Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandl:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjórar
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aðrar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
' dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
21 vill Mosfell
Alls sótti 21 um embætti
prests í Mosfellspresta-
kalli þegar það
var augiýst.
Verður prestur-
inn tii aðstoðar
sóknarprestin-
um, séra Jóni
Þorsteinssyni,
sem verður ráð-
herramaki innan
skamms þegar eiginkona
hans, Sigríður Airna
Þórðardóttir, tekur við
ráðherraembætti fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Þessir sóttu um
Um brauðið í Mosfelli
sóttu: Aðalsteinn Þor-
valdsson, Ama Ýrr Sig-
urðardóttir, Amdfs Osk
Hauksdóttir, Auður Inga
Einarsdóttir, Baldur
Gautur Baldursson, Bryn-
dís Valbjarnardóttir, EÍín-
borg Gfsladóttir, Gunnar
Jóhannesson, Halldór
Ólafsdóttir, Helga Helena
Sturlaugsdóttir, Karítas
Kristjánsdóttir,
Klara Hilmars-
dóttir, Lena Rós
Matthfasdóttir,
Ragnheiður
Jónsdóttir, Sig-
ríður Munda
Jónsdóttir, Sig-
ríður Rún Tryggvadóttir,
Sjöfn Þór, Sólveig Jóns-
dóttir, Svanhildur Blön-
dal, Yrsa Þórðardóttir og
Vigfús B. Albertsson. Alls
4 karlmenn og 17 konur.
Biskup fslands, Karl
Sigurbjömsson, skipar í
embættið til fimm ára
samkvæmt niðurstöðu
valnefndar sé hún ein-
róma.
Bókasafn lokar
Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri verður lokað 1.
febrúar og ekki
opnað aftur fýrr
en í mars. Er
þetta gert vegna
endurbóta sem
þarf að gera á
húsnæði safns-
ins. Opnað verð-
ur með viðhöfn á ný 6.
mars.
O
«o
Kýr-kú-kú-kýr
£
Málið
Athygli okkar hefur vaknað á
ivl að enn kunni að leynast á
Islandi fáeinir aðilar sem eru (
vandræðum
með að beygja
orðið „kýr“ en
það töldum við elementary, my
dearWatson.
Kýr beygist einfaldlega svona:
Hér er (nefnifall) kýr,
um (þolfall) kú,
frá (þágufall) kú,
til (eignarfall) kýr.
Og með greini er þetta svona:
Hér er kýrin,
um kúna (ekki kúnnal),
frá kúnni,
til kýrinnar.
Beygjum ekki beljuna vitlaust!
Hneisa ísraela
að uppistand sem orðið hefur vegna
árásar ísraelska sendiherrans í Svíþjóð
á listaverk í Stokkhólmi hefur enn á ný
orðið til þess að kveikja djúpa sorg í
brjóstum þeirra sem ólust upp við að ísrael
væri virðingarvert ríki og opið lýðræðis-
þjóðfélag.
Og var þó vart á bætandi.
Framferði fsraela á alþjóðlegum vett-
vangi er orðið slíkt að það er fullkomin
hneisa.
Ef skoðanakannanir á Vesturlöndum gefa
til kynna að stór hluti alþýðu telji fsrael ógn-
un við heimsfriðinn, þá rísa ísraelar upp á
afturfæturna og grenja um að banna eigi að
birta slíkar niðurstöður af því þær beri vott
um „gyðingahatur".
Það má út af fyrir sig skilja að ísraelskum
sendiherra skuli hafa fallið miður vel að sjá
listaverkið í Stokkhólmi, sem hann túlkaði
sem stuðning við málstað þeirra sem gera
sjálfsmorðsárásir. Sú túlkun er kannski
vafasöm, miðað við lýsingar af listaverkinu,
en látum það liggja milli hluta. Hafi sendi-
herrann túlkað verkið sem stuðning við
árásirnar, sem vissulega hafa verið sérlega
blóðugar og viliimannlegar á hendur ísra-
elskum borgunum, má skilja að honum hafi
sárnað. En að ráðast á
verkið með þeim hætti
sem hann gerði er
vitaskuld óforsvaran-
legt.
Sendiherra Israels
getur ekki afsakað sig
með því - enda reynir
hann það ekki - að á
hann hafi einfaldlega
runnið stundarbrjál-
æði. Hann segir ein-
faldlega að honum
hafi ekki þótt þetta
„rétt“ verk og því hafi
hann viljað koma í veg fyrir að það væri til
sýnis. Og þannig hugsar aðeins opinber
embættismaður sem veit að verknaður hans
mun falla vel í kramið heima fyrir.
Sem hefur og gerst. Ariel Sharon, forsæt-
isráðherra fsraels, hefur lýst sérstakri
ánægju með framferði sendiherra síns og
þátttaka ísraels í alþjóðlegri ráðstefnu um
þjóðarmorð er í uppnámi vegna þess að
Israelsmenn krefjast þess að verkið verði
tekið burt. Og röksemdin er kunnugleg, það
sé til marks um „gyðingahatur", þótt annar
höfundanna sé raunar gyðingur.
Það er löngu tímabært að tala tæpitungu-
laust um hvers konar rfld ísrael er orðið. Það
hugarfar sem rflcir meðal æðstu stjórnenda
þar er í litlu frábrugðið þeim móral sem rflct
hefur í ýmsum skelfilegum einræðis- og
kúgunarríkjum heims.
