Freyr - 01.02.1911, Side 18
32
FE.EY.R.
Bæði nú og úður þegar talað hefir verið
um sýningar hér, er það alment viðkvæðið að
-ekkert sé hér til að sýna. Það er náttúrlega
nokkuð í þessu og auðvitað þarf engum að
-detta í hug að hér geti orðið sú sýning, er á
nokkurn hátt líkist meiri háttar sýningum er-
lendis; til þess skortir alt, bæði fólk, fé og fjöl-
breytni í atvinnuvegum og iðnaði.
Pað er sarat miklu meira til af því, sem
vert er að sýna en menn alment gera
sér i hugarlund. Frá 'sjávarútveginum má sýna
margt, bæði veiðarfæri og sjófang ýmislega
hagtært. Hinar fáu verksmiðjur hafa mikið
að sýna. Pétur Bjarnarson á ísafirði allra
handa fiskmeti niðursoðið og Sanítas sina
drykki. Steinsteypufélögin steina, o. s. frv.
Væntanlega sýna sútararnir skinn og bændur tó-
vinnu ýmiskonar m. m. Snikkarar og útskurðar-
menn, ijósmyndarar og málarar, bókbindarar og
smiðir, hafa allir eitthvað að sýna og svona
mætti lengi telja, en þess gerist ekki þörf. Að-
alatriðið er það, að allir leggist á eitt, sem eitt
hvað geta sýnt og geri sjálfum sér og öðrum
þá ánægju að senda sem flest á sýninguna.
Bændur og búalið! styðjið þessa tilraun
með því að senda þangað ýmislegt. í>að eru
til nytsamleg áhöld og verkfæri viðsvegar um
land, sem eru lítt þekt í öðrum landshlutum
(hærurnar fyrir vestan, heyhripin fyrir norðan
-o. s. frv). Nú er tækifærið til að láta þau
koma fram á sjónarsviðið. Búuaðarfélagið lagði
svo fyrir um styrkveitingu sína, að henni yrði
varið til verðlauna fyrir sýnismuni, er sérstak-
lega viðkoma landbúnaði. E. H.
Búnaðarnámsskeið í Keflavík
fór fram 13.- 18. des. Einar garðyrkjumað-
«r Helgason og Sigurður búfræðingur Sigurðs-
son héldu þar fyrirlestra. FjTÍrlestrarnir voru
misjafnlega sóttir, sumir vel og sumir miður
vel. Veður var gott og sjógæftir allan timann
og afli allgóður. Þorpsbúar höfðu því helzt
tíma til að hlýða á fyrirlestrana siðari hluta
dags og fjölmentu þá.
í sambandi við námsskeið þetta, flutti
Arni Pálsson sagnfræðingur fyrirlestra úr sögu
íslands á þjóðveldistímanum, að tilhlutun al-
þýðufræðslunefndar Stúdentafélagsins.
Búnaðarþingið
var sett 17. febr. og stendur nú yfir.
Fulltrúar eru: Agúst Helgason, bóndi í
Birtingaholti. Asgeir Bjarnason, bóndiíKuar-
nesi. Björn Bjarnarson, bóndi í Grafarholti.
Eggert Bríem, bóndi í Reykjavík. Guðmundur
Helgason, búnaðarfélagsforseti. Jóu Jónataus-
son, búfræðingur á Asgautsstöðum. Pétur
Jónsson, umboðsmaður á Gautlöndum. Sigurð-
ur Stefánsson, prestur í Vigur. Stefán Stefáns-
son, skólameistari á Akureyri. Þórarinn Bene-
diktsson, bóndi í Gilsárteigi. Þórhallur Bjarn-
arsou, biskup.
Vorið er farið að nálgast. Munið að panta
alt fræ í tíma, meðan tími er til að bæta við
byrgðirnar, ef þær skyldu þrjóta. Það er að
vísu allmikið til af islenzku gulrófnafræi, en
allar aðrar frætegundir verður að kaupa utan-
lands frá, og það hefir nokkurn tíma í för með
sér að ná i það.
Ungfrú Ragnheiður Jensdóttir, Laufásveg
13 í Reykjavík selur matjurtaíræ, fóðurrófna-
fræ og blómfræ, en Jes Zimsen kaupmaður sel-
ur grasfræ, hafra og bygg. Hann selur og til-
búinn áburð.
Sá sem engu sáir, uppsker ekkert.
Verðlag smjörmatsnefndarinnar.
17/n ’IÖ. Bezta smjör 99 kr. 100 pd.
“/« - — — 99 —
v« - - - — 99 -
8/12 - — — 99 —
15 / — — — 99 —
22/ /ie — — 97 —
2 U/ /12 — — 95 --