Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1939, Side 7

Freyr - 01.01.1939, Side 7
Theodór flrnbjörnsson, frá Osi. Fæddur 1. apríl 1888 — Dáinn 5. janúar 1939. Um 1920 urðu miklar breytingar á Bún- aðarfélagi íslands. Fjárframlög uxu stór- um til félagsins, svo að því var fært að taka ný verkefni til meðferðar. Starfs- mönnum félagsins fjölgaði. Hópur ungra áhugamanna gekk í þjónustu þess um það leyti. Einn þeirra manna, sem þá hóf starf sitt hjá Búnaðarfélagi Islands, var Teo- dór Arnbjörnsson, frá Ósi. Frá þeim tíma hefir hann unnið óslitið hjá félaginu. Þann 5. janúar síðastl. kom Theodór Arnbjörnsson, eins og venja hans var, á skrifstofu félagsins og gegndi þar gjald- kerastörfum og öðrum skyldustörfum sín- um. Síðasta verk hans var að telja í sjóði og fullviss# sig' um, að hann væri réttur. Klukkan rúmlega 5 síðdegis stóð hann upp frá störfum, jafn rólegur í yfirbragði og gjörhugull og hann var vanur, kvaddi mig með handabandi og hélt heim. Rúmri klukkustund síðar hringdi kona hans til mín og segir mér að hann sé andaður. Mér hefir sjaldan eða aldrei orðið jafn hverft við dánarfregn. Að vísu var mér kunnugt, að Theodór gekk með hættuleg- an hjartasjúkdóm, sem gat valdið dauða, hvenær sem verða vildi. En sjá hann, að því er virtist hraustan, klukkustund áður en andlátið er tilkynnt, veldur því. Ekki hefi ég getað varizt því, að í huga minn hefir komið, að hann sjálfur hafi 5. janúar haft meira eða minna óljóst hugboð um, að vistaskipti væri fyrir höndum. Sjóðtalning Theodór Arnbjörmson. þennan dag og hlýtt handtak, þegar hann kvaddi mig, vekja þennan grun minn. Theodór Arnbjörnsson er fæddur að Stóra-Ósi í Miðfirði 1. apríl 1888. Faðir hans var Arnbjörn Bjarnason, hrepps- stjóri, sem lengi bjó rausnar- og myndar- búi á Stóra-Ósi. Faðir Arnbjörns var Bjarni Thorarensen, er síðast bjó á Stóra- Ósi, af hinni alkunnu Thorarensens-ætt. Móðir Theodórs hét Sólrún Árnadóttir, af góðum bændaættum á Vatnsnesi. Að Theo- dór stóðu því ágætis bændur í fleiri liði í báðar ættir. Theodór ólst upp á Stóra-Ósi, til fullorð- ins ára. Þótti hann snemma bera af öðrum

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.