Freyr - 01.01.1939, Side 12
6
F R E Y R
ur, en s.l. ár 17,23 millj. 1., er skiftast á
mjólkurbúin sem næst þannig:
Mjólkurbúin í Reykjavík,
Flóa, Ölfusi og' Borg-
arnesi ............... 13,18 millj. 1.
Mjólkursamlag K.E.A. . . 3,11 — -
Mjólkurbú Skagfirðinga 0,52 — -
Mjólkurbúið á Akranesi 0,20 — -
Mjólkurbúið á ísafirði . . 0,19 — -
Auk þess, sem mjólkurbúin taka við
til sölu, er talið að bein mjólkursala frá
framleiðendum til neytenda hafi numið
um 4 millj. lítra, eða sem svarar um
1600 kýrnytjum. Eru þá meðtaldir kaup-
staðir landsins og kauptún (en það var
ekki gert í áramótagrein blaðsins í
fyrra, þar sem mjólkursalan utan mjólk-
urbúanna var talin 1,5 millj. 1.). Þegar
leið á árið safnaðist smjör fyrri, og
var þá aftur fyrirskipuð blöndun smjörs
(5%) í smjörlíki frá 1. des.
Af ostum voru seldar úr landi um
112 smálestir, samkvæmt bráðabirgða-
skýrslum Hagstofunnar, og verðið fyrir
þá nam alls um 121,5 þús. króna, sam-
kvæmt sömu heimildum, eða um kr. 1,08
á kg.
Sömu heimildir telja útflutt hross
372 og verð fyrir þau alls kr. 59 þús. eða
sem næst kr. 160 á hvert. Er þetta minna
en verið hefir undanfarin ár, en innan-
lands hefir markaður aukist, fyrir af-
sláttarhross, með aukinni loðdýrarækt.
Þó hefir hrossum fjölgað töluvert í land-
inu hin síðustu árin.
Loðdýrarækt (refa- og minkarækt)
er töluvert vaxandi, en lítið gætir henn-
ar þó enn í utanlands viðskiftum. Bæði
er það, að nokkuð selst af skinnum inm
anlands — og kemur hvergi á skýrslur
— mikið er selt til lífs, og útflutt grá-
vara kemur tæplega öll til framtals í
opinberum skýrslum.
Samkvæmt talningu, er Loðdýrarækt-
arfélag íslands lét gera s.l. haust, í
sambandi við refamerkingar —- og mat
á refum — lætur nærri, að þá hafi
alls verið til
4220 silfurrefir,
680 blárefir og sennilega um
2000 minkar.
1 félaginu voru þá um 370 meðlimir —
þvínær allir loðdýraeigendur sem þ,á
voru í landinu, en síðan hefir loðdýra-
eigendum fjölgað og ný loðdýrabú ris-
ið upp.
S.l. sumar var hér í
blaðinu skýrt frá sýn-
ingu þeirri — aðallega gripasýningu —•
er Búnaðarsamband Suðurlands hélt þá
við Þjórsárbrú, í tilefni af 30 ára afmæli
sinu, og í síðasta blaði var sagt frá hin-
um árlegu búfjársýningum, sem haldn-
ar voru s.l. sumar. Vísast hér til þess
sem þar er um þessar sýningar allar
sagt.
Garðyrkjufélag íslands hafði í haust
garðyrkjusýningu í Grænmetisskálan-
um í Reykjavík. Hefir blaðið lengi átt
von á grein um sýninguna — og bíð-
ur hennar enn — svo ekki verður henn-
ar getið nánar að þessu sinni. Aðeins
má geta þess, að þegar undan er skilin
sýning á kartöfluafbrigðum frá Sáms-
stöðum, var sýningin mestmegnis blóma-
sýning og sýning á gróðurhúsaræktun og
ræktun í heitum jarðvegi. Var þar margt
sem augað gladdi og einnig margt girni-
legt til matar. Sýningin var smekkleg og
aðsókn ágæt.
Þá var og á öndverðum vetri haldin
sýning á sama stað á prjónlesi o. fl.
ullarvinnu. Stóðu þær fyrir þeirri sýn-
ingu frúrnar Anna Ásmundsdóttir og
Laufey Vilhjálmsdóttir. Sýningin bar
vitni um mikla fjölbreytni í þeirri grein
ullariðnaðarins, sem aðallega var sýnd
þar, m. a. hversu margvísleg og fögur