyrum og var vinnumaður hjá honum þar og í Ásbjarnarnesi næstu árin. Slíkt fyrirmyndarheimili, sem þá var á Þing- eyrum hefir orðið Torfa góður skóli, þótt lítið hafi verið um bóknám að ræða. Það er til marks um gáfur Torfa, að 1864 svaraði hann með merkilegri ritgerð spurningu um það, hvað gera skyldi til þess að draga úr hinum mikla mann- dauða á Islandi, en enskur mannvinur, Isaac Sharps hafði, 1862, heitið tvenn- ?^m verðlaunum fyrir beztu svörin við þeirri spurningu og hlaut yngismaður Torfi Bjarnason (þá) í Ásbjarnarnesi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.