Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 3

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 3
I MRNfl-ÐflR BLfi-Ð UM LflNDBÚNfiÐ Nr. 12 Jólablað 1940 XXXV. árg. ^33 Skammdegi SJcammdegi Tcöllum við síðustu vik- urnar fyrir jól. Vikurnar þegar dagur stytt- ist og birta dvín dag frá degi, unz vetrar- nóttin hefir % hluta sólarhringsins á valdi sinu og jafnvel meira en það, ef að dimm- viðri og hriðar halda í hönd með henni. Svo koma jólin, hátíð Ijóss og birtu. Þótt mikið sé þá eftir vetrar og oft hið erfiðasta, fyrir þá, sem bú reka og fyrir fénaði hafa að sjá, er eins og að jólin marki vegamót. Eftir jólin liggur leið tíma og starfs, vona °ff fyrirheita, móti vori, móti sumri og sól. Svo mikilvœg eru okkur þessi vegamót — s ól s t ö ður og j ól í tímatali ársins, að í daglegu tali nær hugtakið skammdegi vanalega eingöngu til síðustu viknanna fyrir jól, en elcki til fyrstu viknanna eftir jólin, þótt dagurinn sé þá engu lengri að meðaltali. í skammleginu fyrir rúmu ári síðan skyggði svo í lofti um öll Norðurlönd, að enginn gat lengur horft ugglaus fram á leið. Blóð Finna litaði jólasnjóinn rauðan, er þeir háðu, sem svo oft fyrr, sina hugum- stóru baráttu gegn austrœnu ofríki, drottn- unargræðgi og vanmenningu. Og það birti því miður ekki til eftir sólstöðurnar í fyrra. Hver ógnin hefir síðan rekið aðra. Skammdegisnótt gerrœðis, ofbeldis, véla og svika, hefir verið steypt yfir þjóð eftir þjóð, sem ekkert hafa til saka unnið annað en það að vera meiri menningarþjóðir í hugs- un og verki heldur en þœr voldugu stór- þjóðir og þeir myrkrahöfðingjar þeirra, er árásunum og ofbeldinu valda. Vér íslendingar og hin alminnsta þjóð Norðurlanda, Fœreyingar, höfum einnig dregizt inn i þann skammdegissorta er frá þessum myrkravöldum stafar, þótt á ólikan hátt sé og ekki saman að jafna við það, sem frændþjóðir vorar verða að þola. En við sitjum þó ekki lengur á algerðum friðstóli fjarlœgðar og einbýlis. Myrkur einrœðis, sem öllum vopnum beit- ir og einkis svífst, grúfir yfir Norðurálfunni mestallri og kastar skuggum sínum meira og minna um heim allan. Okkur íslending- m verður oftast hugsað til frœndþjóðanna á Norðurlöndum. Enginn veit hvað átt hefir fyrri en misst hefir. Nú finnum við bezt hvers virði okkur er nágrennið við Norður- lönd og frœndþjóðirnar þar, þegar svo er á milli girt og leiðir rofnar, sem nú er raun á orðin. Hvers megum við vœnta af fram- tíðinni? Myrkurs, sem aldrei léttir, eða megum við vona að þetta sé aðeins skamm- degi, sem senn líði hjá, brátt muni aftur birta og dag lengja? Enginn getur svarað því, en öll vitum við ofur vel að þessi jól marka þvi miður. ekki þau tímamót er við helzt vildum, að birta friðar óg farsældar lýsi yfir löndin með auknu Ijósmagni og hlýju dag frá degi, og að síbjart menning- arvor sé skammt framundan. Þessi jól verða döpur í þúsundum heim- ila, sem vön eru jólahaldi og jólagleði að okkar sið. Þúsundum heimila í Noregi og Finnlandi, og einnig i Danmörku og Sví- þjóð, sem eiga um sárt að binda. Þar sem Glámur ofbeldis og harðstjórnar „af þver- trénu gœgist inn“ og slekkur. hverja bros- von á vörum mœðra og barna. Þess megum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.