Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 3
Tím. V. F. í. 1945.
4. liefti.
Um Skeiðfossvirkjunina.
Erindi flutt á fundi V. F. í. 14. marz 1945.
Eftir Jakob Guðjohnsen rafmagnsverkfræðing.
1 2. hefti tímarits V. F. I. ársins 1945 hefir K.
Langvad verkfræðingur lýst byggingarframkvæmd-
um við virkjun' Skeiðfoss í Fljótá fyrir Siglufjarðar-
kaupstað. Hér að neðan skal nú gerð grein fyrir
ákvörðun á stærð virkjunarinnar og þess utan lýst
þeim hluta virkjunarinnar, vélum og orkuveitu, sem
ekki er talað um í grein Langvads.
I. Ákvörðun á stærð virkjunarinnar.
Veturinn 1937-1938 var gjörð frumáætlun um
virkjun Fljótár af vatnamáladeild vegamálaskrifstof-
unnar og rafmagnseftirliti ríkisins. í áætlun þessari
komu fram allvíðtækar rannsóknir, sem gerðarvoruá
“’aforkuþörf Siglufjarðar annars vegar og virkjunar
skilyrðum Fljótár hins vegar. Útreikningar þeir, sem
hér fara á eftir, eru byggðir á þeim rannsóknum,
sem fyrir frumáætluninni lágu, og er árangur þess-
ara rannsókna á raforkuþörfinni og vatnsrennslinu
sýndur hér í töflum og línuritum.
1) Rennsli Fljótár
Vatnsrennslismælingar í Fljótá voru fyrst gerðar
1920 og 1921, en stöðugt síðan haustið 1929. Hefir
Ásgeir Bjarnason, raffræðingur á Siglufirði, séð um
framkvæmd og tilhögun mælinganna.
Á 1. línuriti er sýnt mánaðarennsli Fljótár á árun-
um 1930—1937, óslitið í 8 ár. Enda þótt mælitíma-
Lilið sé stutt, fæst þó með mælingum þessum allgott
yfirlit um rennsli Fljótár. Sést að mánaðarmeðal-
rennsli árinnar er allmisjafnt frá 2,8 upp í 71,8 millj.
11:13 á mánuði.
Ársframrennslið er aftur á móti furðu jafnt, 200-
260 millj. m3 á mánuði.
Venjulega er rennslið mest í maí, júní og júlí, en
rninnst yfir vetrarmánuðina frá desember fram í
aprílmánuð. Lægst varð vetrarrennslið á tímabilinu
70
60
50
40
30
20
10
O
JFriArtJJA 5 0 N D
mió i.m 5 I93C /931 1 1
19Jí /93: /931 7 ’
— 193L /93t •
/931 >
— —
— — — — — rsrrsi
— — — — r/-
—
----- — — Esiia — ij fr Ll li
1. línurit. Framrennsli Fljótár.
ágúst 1935 til júní 1936, og ræður þetta tímabil að
miklu um stærð virkjunarinnar, svo sem síðar verð-
ur vikið að. Það er augljóst, að með svo misjöfnu
rennsli sem i Fljótá, verður rúmtak vatnsgeymisins
sérstaklega þýðingarmikið fyrir nýtingu vatnsins,