Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Side 18
64
TÍMARIT V.P.I. 1945
Jóhannes Zoega er fæddur á Norðfirði 14. ágúst 1917, og
eru foreldrar hans Tómas Zoega, sparisjóðsforstjóri þar, og
kona hans Steinunn Símonardóttir. Tók hann stúdentspróf
frá Menntaskólanum í ReyJ.ja-
vík 1936. Hann stundaði nám
við verkfræðiháskólann I Miin-
chen 1937—1939 og við verk-
fræðiháskólann í Berlín, unz
hann lauk prófi þar sem Dipl.-
Ing. í vélaverkfræði 1941. —
Réðst hann þá til Bayerische
Motorenwerke í Munchen og
starfaði þar til vorsins 1942,
en var aðstoðarverkfræðingur
við vélaverkfræðideild háskól-
ans í Múnchen 1942—1945.
Hann réðst til vélsmiðjunnar
Hamars 1. okt. 1945. — Jó-
hannes kvæntist Guðrúnu Bene-
diktsd.óttur 17. nóv. 1945. Er
hún dóttir Benedikts Sveinssonar, fyrrum alþingismanns, og
konu hans Guðrúnar Pétursdóttur, fædd 10. okt. 1919.
Sigurður l>orkelsson er fæddur á Akureyri 1. febr. 1914, og
eru foreldar hans dr. phil. Þorkell Þorkelsson, veðurstofu-
stjóri, og kona hans Rannveig
Einarsdóttir. Tók hann stúd-
entspróf frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1932. Hann stund-
aði nám við verkfræðiháskól-
ann í Kaupmannahöfn 1933—
1939 og lauk prófi þaðan sem
rafmagnsverkfræðingur. Réðst
hann þá til Post- og Telegraf-
væsenet í Kaupmannahöfn,
fyrst sem aðstoðarverkfræð-
ingur, en síðar sem konunglega
skipaður verkfræðingur, og
starfaði hann þar, unz hann
fór til Islands 1945. Hann var
skipaður verkfræðingur hjá
póst- og símamálastjóra l.sept.
1945. —" Sigurður kvæntist 30. ágúst 1941 Emma Else Olsen.
Er hún dóttir P. Olsen, vatnsveitustjóra í Viborg.
Gunnar Tómasson er fæddur í Reykjavík 26. marz 1919, og
eru foreldrar hans Tómas Jóns-
son, kaupmaður, og kona hans
Sigríöur Sighvatsdóttir. Tók
hann stúdentspróf frá Mennta-
skólanum í Reykjavik 1938 og
stundaði siðan nám í vélaverk-
fræði við verkfræðiháskólann í
Kaupmannahöfn, unz hann
lauk prófi frá honum 1944.
Réðst hann þá til Burmeister
& Wain í Kaupmannahöfn og
starfaði þar til hann hvarf til
Islands í ágúst 1945. Hann er
ráðinn verkfræðingur hjá vél-.
smiðjunni Hamar í Reykjavík
frá 14. Sept. 1945.
Gunnar Böðvarsson er fæddur i Reykjavík 8. ágúst 1916, og
eru foreldrar hans Böðvar Kristjánsson, menntaskólakennari,
og kona hans Guðrún Thorsteinsson. Tók hann stúdentspróf
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1934. Stundaði hann nám í
vélaverkfræði við verkfræðihá-
skólann í Stokkhólmi skólaárið
1934—’35, við verkfræðiháskól-
ann i Múnchen 1935—’36 og
síðan við verkfræðiháskólann í
Berlin, unz hann lauk prófi
frá þeim skóla 1943. Réðst hann
þá til A/S Atlas í Kaup-
mannahöfn og starfaði þar,
unz han hvarf heim að ófriði
loknum, sumarið 1945. Hann
réðst til Raf magnsef tirlits ríkis-
ins 15. júní 1945, og hefir hann
með höndum stjórn jarðborana
rikisins. — Gunnar kvæntist 12. ágúst 1944 Tove Christensen.
Er hún ættuð frá Kaupmannahöfn. J. E. V.
Norrænt verkíræðingamót.
3. Norræna verkfræðingamótið (NIM 3) verður haldið í
Stokkhólmi 27.—29. maí 1946, og taka öll Norðurlöndin fimm
þátt í því. Var samþykkt á fundi í V.F.I. 12. des. 1945 ,,að kjósa.
þriggja manna nefnd til að undirbúa og koma fram fyrir
félagsins hönd í sambandi við" mótið, ,,en að loknum aðalfundi
i febrúar n. k. taki hinn nýi formaður félagsins sæti í nefnd-
inni sem fjórði maður". Voru Steingrímur Jónsson, Ólafur
Sigurðsson og undirritaður kosnir í nefndina. Hefur Ólafur
Sigurðsson, sem enn dvelur i Stokkhólmi, mætt á fundum
undirbúningsnefndarinnar fyrir okkar hönd, og lýsir hann
fyrirhugaðri tilhögun mótsins á þessa leið:
,,Að morgni fyrsta dagsins verður mótið sett með
sameiginlegum fundi. Fulltrúi hvers lands talar í ca. 20
mín, ber kveðju landsins, og gefur yfirlit yfir framtíð
og markmið iðnaðar og tæknilegra rannsókna síns
lands. Eftir hádegisverð byrja fyrirlestrar í hinum mis-
munandi greinum.
Að morgni næsta dags halda þessir fyrirlestrar áfram
og um eftirmiðdaginn er ráðgert að skoða rannsóknar-
stofur í Stokkhólmi og nágrenni.
Að morgni þriðja og síðasta dags eru fyrirlestrar,
síðan sameiginlegur hádegisverður og þá lokafyrirlest-
ur sameiginlegur fyrir allar deildir.
30. maí er helgidagur og mun þá sennilega verða stór
flugsýning í Stokkhólmi, sem þátttakendur mótsins
hafa aðgang að. Daginn eftir skiptist hópurinn og verð-
ur farið í heimsókn til mismunandi iðnaðarfyrirtækja í
Stokkhólmi eða út um land. Á þennan hátt byrjar mótið
á mánudegi og lýkur opinberlega á miðvikudegi, en
heldur áfram fyrir þá, er vilja, þar til á föstudag.”
Gert er ráð fyrir, að af Islands hálfu verði fluttir tveir
fyrirlestrar á mótinu, annar um Hitaveitu Reykjavíkur, en
hinn um skipulag bæja hér á landi. Mun Helgi Sigurðsson
flytja hinn fyrrnefnda, en Hörður Bjamason hinn siðamefnda
eða einhver annar í forföllum þeirra. J. E. V.
Steindórsprent h.f.