Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 9

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 9
FRE YR 183 Sæðið grær og vex Ræða fluff á 60 ára afmælisháh'ð Búnaðarfélaqs Arnarnes- hrepps, að Reisfará, í Eyjafirði sunnudaginn 16. júní 1940 „Og hann sagði: Svo er og um guös- ríki sem maöur kasti sœði á jörðina, og sofi og fari á fœtur nótt og dag, og sœðið grœr og vex, hann veit eigi með hverjum hœtti: af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fullt hveitikorn í axinu. En er ávöxturinn er orðinn þroskaður, sendir hann þegar út korn- sigðina, því að uppskeran er komin.“ Mark. 4, 26—29. Guðsþjónusta vor í dag er með nokkuð óvenjulegu móti. Vér erum hér fyrst og fremst til þess að minnast merkilegs þáttar í athafnalífi þessarar sveitar um síðast- liðin 60 ár. Ég get ímyndað mér, að einhverjum virð- ist ef til vill, að þetta hefði verið hægt, án þess að byrja á þá leið, sem nú er gert, með því að syngja sálma og lyfta huga í hæð til guðs. En samt ætla ég ekki með einu orði að afsaka mig eða aðra, sem því hafa ráðið, að ég stend hér í umboði kirkjunnar við þetta tækifæri. Ég veit, að þess þarf í raun- inni ekki og því síður, sem betur er íhugað. Aðeins skal ég geta þess, að sumstaðar þar, sem lík hátíðahöld og nú hér hjá oss hafa fram farið hin seinustu ár, hefir ein- mitt þótt hlýða að hefja þau með þessum hætti. Og höfum vér þannig fyrirmynd að þeirri tilhögun sem hér hefir verið valin. En að öðru leyti vil ég reyna, í sem stytztu máli, að færa rök fyrir því, hvers vegna ég álít að vér eigum öllu fremur að mætast í þökk og tilbeiðslu frammi fyrir guði, slíka stund sem þessa. Þér heyrðuð eina af dæmisögum eða lík- ingum Meistarans mikla um guðsríkið, en boðskapurinn um það er, eins og allir vita, eitt aðal-efni kenningar hans. Má glöggt skilja, að þar er átt við andlegt ríki í þessu lífi og öðru, sem byggist annars vegar á tilveru, miskunn og elsku Guðs, og hins vegar möguleikum mannsins til þess að þroskast að vilja hans og vaxa stöðugt í því góða. En það er mjög athyglisvert, hve oft Jesús skýrir þessa æðstu hugsjón um samfélag guðs og manns með dæmum beint úr skauti náttúrunnar, eða af gróðri jarðar. Hann líkir því við sáðmanninn, sem fór út að sá, og sæðið féll í misjafnan jarðveg, sumt við götuna, annað í grýtta jörð, eða meðal þyrna, og loks sumt þar, sem það gat borið góðan ávöxt. Hann líkir því við mustarðskornið, sem er hverju sáðkorni smærra, en þegar það er sprottið, er það stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar himinsins koma og hreiðra sig í greinum þess (Sbr. Matt. 13). Vér þreytumst ekki á því, að virða fyrir oss þessar myndir og dást að þeim. Og einkum ættu þær að vera oss áþreifanlegar, þegar vér sjálf reynum sanngildi þeirra og sjáum þær verða að veruleika í því lífi, sem vér lifum. Á hverju vori fer íslenzki bóndinn með hlutverk sáðmannsins í dæmisögunni. Og þá getum vér líka öll séð litla sáðkornið, sem sáð er í jörðu, en á fyrir sér að vaxa og þroskast og e. t. v. að verða að stóru tré með forsælu og skjól fyrir fugla himinsins. Að vísu er hægt að komast hjá því að taka eftir þessu. Það undursamlega getur oft verið furðu nærri oss, án þess að vér gefum því mikinn gaum. Og yfirleitt mun

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.