Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Page 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Page 12
66 TÍMARIT V.F.l. 1949 Á uppdrættinum eru auðkenndir þeir staðir, sem kannaðir voru samkvæmt 6. töflu — 4. og 51. staðarákvörðun var talin óviss, og var þ.eim því sleppt. Hins vegar eru allir þeir staðir, er um getur í 6. töflu, merktir á uppdrætti þeim af því svæði af Fló- anum, sem kannað var (4. mynd). Þá hefur einnig fundizt skeljasandur í botni á blettum bæði sunnan og norðan Skipaskaga. En eigi virðast sandsvæði þessi vera víðáttumikil. Þegar svo var komið, að fundizt höfðu víðáttu- mikil svæði af hreinum skeljasandi í næsta nágrenni aðalmarkaðssvæðis sements hér á landi, þótti með öllu ástæðulaust að leita sands víðar, því að á betri legu sandsins mun vart verða kosið. Þess vegna var ekki víðar farið í leit að sandi. Eins og sjást mun af því, er sagt var hér að fram- an. hefur enn ekki verið mæld þykkt sandlagsins í Faxaflóa. Voru gerðar tilraunir í þá átt á veg- um Jarðborana ríkisins vorið 1949, en án árangurs, því að tækin, sem notuð voru, komu ekki að gagni. En nauðsynlegt er að fá hugmynd um þykkt sand- lagsins, áður en byrjað verður á framkvæmdum við hina fyrirhuguðu sementsverksmiðju, enda mun svo verða gert. Er í ráði að nota til þeirra rannsókna sérstaka gerð af sýnishornabor, sem smíðaður er eftir fyrirsögn próf. Kullenbergs í Gautaborg (10). Slíkir borar hafa verið notaðir með góðum árangri

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.