Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 26

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 26
200 FRE YR sngum íslenzka jólasálma og önnur ljóð, auk þeirra ensku jólasálma, sem börnin höfðu lært í skólanum. Á enskum heimil- um er jólatréð haft sem stofuprýði, en að öðru leyti ekkert við það gert, nema jóla- gjöfunum er raðað við fætur þess. Jóla- lesturinn lásum við ávallt af íslenzkri hús- lestrabók. Eitt atriði var það í okkar jólahaldi, sem ég kalla jólaferðina heim. Við það var eng- in athöfn tengd, önnur en starf hugans. Við fylgdumst með því, hvernig jólin liðu heima á íslandi. „Nú er aftan-söngur að hefjast í Reykjavík eða í Neskaupstað. — Nú er fólkið að setjast að jólaborðinu heima. — Nú er það að hugsa um okkur“. — Tilfinningarnar, sem þessu jólaferðalagi eru samfara, skilja fáir aðrir en þeir, sem átt hafa jól í fjarlægu landi. En þá brúar jólahugurinn heimshöfin sjálf. Jólahald kirknanna var mest tengt við sunnudagaskólana. — Voru þá hafðar sam- komur fyrir börn síðasta sunnudag fyr- ir jól. Fór þar fram ýmiskonar gleð- skapur, en mest snerist það um Sankti- Kláus og komu hans. En þarna hafði ís- lenzka kirkjan sérstöðu. íslendingarnir þurftu jól með helgum og dulrænum blæ. Hópur af ungu fólki sagði við mig, þegar kom að því, að jólasamkoman skyldi undir- búin: „Við erum búin að tala saman um það, að við viljum hafa eitthvað, sem er andlegs og trúarlegs eðlis“. Og sannleikur- inn var sá, að eina samkoman, sem hafði kirkjulegan blæ um jólin í Wynyard, var jóla-leiksýning íslenzku kirkjunnar. Að vísu var sú sýning eftir enskri fyrirmynd. Vestan hafs tíðkast það í hinum stærri bæj- um að sýna slíkar hátíðasýningar í stórum kirkjum um jólaleytið. í Wynyard var síra Friðrik A. Friðriksson, nú prófastur á Húsa- vík, upphafsmaður að jólasýningum. Hafði hann prýðilegan mann sér við hlið, er var Árni Sigurðsson leikari, smekkvís maður með afbrigðum og listfengur. Þá var og góðæri í fjárhagslegu tilliti og þurfi minna að horfa í kostnað. En í minni tíð var kreppa og stundum uppskerubrestur í byggðinni, svo að við urðum að sníða okkur mun þrengri stakk. Bjuggum við því til leik- ina sjálf og reyndum eftir megni að hafa hafa þá nokkru íslenzkari í anda en þá, sem samdir voru af þarlendum höfundum. Þetta eru ekki sjónleikir í venjulegum skilningi, heldur sýningar (pageant), þar sem flestir leikendurnir segja ekkert,en söngvar,hreyf- ingar, ljós og litir túlka það, sem segja þarf. Börnin léku hlutverk sín með prýði. Söngflokkur kirkjunnar aðstoðaði við söng- inn, og presturinn átti jafnan einhvern þátt í athöfninni. Allt varð að fara fram á ensku, nema jólaguðspjallið var lesið á ís- lenzku og flestir sálmarnir voru íslenzkir jólasálmar. Þessar jólasýningar drógu að sér fólk af öllum þjóðum, kirkjudeildum og tungum, og á öllum aldri. Þar var rúss- neskt og pólskt bændafólk jafnt sem Englendingar og íslendingar. Ég heyrði getið um menn, sem óku á opnum sleðum einar tuttugu enskar mílur í 30—40 stiga frosti til að sækja helgisýningu kirkj- unnar okkar á jólunum. Og það var eins og í þessu formi, sem að vísu er gamalt innan kirkjunnar, en óþekkt hér á landi, kæmi fram andi hinna gömlu íslenzku jóla með helgiblæ og hugarins tilbeiðslu. Að minnsta kosti fannst eldra fólkinu, að með þessu móti væri börnunum og yngra fólkinu komið í kynni við heilög jól. r Búuaðarbaiiki Mands óskar bœndum landsins | gleðílegra jóla!

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.