Freyr - 01.01.1939, Page 8
2
F R E Y R
ungum mönnum um greind og gjörvileik.
I Hólaskóla fór Theodór haustíð 1911 og
lauk þaðan prófi vorið 1913, þá 25 ára
gamall. Vakti hann mikla eftirtekt, vegna
óvenju mikils þroska og hæfileika. Næstu
ár eftir skólaveru sína var Theodór vinnu-
maður hjá Sigurði Sigurðssyni, skólastjóra
á Hólum, og mun hafa annast sauðfárhirð-
ingu þar.
Vorið 1917 reisti hann bú á Lambanes-
reykjum í Fljótum og kvæntist 1919 Ingi-
björgu Jakobsdóttur frá Illugastöðum á
Vatnsnesi, hinni mestu hæfileika- og
sæmdarkonu.
Árið 1919 var Sigurður Sigurðsson ráð-
inn til þess að vera forseti Búnaðarfélags
íslands. Vegna viðkynningar sinnar við
Theodór, bæði sem nemanda og síðar
vinnumanns, lék honum mikill hugur á að
fá hann að Búnaðarfélagi íslands. Þetta
mun meðái annars hafa ráðið því, að árið
1919 brá Theodór búi, sigldi þá um haust-
ið og stundaði nám við Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn þann vetur. —
Lagði hann einkum stund á líffærafræðí
og búfjárfræði. Kom hann heim frá námi
sumarið 1920, tók þá strax við starfi
sem ráðunautur Búnaðarfélags íslands og
hefir gegnt því síðan.
Ráðunautur í hrossarækt hefir Theo-
dór verið allan þennan tíma. Til 1928 hafði
hann sauðfjárræktina einnig með hönd-
um. Þá hefir hann og frá því fyrst hann
kom til Búnaðarfélagsins haft eftirlit með
starfi fóðurbirðgafélaganna. Gjaldkeri fé-
lagsins varð hann frá 1934. Eftir Theodór
hafa komið út tvær bækur í aðalfræði«;rein
hans, hrossaræktinni. Hestar 1932 og Járn-
ingar 1938. Auk þess skrifaði Theodór
fjölda margar greinar um búfræðimál í
Búnaðarritið, Frey og víðar.
Hér hefir stuttlega verið skýrt frá störf-
um Theodórs, en það, sem hér hefir ver-
ið nefnt, er aðeins þur upptalnig, en segir
íítið um manninn sjálfan, áhrif hans og
eiginleika.
Aðalstarf Theodórs var hrossaræktin.
Þekking hans á íslenzkum hestum var frá-
bær, svo að óhætt er að fullyrða, að á því
sviði hefir hann staðið öllum öðrum fram-
ar. Hann elskaði hestana. Hann skoðaði þá
sem t'élaga og vini okkar mannanna, en
ekki réttlausar, skynlausar skepnur. Það
var ást hans á starfi sínu og á hestunum,
sem ég meðal annars dáði hann fyrir,
vegna þess, að þar var ekki um uppgerð
að ræða. Bækur hans bera þess glögg
vitni.
Aðalrit Theodórs, „Hestar“, er að mín-
um dómi eitt helzta öndvegisrit, sem út
hefir komið á íslenzka tungu. Hann var svo
vel ritfær, að þar má óefað telja hann í
fremstu röð, og þeirra, er um búfræði rita,
stóð hann fremstur allra. í „Hestum“ kem-
ur glöggt í ljós hin yfirgripsmikla þekk-
ing hans á íslenzkum hestum. Hann þekk-
ir helztu ættir þeirra og getur rakið þær
í fleiri liðu. En.þó dáist ég meira að skiln-
ingi hans á sálarlífi hrossanna. Á þann
hátt geta ekki aðrir skrifað um það efni
en þeir, sem sameina óvenju hæfileika og
mikla þekkingu, en umfram allt hafa ást
á viðfengsefninu. Annað aðalrit hans,
„Járningar“, sem út kom nú rétt fyrir
áramótin, hefir sömu kosti. Málið ágætt,
efnismeðferðin prýðileg, en á bak við finn-
ur lesandinn glöggt undiröldu skilnings
og samúðar með hinum varnarlitlu dýrum.
Ég tel að hver bóndi og aðrir, sem skepn-
ur hafa undir höndum, þurfi að lesa bæk-
ur Theodórs. Þær hljóta að glæða þann
skilning, að hesturinn sé „vinur mannsins
og félagi“, eins og Theodór kemst að orði
í niðurlagi „Hesta“. Þessi siðaboðskapur,
sem Theodór hefir gerzt öflugasti og á-
hrifaríkasti talsmaður fyrir, á erindi til