Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Síða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Síða 8
38 TÍMARIT V.F.I. 1946 KEY ®Uronium 238 ð 235 in nofural pToportions ob pure metol or pure chomical compound URANIU M THORIUM* (NF) Nucleor fuel Purifled Thorium Plutonium e.g., energy for heot Q electric power; rodíoactive fission producfs Q isotopes; rodiotions URANIUM THOR1UM THORIUM BY-PRODUCTS FROM MINES DEPOsrrs BY-PRODUCTS Framleiðsla kjaniorkueldsneytis. Yfirlitsmynd úr Scientific and Technical Aspects of The Control of Atomic Energy. og öll stjórn á þeim fer fram með tækjum, sem stjórnað er úr mikilli fjarlægð. Að sjálfsögðu er einnig mikið af mælitækjum í sambandi við turnana, svo auðvelt sé að fylgjast með öllu sem gerist. Sama er að segja um efnagreininguna. Henni er allri stjórnað úr fjarska. Úraníumstengurnar eru leystar upp í kerum, og upplausninni síðan dælt úr einu kerinu í annað og botnfalli skolað burtu. Kerin eru öll í röð í langri steypurennu, sem er að miklu leyti neðanjarðar. Yfirlit. Af því, sem nú hefur verið sagt, er það ljóst: Að tvö frumefni, U235 og Pu239 hafa þann eiginleika, að þau klofna á gagngerðan hátt, ef á þau verka neutrónur. Kemur fram við þetta mikil varmaorka og auk þess myndast neutrónur við klofninguna. Ef nægilegt magn er samankomið á einn stað af öðru hvoru þessara efna, heldur breyting þessi áfram af sjálfsdáðum, þegar hún einu sinni er komin af stað. Efni þessi er því ekki hægt að geyma á einum stað, ef farið er fram úr magni þessu, þvi ávallt geta myndast einhverjar neutrónur í þeim af tilviljun (radíóaktívitet, geimgeislar), og sundrast þau þá. Ef magnið hins vegar er neðan við þessa krítisku stærð, verður ekki sprenging, því of mikið af neutrónum tapast þá út úr efnunum, svo að kjarnabreytingarnar hætta. Efni sem hafa þessa eiginleika nefnast kjarn- orkueldsneyti. Þótt aðeins þessi tvö efni hafi verið framleidd í svo stórum stíl, að þau raunverulega hafi verið notuð við orkuframleiðslu, má telja víst, að fleiri slík efni séu til, en það eru efni af thoríum eða actíníum-röðinni. Er sérstaklega gert ráð fyrir því, að U233 hafi þessa eiginleika. Efnum þessum má ,,brenna“ í reaktíonsturnum og stjórna bruna þeirra eftir óskum. Annað hvort ma nota efnin hreinsuð eða í blöndum með öðrum efnum. Því hreinni sem efnin eru, því minni turna er hægt að hafa. Framleiðsla kjarnorkueldsneytis. Framleiðsla efna þessara hefur nú verið rakin og sést yfirlit um möguleika til framleiðslu á kjarnorku- eldsneyti á myndinni hér að ofan.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.