Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 11

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 11
F R E Y R 137 „Fagur er dalur og fyllist skógi — og frjálsir menn, þegar aldir renna“. Það má sjá af bréfum Jóns Sigurðs- sonar til Torfa, að honum hefir dottið 1 hug að fá einkaleyfi á ljáum sínum. Því miður gat það ekki orðið, en ég efast ekki um, að þessi endurbót á ljáunum hefði orðið enn gagnlegri þjóðinni, ef Torfi hefði getað haft tekjur af henni, og fengið þar með meiri fjárráð og rýmri efnahag, því að hann hefði efa- laust ávaxtað það fé vel fyrir alla þjóð- ina. Hann hefði aldrei „lagst á gullið“ eða „grafið pund sitt í jörðu“, nema til að ávaxta það, og á þann hátt að allir mættu njóta góðs af fordæmi hans, því að eigingirni var honum mjög fjarlæg, og í rauninni um of, svo að áhuginn og kappið, að vinna öðrum gagn, leiddi hann jafnan lengra í framkvæmdum en fjár- hagurinn þoldi. Þessvegna varð fjárhag- ur hans þröngur, en ekki fyrir það, að hann skorti búhyggindi og því síður dugnað, því að hann var margra manna maki og víkingur til allrar vinnu, bæði líkamlegrar og einnig andlegrar — og hann hafði ágætar nytjar af búi sínu. En hann hefir sagt um sjálfan sig: „Ég hefi lengst af hagað mér eins og barn. Aldrei komið auga á torfærurnar fyrir því, sem ég áleit þarf að fá framgengt, og aldrei munað eftir sjálfum mér“. Svo er og það, sem Björn ritstj. Jóns- son segir, „eitt mein lítilsigldra smáþjóða, hve þeim er hætt við að hefta þá fáu af- bragðsmenn, er þær eignast, á höndum og fótum, með því að láta þá eyða þjóð- inni dýrmætum kröftum sínum, til að berjast við féskort, í stað þess að sjá sér mestan haginn í því, að láta þá njóta sín sem bezt. Framfaraskeiðin gengi betur undan ólinuðu átaki eins slíks fjörmanns, en 100 lítilhugaðra liðléttinga, sem eru þó hver um sig eins þungir á þjóðfélag- inu“. Ritstörf Torfa bera vitni um það, að hann hafi verið mikdl kennari, svo Ijós og rökstudd er framsetning hans. Og fyr- ir því hefi ég líka fulla reynslu, hver afburða kennari hann var. En allra mest og bezt kenndi hann okkur nemendum sínum þó með störfum sínum, verkstjórn og öllu dagfari, sem allt var ungum mönnum sönn fyrirmynd, og hlaut að vekja hjá þeim manndóm, ef þeir áttu nokkuð í það. Ólafur Björnsson ritstjóri, sem var á unglingsaldri tvö sumur í Ól- afsdal, hefir að nokkru lýst því, sem ég hefi hér í huga, þannig: „Gamanorð og gott skap fylgdi honum hvar sem hann kom, og æðruorð heyrðist aldrei . . . En ef Torfi var í nánd, þá var eins og allt væri miklu auðveldara, allt gengi miklu léttara. Svo var það um öll verk, er Torfi kom nærri. Ég minnist þess, að ég sá hans eitt sinn, þá rúmlega sextugan, taka á móti heyi og leysa úr því. Það var eins og nýtt fjör færðist í menn og skepnur, allt gekk hraðara og léttilegar. Og þau vinnubrögð og áhugi, sem húsbóndinn sýndi! Það hefði mátt vera meiri silakeppurinn, sem ekki hefði fengið fjörkippi við að sjá það verklag". Þetta eru sönn orð. Það var sannarlega gaman að vinna með Torfa og sjá hann vinna, þar sem fjörið, áhuginn, kappið og krafturinn spriklaði í hverri hreyfingu. Þótt Torfi vildi auðvitað sjá eitthvað af þessu sama hjá öðrum — vildi láta vinna af kappi og dugnaðí, — þá var hann framúrskarandi umburðarlyndur og nær- gætinn húsbóndi, það reyndi ég sjálfur, sem kom til hans táplítill unglingur á 18. ári. Jafnan var unnið úti við í flokkum, bæði heima og á hjáleigunum, og voru

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.