Freyr - 01.09.1938, Page 9
FRE YR
135
•— -------->--------------------------
fjárhús, hesthús og hlöður, bæði á heima-
jörðinni og á 2 jörðum er Torfi átti út í
Saurbænum og hafði undir, því að úthey-
skapur var sem fyr segir lítill á heima-
jörðinni.
Bústofninn var 15 nautgripir, um 450
fjár og um 30 hross.
Eins og sjá má af þessari upptalningu
voru það engar smáræðis byggingar, sem
Torfi hafði komið upp í Ólafsdal — og
hafði hann þóírauninni byggt jörðina upp
tvisvar áður — eða litlar jarðabætur á
þeim tíma, og ekki undarlegt þótt fjár-
hagurinn væri þröngur, með þeim litla
styrk, er skólinn naut, enda var Torfi um
aldamótin kominn í 17—18 þús. kr. skuld
við amtið. Hann bauð þá amtinu fasteign-
ir sínar allar, Ólafsdal, Belgsdal og Stóra-
Múla, svo og búið til kaups, á virðingar-
verði (er mun hafa verið um 44 þús.),
eða því verði er um gæti samist. Ekki
vildi amtið ganga að boðinu á neinum
grundvelli en gaf skuldina eftir. Lá þá
við borð að skólinn leggðist niður, en
kapp Torfa og kjarkur varð yfirsterk-
ara öllum erfiðleikum, og fáum árum
síðar skrifar hann mér, að hann sé stað-
ráðinn í að halda skólanum áfram ,,með-
an hryggurinn tollir uppi“. En þá bætist
það ofan á f járhagslegu örðugleikana, að
dauðinn leggur 5 efnileg, fullorðin börn
þeirra hjóna í gröfina, á örfáum árum.
Torfi missir sjón á öðru auga, og Al-
þingi (1905) lækkar styrkinn til skól-
ans úr 2500 krónum ofan í 1500 kr.
(1907), til verklegrar kennslu, og lætur á
sér skilja, að ekki sé lengur styrks að
vænta. Þar með sá Torfi fyrir örlög 6.
barnsins, skólans, sem hann hafði fórnað
starfskröftum sínum fyrir, og hetjan
beygir kné sín og gefst upp, fyrir þeirri
stefnubreytingu, sem orðin er í búnaðar-
fræðslumálum og hann var eindregið
mótfallinn — en nú er aftur verið að
hverfa frá. Hann segir um þetta í bréfi til
mín, haustið 1905:
„Ólafsdalsskólinn og Eiðaskólinn
skulu hætta við vetrarkennslu, en fá
fyrst um sinn styrk til verklegrar
kennslu. — Ég tel nú samt upp á, að
Eiðaskólinn verði ekki lagður niður,
Austfirðingar una því ekki. En skólinn
héma á engan að nema mig, og ég er
efnalaus og uppgefinn, svo að ég get
ekki haldið í honum lífinu, annars skyldi
ég gjöra það.--------Ég held þó áfram
skólanum í vetur og veturinn 1906—07
ef ég lifi, og svo hvolfi ég útvegnum".
Um þær mundir, sem Torfi vildi selja
amtinu skólann, minnist Björn Jónsson
ritstjóri — sem dáðist mjög að Torfa —
á, að margir telji eftir launin hans, 800
kr. og telji honum vorkunnarlaust að
reka skólann með þeim styrk, sem hann
fær, en bendir á, að ekki þyki boðlegt
minna en 3000 kr., fyrir álíka kennslu-
starf og það, sem Torfi innti af hendi og
segir með djúpri fyrirlitningu, á þeim
hugsunarhætti ,sem kemur fram gagn-
vart Torfa: „Það er von þeir hafi orð á
því — miklu minna en borið er við að
bjóða hinum lélegasta sýslumanni í
eftirlaun!" Guðjón Guðlaugsson, alþing-
ismaður á Ljúfustöðum, vinur Torfa, tók
og kröftuglega málstað hans á þingi, og
í blöðum, með egghvössum rökum, sem
honum voru lagin, bæði þegar amtsráð-
ið hafnaði tilboði Torfa um sölu á eign-
unum og amtið tæki að sér skólann — og
endranær. Og marga fleiri talsmenn átti
hann, þótt ekki kæmi að því liði, sem
dugði.
Slík urðu laun langfremsta brautryðj-
anda landbúnaðarframfara og búnaðar-
menningar, sem þjóðin hafði þá eignast
og notið, og það er á engan hallað, þótt
sagt sé, sem þjóðin hefir enn eignast, þeg-
ar allar ástæður eru rétt metnar.