Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 25
FREYR
199
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON skáld og
kona hans, Guðrún Hjörleifsdóttir. J. M. B. er
fæddur 24. maí 1867 að Meðalnesi x Norður-
Múlasýslu. Pluttist til Vesturheims — Nýja Skot-
lands — 1875. Hann aflaði sér kennaramenntunar
og stundaði lengi kennslustörf. Rit hans, Eiríkur
Hansson, Brazilíufararnir, Vornætur á Elgsheið-
um o. fl. hlutu miklar vinsældir þeirrar kyn-
slóðar, sem nú er af léttasta skeiði. Magnús er
enn ern og kátur, fæst enn við ritstörf og ber
aldurinn vel. Myndin er tekin heima hjá þeim
hjónunum, í Elfros í Saskatchewan.
Þar dvelja þau,
— við œfintýri ellinnnar
œskuhýr og f 'ógur —,
eins og Stefán G. Stefánsson kvað til þeirra fyrir
16 árum síðan. Til þess hafa þau líka vel unnið.
Ljósm. Á. G. E. — 11. ág. ’39.
jólagjöfum. Þegar allt er orðið hljótt á jóla-
nóttina læðist Sankti-Kláus ofan um
strompinn á hverju húsi og lætur jólagjafir
í sokka barnanna, ef þau hafa hengt þá
upp, við rúmið sitt, kvöldið fyrir. Sankti-
Kláus er að sumu leyti fremur viðfeldin
fígúra, en þegar búið er að hamra á honum
heilan mánuð fyrir jól í blöðum, útvarpi,
skólum og heimilum, oftast fyrir undir-
róður og auglýsingar kaupmanna, sem
verzla með jólagjafir, þá er Kláus gamli að
lokum búinn að taka það rúm í hugum
barnanna, sem annar ætti sannarlega að
hafa um jólin. Þá er eftirvæntingin eftir
gjöf Kláusar komin í staðinn fyrir þá til-
hlökkun, sem jafnan hefir einkennt íslenzk
jól. Til dæmis um það, hvað Sankti-Kláus
er raunverulegur í hugum barnanna, vil ég
geta þess til gamans, að nokkrum sinnum
hafa börn í Wynyard haldið, að einn af
íslenzku bændunum í byggðinni væri
Sankti-Kláus. Hann er aldraður orðinn og
hefir hvítt skegg ofan á bringu. Á Þorláks-
messu eða aðfangadag hafa hann og kon-
an hans venjulega ekið á sleðanum sínum
inn í bæinn og fært vinum sínum hangi-
kjötspinkla til jólanna. Kom þá oft fyrir, að
lítil börn komu til konunnar hans og spurðu
hana í lágum hljóðum, hvort þetta væri
ekki Sankti-Kláus, sem 'hún væri að ferð-
ast með.
íslendingar reyna margir hverjir að varð-
veita sín fornhelgu jól. Séu þeir ekki bundn-
ir við skyldustörf eða af öðrum orsökum
háðir þarlendri venju, reyndu þeir að vera
heima á aðfangadagskvöldið. Hjá okkur var
t. d. borðaður íslenzkur jólamatur; við
höfðum jólatré, gengum umhverfis það og