Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 17

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 17
PEEYfc 143 Hófst hún kl. 2 e. h. í kennslustofum skólans með ræðu, er formaður félags- ins, Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi flutti. Þá var lesinn húslestur af Birni Guð- mundssyni skólastjóra, lesturinn um lilju- grös vallarins, eftir sr. Pál Sigurðsson. Sungnir sálmar bæði fyrir og eftir. Að húslestrinum loknum var gengið til borðs í leikfimissal skólans. Á borðum var íslenzkur hátíðamatur, er verið hef- ir: hangikjöt o. fl. Yfir borðum flutti Kristinn Guðlaugs- son inngangskaflann og sögu félagsins, en hann og Jóhannes Davíðsson bóndi í Neðri-Hjarðardal höfðu samið sögu þess og um leið menningarsögu hreppsins síð- astliðna hálfa öld. Eftir að staðið var upp frá borðum, var gengið í Skrúð og garðurinn skoðað- ur. Að því loknu var aftur safnast í kennslustofum skólans og flutti þá Björn Guðmundsson skólastjóri ræðu, er hann nefndi um daginn og veginn. Næst flutti Jóhannes Davíðsson þrjá kafla úr sögu félagsins og sveitarinnar; um garðrækt, heyskap og búpenings- rækt. Síðan söng blandaður kór, undir stjórn Hauks Kristinssonar bónda á Núpi nokkur lög. Að söngnum loknum flutti Krástinn Guðlaugsson enn framhald af sögu fé- lagsins og sveitarinnar: Um menningar- mál. Síðan var gengið til leikfimisals og drukkið kaffi. Yfir borðum flutti pró- fastur Sigtryggur Guðlaugsson ræðu um búskap og sveitalíf og áhrif sveitabú- skapar til þjóðþrifa og menningar. Að kaffidrykkjunni lokinni var enn safnast saman í kennslustofum skólans. Las þá skólastjóri smásögu og nokkur kvæði. Síðan söng Sigtryggur Kristinsson bóndi í Alviðru nokkur lög og lék Haukur Kristinsson undir á orgel. Jóhannes Davíðsson afhenti þá félag- inu afmælisgjöf, sjóð að upphæð krónur 780.00, er félagsmenn hafa safnað und- anfarin ár, með því að hver bóndi lét einn gimbrargemling eiga lamb og gaf andvirði þess til sjóðsmyndunarinnar. •— Sjóðurinn á að heita: Afmælissjóður Búnaðarfélags Mýrahrepps, og verkefni hans fyrst um sinn það, að lána bændum fé til framkvæmda þeirra, er jarðabóta- styrkur nær til, þar til styrkurinn er út- borgaður. Þá tilkynnti formaður félags- ins, að stofnun sparisjóðs, er félagið hef- ir haft með höndum undanfarið, væri þannig komið, að öllum undirbúningi væri lokið, aðeins ættu ábyrgðarmenn eftir að kjósa tvo menn í stjórn sjóðsins. Þá fluttu félagsmenn og gestir, kvæði, kveðjur og ræður. Guðmundur Guð- mundsson bóndi á Sæbóli flutti félaginu kvæði. Af gestanna hálfu flutti skólastjóri Ólafur Ólafsson á Þingeyri, snjalla ræðu, Guðmundur Ingi Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli las nokkur kvæði frumsamin og þar á meðal kveðju til félagsins. Fleiri gestir töluðu einnig. Áður en horfið væri heim, var hress- ing borin á milli fólksins og skemmtu menn sér undir lokin við samræður og almennan söng, síðast var sunginn sálm- ur og hófinu slitið klukkan 1 um nóttina. Fóru flestir heim til sín að því loknu. J. D. Sumarslátrun sauðf jár var fyrst leyfð í lok ágústmánaðar. Heildsöluverð var þá ákveðið kr. 1,80 á kg. dilkakjöts, en lækkar í kr. 1,50 um miðjan sept. Verð- uppbót er ákveðin á saltkjöti 6 aurar en á freðnu dilkakjöti 5 aurar á lcg.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.