Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Page 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Page 18
48 TlMARIT V.F.Í. 1946 frerrikomme fra Statsrevisionens Side og fra den tek- niske Revisionskommission, som er nedsat af „Sam- göngumálaráðuneytið“ efter Anmodning fra Kom- munen og Firmaet med eventuelt Fradrag iflg. Para- gr. 6 i Kontrakten af 23. okt. 1942“. Bæjarstjórn Sigluf jarðarkaupstaðar skyldi gefa út skuldabréf fyr- ir kr. 600 000,00 með vöxtum og greiðsluskilmálum svo sem samið yrði, en afganginn skyldi greiða í síð- asta lagi mánuði eftir að ríkisendurskoðunin hefði gefið sína skýrslu, þó aldrei síðar en 31. des. 1946. Síðast í maí 1946 varð jarðhrun nokkurt úr bakk- anum neðan við þrýstivatnspípuna á 130—140 m kafl- anum frá stíflu talið. Og í ágúst s. á. varð enn jarð- hrun á köflunum ca. 54—63, 80—90 og 170, og í sept- ember 1946 mynduðust sprungur tvær, önnur á 54— 63 m kaflanum, ca. 20 m löng og ca. 2 m frá pípuleg- unni (Rörvæg), en hin 140—180 m frá stíflu og ca. 0,5 m frá pípunni (Rörside). Sóknaraðili lét gera við spjöll þessi í júlí og október f. á. eftir skýrslu bæjar- verkfræðings Siglufjarðarkaupstaðar. Dagana 27. og 28. júní 1946 skoðuðu tveir verk- fræðingar, ásamt einum verkfræðingi varnaraðilja, verkið að tilhlutun rafmagnseftirlits ríkisins, og gáfu verkfræðingarnir tveir álit sitt 10. júlí s. á. Telja þeir ýmislegt ógert og finna ýmislegt að því, sem gert hafði verið. Þar á meðal, að undirstaða þrýstivatns- pípunnar muni varla verða talin örugg, með því að henni muni verða hætt vegna grjóthruns úr brekk- unni, enda hafi þar hrunið úr bakkanum framan við pípuna, þar eð hann sé eigi grjótvarinn o. fl. Segist varnaraðili nú hafa gert sér í hugarlund, að sóknar- aðili mundi ef til vill hugsa til að hafa uppi einhverj- ar kröfur vegna þessa. Nú virðist nokkur tími hafa liðið svo, að endurskoðun, er getur í skilasamningi aðilja frá 23. maí 1946, varð ekki lokið, og segist varnaraðili hafa farið fram á það við sóknaraðilja, að fyrirvari sá, er í samningnum greinir, yrði „bragt ud af Verden“, eins og varnaraðili orðar það. Þetta sýnist verða til þess, að bæjarstjórnin á Siglufirði skipar nefnd í málið þann 19. sept. 1946, en fyrst 9. okt. s. á. er varnaraðilja skýrt frá því í bréfi, að sóknaraðili ætli að hafa uppi kröfur á hendur honum í sambandi við virkjun Skeiðsfoss vegna margs, er vantaði til fullnustu verksins, og vegna mistaka í framkvæmd þess, er varnaraðili bæri ábyrgð á. Telur nefndin 24 atriði þessarar tegundar. En af umræðum þeim, sem fram fóru milli nefndarinnar og verkfræð- inga varnaraðilja hér í Reykjavík um atriði þessi síð- ast í september og október f. á. varð niðurstaðan sú, að nefndin kvaðst ætla að leggja til við bæjarstjórn- ina að sleppa öllum öðrum atriðum en þeim, sem vörð- uðu þrýstivatnspípuna. Það atriði óskaði nefndin, að lagt yrði undir úrlausn gerðardóms Verkfræðingafé- lags Islands. Taldi varnaraðili með skírskotun til ábyrgðarákvæðis 8. gr. samningsins frá 23. okt. 1942, að allar slíkar kröfur, þótt einhverjar hefðu verið, væri þá fyrntar, en samþykkti þó að leggja málið að því leyti sem það varðaði „Forsvarligheden af Rör- ledningens Beliggenhed" til úrlausnar gerðardóms- ins, enda væri það gert eigi síðar en 31. okt. 1946, og, eins og í skeyti um samþykki þetta segir, „under Forudsætning af Betaling ifölge Gældsbevis og Over- enskomst 23. Maj 1946“. Samkvæmt tilmælum beggja aðilja var málið, þannig afmarkað, tekið fyrir fyrsta sinni af gerðardóminum með undirrituðum dómend- um þann 31. okt. f: á. Þess skal þegar getið, að varn- araðili telur sóknaraðilja að vísu ekki hafa efnt greiðsluskyldu sína samkvæmt skuldabréfi og samn- ingi 23. maí 1946, en hann hefur lýst yfir því í varn- arskjali sínu dags. 30. nóv. f. á., fram lögðu í gerðar- dóm 2. des. f. á., að hann ætli sér ekki að stöðva mál þetta vegna áðurnefndra vanefnda. Gerðardómendur hafa skoðað staðháttu, og aðiljar hafa sótt málið og varið samkvæmt reglum um gerðardóm Verkfræð- ingafélags Islands. Kröfur sóknaraðilja, eins og þær eru að lokum fram fluttar í síðara sóknarskjali hans, eru þessar: 1. Að varnaraðili verði dæmdur til þeirrar vinnu- skyldu, sem samningurinn frá 23. okt. 1942 leggi hon- um á herðar, sem sé að færa þrýstivatnspípuna og nauðsynleg mannvirki í sambandi við hana á öruggan stað. En í því sambandi er það aðalkrafa hans, að píp- an og mannvirki, sem nauðsynlega þarf að flytja með henni, verði færð vestur fyrir Fljótaá, með því að þar sé öruggur grundvöllur undir hana. Til vara krefst hann þess, að pípan verði færð til „í línu, sem bláa lín- an á rskj. 40 segir til um, og verði þar gerður skurður handa henni og grafið niður á klöpp alla leið að stöðvarhúsi“. En ef gerðardómurinn telur heppilegra og kostnaðarminna að grafa fyrir nógu þéttum og steinsteyptum stuðlum niður á klöpp frá stíflu niður að stöðvarhúsi, þá segist hann ekkert hafa við það að athuga. Til þrautavara í þessum kröfulið gerir hann loks þá kröfu, „að þrýstivatnspípan verði færð eins og bláa strikið á rskj. 40 segir til um og þar grafinn skurður fyrir hana svo djúpt sem dómurinn telur hæfilega tryggt og undirbúinn nógu tryggilega að áliti dómsins“, allt á kostnað varnaraðilja. 2. Að varnaraðili greiði sóknaraðilja fyrir orku- tap, meðan verið sé að færa þrýstivatnspípuna, og kostnað við bráðabirgðaviðgerð til tryggingar henni. 3. Að ef varnaraðili færi ekki mannvirkin á örugg- an stað á sinn kostnað, þá greiði hann sóknaraðilja 2 milljónir ísl. króna, kostnað við bráðabirgðaviðgerð vegna þrýstivatnspípunnar og fyrir orkutap, meðan á flutningi stendur. 4. Til þrautavara, að varnaraðili greiði kostnað við að gera öruggan grundvöll undir þrýstivatnspípuna, þar sem hún er, orkutap, sem af því kann að hljótast, svo og kostnað af bráðabirgðaviðgerð til tryggingar pípunni. 5. Og loks krefst sóknaraðili þess, að varnaraðilja

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.