Freyr - 01.09.1938, Page 14
140
F R E Y R
Var hann þá á landbúnaðarsýningunni á
Bellahöj og á þingi norrænna búvísinda-
manna í Uppsölum.
Aðalviðfangsefni Halldórs við rann-
sóknir hans á kjötgæðum hinna ýmsu
fjárkynja (einkum skozkra), var ná-
kvæmur samanburður á vaxtarlagi, bráð-
þroska, vöðvabyggingu og öðru eðli og
sérkennum kjötsins hjá fjárkynjunum og
margt fleira. Með þessum rannsóknum
lagði hann grundvöll að því, hvernig
hægt er að dæma um gæði kjötsins, með
því að mæla kroppana. Verða þær mæl-
ingaaðferðir sennilega við hann kenndar
og helztu niðurstöðuatriði þessara mæl-
inga og annara rannsókna hans, verða
gagnlegar fyrir þá, sem þurfa að dæma
fé á fæti og meta kjöt.
Halldór tók, sem eðlilegt var, íslenzkt
dilkakjöt með í rannsóknum sínum og
samanburði, og reyndist svo, að íslenzku
lömbin þoldu illa samanburð við jafn-
þung lömb af skozkum kynjum á sama
aldri. Helztu gallar þeirra eru, að þau
eru háfættari og beinastærri en annað fé,
er rannsakað var. Einnig reyndust þau
(af sömu ástæðum) holdþunn og ekki
nógu feit á verðmætustu hlutum kropps-
ins: spjaldhrygg og lærum. Þann ókost
höfðu þau líka, að vöðvarnir voru of
dökkrauðir og verður það mest áberandi
á mögrum kroppum, sem lengi eru
geymdir í frosti.
Ein orsökin sem þessu veldur, virðist
vera langur rekstur til slátrunar.
Það atriði rannsakaði Halldór nokkuð
á Akureyri í fyrrahaust, á lömbum úr
Bárðardal, sem sum voru flutt á bíl til
Akureyrar, en sum rekin þangað og slátr-
að strax, er þau komu úr rekstri, og
höfðu kropparnir af reknu lömbunum
dekkri vöðva.
Fyrir allmörgum árum rannsakaði
Gísli Guðmundsson gerlafræðingur áhrif
reksturs og þreytu á kjötið og komst að
sömu niðurstöðu (meira blóð í kjötinu og
annarleg efnasambönd).
Telur Halldór nauðsynlegt að rann-
saka þetta nánar, og þá jafnframt að
rannsaka hvort lömbin léttist ekki svo
mikið, við langan rekstur til slátrunar, að
bílflutningar borgi sig, þar sem þeim
verður við komið og rekstrarleið er löng.
Einnig þykir honum vert að athuga hvort
ekki sé ástæða til að hafa styttri ,,dag-
leiðir“, í fjallgöngum, einkum á víðáttu
miklum afréttum, svo að fara megi hæg-
ar með féð og þreyta það minna.
Þann kost reyndist íslenzka dilkakjöt-
ið að hafa í bezta lagi, að það er mjög
fíngert að vöðvabyggingu og þess vegna
er það líka ljúffengt.
Ekki gerir Halldór ráð fyrir að dokt-