Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 12

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 12
138 FRE YR piltar verkstjórar til skiftis. Var það bændaefnum góður skóli að hafa á hendi verkstjórn undir handleiðslu Torfa. Aðaláhugamál Torfa má telja tún- ræktina og allt, sem henni mátti verða til efiingar, þar var undirstaða landbún- aðarins, og—einkum síðustu árin—góð- ur heyásetningur og fóðurtryggingar — annars varð ávöxturinn enginn. — En það má með sanni segja, að öll fram- faramál þjóðarinnar voru honum áhuga- mál, og hann lagði mörgum þeirra drjúgt lið, bæði í orði og verki. Hér er ekki tími til að telja það allt, en ég skal nefna að hann var einn af fremstu brautryðj- endum samvinnustefnunnar og stofnaði Verzlunarfélag Dalamanna 1885, og Kaupfélag Saurbæinga 1899 og veitti báðum þessum félögum forstöðu framan af. Hann kom upp tóvinnuvélum í Ól- afsdal rétt fyrir aldamótin. Þær urðu honum ef til vill þyngsti bagginn, og þær brunnu eftir fá ár, þegar aðsókn var orð- in svo mikil að þeim, að öruggt mátti telja að þær færu að bera sig. Hann gegndi fiestum trúnaðarstörfum heima í sinni sveit og héraði, í hreonsnefnd, sýslunefnd og amtsráði og stóð oft til boða þingmennska, en gaf sig aldrei að því, enda mátti skólinn og heimilið ekki missa hans til langframa. Lestrarfélaor stofnaði hann í sveitinni og tveim bókasöfnum kom hann unp heima, öð’’u fvrir nemendur og heimilis- fólk annað, hinu fyrir kennara skólans. Þrátt fyrir mikil umsvif og margháttuð störf. fékk Torfi tíma til mikilla ritstarfa. Verðlaunaritgjörðina og bréfin frá Skot- landi hefi ég áður nefnt, en auk þess skrifaði hann m. a. um áburð, um súrhey og um framræslu, og voru þær ritgjörðir allar notaðar við kennsluna, um pöntun- arfjelög og kaupfélög, um túhrækt, um búreikninga, um búnaðarkennslu, um al- þýðumenntun, um heyásetning og fóður- tryggingar, margar greinar ár eftir ár, síðustu árin, sem hann lifði o. s. frv. Hefi ég talið saman yfir 20 ritgjörðir eftir hann í tímaritum, alls um hálft 6. hundr- að blaðsíður. Auk þess eru margar blaða- greinar og fyrirlestrar eða kennslubækur fyrir nemendur skólans, sem aldrei komu á prent. Allt er þetta prýðilega skrifað og rammlega rökstutt. Komu honum þá oft að góðu haldi nákvæmir búreikning- ar, er hann jafnan færði. ★ Það væri ómaklegt ef konu Torfa, Guðlaugar Zakaríasdóttur, væri ekki að einhverju getið, þegar hans er minnst, svo tryggur og styrkur förunautur sem hún var honum, í löngu og ástúðlegu hjónabandi og samvalin á allan hátt. Bú- stjórn hennar innanhúss var með þeim skörungsskap á alla lund, að þar hallaði ekki á hana, þótt hún hefði á móti sér slíkan stjórnanda og búfork sem Torfi var. Hann kunni og vel að meta konu sína og þá stvrku stoð sem hún var hon- um. Það er til marks um bað. hversu ó- missandi hún var Torfa, að eitt sinn, er hún tók sér hvíld frá erfiðum búsýslu- störfum, fór út í Breiðafiarðareviar og ætlaði að vera það í viku, að ekki var vikan meira en hálfnuð, er Torfi sendi eftir henni og bað hana að koma heim sem skiótast til bess að ekki færi allt um þverbak á heimilinu. Þeim hjónum varð 12 barna auðið, 3 dóu ung en hin náðu fullorðinsaldri og nutu öll hinnar beztu menntunar, svo að það kostaði stórfé. En eins og fyr var sagt, dóu 5 fullorðin á fáum árum og nú eru aðeins 3 á lífi, 2 dætur og einn sonur: Ragnheiður, ekkja Hjartar Snorrasonar, Áslaug, kona Hjálmars bónda — og bú- fræðings frá Ólafsdal — Jónssonar á Ljótsstöðum í Laxárdal og Markús kaup-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.