Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 23
FREYR
197
yfir dölunum? Fljúga þá ekki skýjadísir
í svanalíki ofan við kvöldroðann?
Eg veit ekki, hvað öðrum þykir, en mér
finnst að á svona kvöldum sé jafnvel
minnsta sandkorn lífi gætt. Þá finnst mér,
að allt, sem lífsanda dregur, er og heitir
í þessu landi, séu hollvættir þjóða'rinnar,
sem byggir það. Ef til vill er það stærsta
sjálfstæðismálið að gera henni hliðholl í
starfi og vinveitt öll þessi öfl náttúrunnar,
þekkt og óþekkt. Það gera bændurnir öll-
um öðrum fremur. Þeir eru líka frjálsustu
mennirnir í þessu landi.
Lesandi góðúr, finnst þér ekki þetta
vera barnalegt hjal óreynds manns, er
lætur alvarlegra staðreynda að mestu ó-
getið? Erum við ekki lítil, varnaxlaus, fá-
tæk, hernumin þjóð, sem á frelsi sitt und-
ir náð og miskunn stórveldanna? Eigum
við að öðru leyti ekki velferð okkar undir
því komna, hvort hernaðurinn eða haf-
ísinn lokar siglingaleiðúm, hvort síldin
bregzt eða grasvöxturinn og hvort stemmt
verður stigu fyrir fjárpestunum eða kart-
öfluuppskeran er þolanleg á haustin?
Má vera, að satt sé. En stundum kemur
mér í hug, hvort okkur væri ekki hollaxa
að hugsa ofurlítið minna um deilumál er-
lendra ríkja en meira um föðurlandið,
minna um útlendan her en meira um
landsins eigin börn, minna um austrænar
og suðlenzkar öfgastefnur en meira um
heimilin okkar, túnin og garðana. Er ekki
heillavænlegra að verja tíma og kröftum
til að hlúa að eigin verðmætum en kasta
þeim á glæ, verma sig við arinelda móður-
málsins og bókmennta þess heldur en
gleypa rykið úr erlendum sorpritum, sem
flæða yfir landið, öllum til skaða og
skammar?
Hver einasti þegn í þessu fámenna landi
er þess megnugur að vinna stórvirki, ef
hann vill. En til þess að vilja það og geta,
Þarf hann að elska landið, þjóðina og
tungu hennar, menningu og fortíð dálítið
meira en við gerum flest. Hann þarf að
eiga heilbrigðan metnað og sj álfstraust.
Um fram allt þarf hann þó að eiga þá
fórnfýsi og ósíngirni, sem hver og einn
góður drengur verður að birta í starfi
sínu heildinni til hagsbóta.
Sá einn er frjáls, sem getur lagt á sig
einhverjar hömlur af sjálfsdáðum, sá einn
hamingjusamur, sem hjálpar öðrum til
vaxtar um leið og hann þroskast sjálfur,
sá einn langlífur í landinu, sem leggur
einhverjar fórnir á altari framtíðarinnar:
að hugsa ekki í árum, en öldum,,
að alheimta ei daglaun að kvöldum
— því svo lengist mannsævin mest.
Þjóð, sem hefur það fyrir æðsta boðorð
og leiðarljós, varðveitir sitt innra sjálf-
stæffi. Hún er engum öðrum þjóðum háð,
andlega séð. Hún er á vaxtarbraut og þró-
unar og á það ekki á hættu að lenda í
tröllahöndum.
Þoroddur Guðmundsson.
---------------------------
Yið óskum ollnm
Tlðskiftamonnuni
okkar
^>£eðU‘ecp:a jói‘a
Sölnfélag
Oarðyi'kjunianna.