Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 20

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 20
194 FREYR FRELSI Á listasafni Einars Jónssonar er högg- mynd, sem nefnist „í tröllahöndum". Þessi orð standa á stalli hennar: „GuSmann ungi sem fangi hjá tröllunum, Vana og Stein- gerði“. Þau halda manninum á milli sín; hann streitist við og horfir til himins. En þau sleppa ekki, því að vaninn og steingerv- ingin eru handföst. í svip þeirra eru meitl- aðir drættir drambs og fyrirlitningar á frelsi og lífi. Myndin er ógleymanleg og brennir sig inn í vitund sjáandans. Efnið er úr íslenzkum þjóðsögum, og kannast allir við tröllin, sem rændu mennskum mönnum. Örlög þeirra voru jafnan átakanleg: Ann- aðhvort dóu þeir hryllilegum dauða strax eða þeir urðu að búa það, sem eftir var ævinnar hjá tröllum. Svipaðs efnis er leikrit Ibsens um Pétur Gaut, sem dvaldi um eitt skeið ævinnar hjá dofrakónginum og þursum hans. Þar bjuggu illvættir og álfar, galdranornir og drísil- djöflar: Sumir voru tví- eða þríhöfðaðir, aðrir með svínshausa. Með þessum óþjóða- lýð átti Pétur samfélag; lá jafnvel við, að hann gengi að eiga dóttur Dofrans og yrði gerður að þursa. Sem betur fór, slapp hann við það hlutskipti og fékk bjargað frelsi sínu. Þessu lík er og „Sagan af konunginum í Svörtu eyjunum. Hann var fæddur til frægðar og sigurs, kappi og konungborið göfugmenni, fagur sem engill. En galdra- nornin gerir hann að steini fyrir neðan mitti — breytir fótum hans í marmara. Hugarkvölum ógæfumannsins verður bezt lýst með orðum skáldsins (E. H.): Af örvænting knýtast æðamar á öðling, sem sundur er kraminn. Og kappi til frægðar, sem fæddur var, af flagðkonu er svipum laminn. Og hjartað er logandi’ af hatri og þrá og hrellingum gömlum og ungum. Þeim getur hann aldrei flúið frá með fætur úr marmara þungum Allar fela þessar sögur í sér djúpan sann- leika um ágæti frelsisins og bölið, sem leið- ir af glötun þess. En hvað er frelsi? Er það fólgið í því, að vera sjálfum sér nægur, sem var æðsta boðorð þursanna í höll Dofrans? Það er stundum talið bera vott um sjálf- stæði manna og þjóða að búa sem mest að sínu og sækja helzt ekkert til annara. En á þeirri hugsun grundvallast nágrannakrit- ur, tollahöft og þjóðarígur, sem stuðla að því að koma af stað styrjöldum. Raunverulegt sjálfstæði byggist á allt öðru. Ævi þjóða og manna, sem hafa tröll fyrir lærifeður og þursaboðorð fyrir kenni- setningar, hverfur sviplaus í sæ gleymsk- unnar. Kærleikur, þrek og þekking eru þau öfl, sem geta bjargað frá slíku hlutskipti — eins og sagan um Pétur Gaut sýnir og sannar. Þar bjargar ást Sólveigar Pétri úr tröllahöndum. Finnska skáldið Sillanpáá var spurður að því, hvers vegna hann elskaði föðurlandið sitt. Hann svaraði með þessum orðum: „Kynni mín af fólkinu í sveitinni minni hafa fært mér heim sanninn um það, að þjóðin okkar hlýtur ávallt að vernda sitt innra sjálfstœði, án tillits til tungu og hug- arfars þeirrar erlendu þjóðar, sem við síð- ar meir kunnum að verða háðir. Þess vegna elska ég mitt fagra föðurland og hina göf- ugu og sérkennilegu þjóð, sem byggir það. Sú meðvitund er uppspretta ættjarðarástar minnar. En hún sveipar fjöllin, dalina og hæðirnar í þessu landi gullbjarma“. Þessi orð voru sögð fyrir allmörgum ár- um. Alveg nýlega hefir hin ágæta finnska þjóð fært svikalausar sönnur á þau. Fyrir 22 árum endurheimtu íslendingar stjórnfrelsi sitt og sjálfstæði. Þá var kveðið á þessa leið:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.