Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 10
184
F RE YR
mörgum svo farið, að þeir sjá aldrei dýrð
Guðs eða dásamleik lífsins í þvi, sem vér
köllum hversdagslega hluti.
En einmitt í einfaldleik þeirra bendir
Kristur oss tíðast á fyrirmynd þess ósýni-
lega og eilífa. Það er áberandi einkenni á
boðskap hans. Og e. t. v. líka eitt hið fagn-
aðarríkasta. Því þannig hjálpar hann oss
til þess að finna Guð og þreifa á návist
hans hvarvetna í umhverfi voru, svo að
„allt ytra og innra, er augað sér, sem ímynd
drottins skín“.
Ég veit, að það er stundum erfitt að eign-
ast slíkt sjónarmið. Aðstaða margra og æfi-
kjör geta varnað þess. En ég fullyrði, að
engum ætti það að vera auðveldara en þeim,
sem vinna dagleg störf sín í nánu sambandi
við lífið sjálft, vöxt þess, viðgang og þróun.
Þeim, sem sjálfir eru sáðmennirnir í bók-
staflegri merkingu og eiga allt sitt undir
þeim ávexti, sem jörðin gefur. Engir ættu
að hafa betri skilyrði en einmitt þeir til
þess að veita viðtöku boðskapnum um guðs-
ríki, eins og hann er túlkaður í mörgum
fegurstu og ógleymanlegustu dæmisögum og
líkingum Jesú Krists.
Og nú kem ég að því, góðir tilheyrendur,
sem ég vildi óska, að vér öll festum vel í
minni þennan bjarta vorsins dag og
gleymdum aldrei til fullnustu í störfum og
annríki komandi tíma, hvernig sem þeir
verða.
En það er lexían, sem oss er ætlað að læra
af litlu sögunni, sem ég valdi að sérstökum
ávarpsorðum þessa minningarstund. Mér
sjálfum þykir hún fegurst af öllu því, sem
Meistarinn hefir um guðsríki sagt.
„Svo er um guðsríki sem maður kasti sœði
á jörðina og sofi og fari á fœtur nótt og dag,
og sœðið grœr og vex, hann veit eigi með
hverjum hœtti: af sjálfri sér ber jörðin
ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fullt hveiti-
korn í axinu. En er ávöxturinn er þroskaður,
sendir hann út kornsigðina, þvi að upp-
skeran er komin.“
Mér er víst óhætt að fullyrða, að svona
einfalt og yndislega hefir aldrei, fyrr eða
síðar, verið sagt frá lífi þess manns, sem
byggir afkomu sína og sinna á óhaggan-
legu lögmáli sáningar og uppskeru.
Vér sjáum hann svo ljóst fyrir oss þenna
stritandi og starfandi mann, sem rís upp
í dögun og kastar sæði á jörðina, vongóður
og bjartsýnn, fullur áhuga og vinnugleði.
Vér þekkjum hann svo vel úr sögu þessarar
þjóðar, í fortíð og nútíð. Vér vitum, að að-
staða hans var ekki allt af jafn auðveld,
að líf hans var oft barátta við óblíð kjör og
ýmsa erfiðleika. En í þúsund ár hefir ís-
lenzki bóndinn, þrátt fyrir allt, trúað á
hlutverk sitt og skilið þýðingu þess. Og í
þúsund ár hefir þjóðin átt meira komið
undir starfi sáðmannsins og ávöxtum iðju
hans en allra annarra. Þetta eru viður-
kennd sannindi og eins hitt, að íslenzk
menning hefir hvergi dafnað eins og þró-
azt á umliðnum öldum og einmitt í skjóli
þessa starfs. Það er því engin furða þó að
þeir, sem sveitirnar byggja, væru sér þess
meðvitandi, að þáttur þeirra í örlögum
þjóðar sinnar er hreint ekki svo lítill. Enda
kennir þeirrar tilfinningar allvíða. Orð Jón-
asar Hallgrímssonar í kvæðinu fagra standa
enn í fullu gildi, er hann segir:
„bóndi er bústólpi —
bú er landstólpi —
því skal hann virður vel.“
Þrátt fyrir nýja tíma og breytt viðhorf
í ýmsu, hefir þetta mat ekki raskazt.
Fjölda mörg vandamál hafa risið á þess-
um vettvangi og sum þeirra erfið og tor-
leyst. Það er öllum kunnugt, að enda þótt
miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu
áratugum í búnaði landsmanna, hefir jafn-
hliða að þessari atvinnugrein þrengt á
marga vegu. Og hirði ég ekki að ræða það
eða skýra nánar. En samt er það svo, að