Og allra verst er að fjöldamorðingjar eins
og Ariel Sharon skuli sífellt skáka í skjóli
hinna saklausu fórnarlamba frá Auschwitz,
Treblinka og öðrum útrýmingarbúðum nas-
ista í seinni heimsstyrjöld.
Þar er þó illa farið með saklaust blóð.
niugi Jökulsson
„Ég styð Siálfs
Jón Steinar Gunnlaugsson, lög-
maður og prófessor, birtir eins konar
pólitfskt manífestó eða stefhuyfirlýs-
ingu sfna í grein í Mogganum í gær.
Nokkuð kann að koma á óvart að
hann skuli sjá ástæðu til slíks, þar
sem hann hefúr eins og menn vita
ekki legið á skoðunum sínum eða
lífsviðhorfum hingað. En út af fyrir
sig er framtakið reyndar til eftir-
breytni hjá Jóni Steinari og væri
vissulega fróðlegt ef fleiri málsmet-
andi menn í samfélaginu fesru að
bregða slfkum spegli upp að andliti
sínu opinberlega. Ovíst verður þó að
telja að þeir muni allir tala jafii skýrt
og Jón Steinar, eða vera jafii vel trú-
andi til að fara f rauninni eftir sfiium
eigin grundvallarskoðunum þegar á
hólm samfélagsumræðunnar er
komið.
Vel að merkja er ekki um allsherj-
ar stefnuskrá lögmannsins að ræða,
heldur er manífestó þetta bersýni-
lega sprottið af þeirri umræðu um
hugsanleg lög gegn hringamyndun
og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
sem hefur borið noldcuð á að undan-
fömu. Jón Steinar telur upp skoðanir
sínar á ýmsu þar að lútandi - og
ganga þær flestar út á, eins og vænta
mátti af lögmanninum, að sem mest
ffelsi skuli rflcja f viðskiptalífi, þótt
hann árétd um leið að hann sé
hlynntur „öruggri og skjótvirkri
réttarvörslu" gagnvart þeim sem
svflcja undan skatti eða brjóta gegn
samborgurum sínum í viðskiptum,
og hann kveðst líka „hlynntur því að
styrlq'a yfirvöld til rannsólaia á
meintum afbrotum í viðskiptalífinu,
bæði vegna hagsmuna þeirra sem
fyrir sökum em hafðir en líka vegna
hagsmuna þjóðfélagsins af að stöðva
starfsemi sem ekki hlítir lögurn".
Mestum tíðindum sætir væntan-
lega sú grein í þessari stefnuskrá sem
hljóðar svo: „Ég er á móti löggjöf sem
bannar sama manni (eða mönnum)
að eiga mörg fyrirtæki, hvort sem þau
Það er ekki oft sem hnífurínn
gengur milli þeirra félaga
Davíðs og Jóns Steinars.
Fyrst og fremst
fást við rekstur fjölmiðla eða stunda
aðra starfsemi."
Og ætti að vera þarflaust að hafa
mörg orð um að þarna gengur Jón
Steinar í berhögg við yfiriýstan vilja
vinar síns Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra, sem hefur ekki aðeins lýst
því yfir að hann telji slík lög nauðsyn-
leg, heldur er búinn að setja þau í
huganum, þótt Alþingi eigi að vísu
eftir að fjalla um málið að forminu til.
Og vegna þess að það er ekki oft sem
hnífurinn gengur milli þeirra félaga
Davíðs og Jóns Steinars sjáum við
ástæðu til að vekja á þessu athygli. Og
verðum reyndar að taka ofan okkar
ímyndaða hatt fyrir lögmanninum að
ganga svo skýrt og greinilega móti
meistaranum í svo miklu hjartans
máli hans.
Grein Jóns Steinars er annars
skemmtileg f formi vegna þess að
hún er hrein upptalning á þeim „trú-
aratriðum" (afsakið orðalagið) sem
Jón Steinar hefur í heiðri: „Ég styð
frelsi í viðskiptum. - Ég er andvígur
rfldsrekstri. - Ég er þetta, ég er hitt."
Lokaniðurstaða lögmannsins, eftir
upptalninguna, er síðan þessi: „Ég er
sjálfstæðismaður."
Við ætlum okkur ekki að fúllyrða
að með þessu stllbragði vilji Jón
Steinar undir rós læða þvf inn hjá
fólld að þeir sem trúa eða telja eitt-
hvað annað en hann hefúr þuÚð upp
séu þar með ekki sannir sjálfstæðis-
menn. En óneitanlega hvarflar sú
hugsun þó að lesanda greinarinnar.
Fyrst núer búiö aÖ minnast á Jón
Steinar og DavíÖ, þá er næstí stafur-
inn auðvitað „Hannes" og vissulega
væri eölilegt aö fara nú fáeinum orö-
um um nýjustu vendingar í „stóra
Hannesarmálinu“. ÞaÖ er nefnilega
sföuren svo dautt, þóttmargirkyimu
aö vona aö svo væri. Um belgina varí
Mogganum ogreyndarFréttablaöinu
lfka fullt af greinum um máliÖ. Við
látum Hannes liggja milli hluta en
viljum á hinn bóginn vekja athygli á
hvúfkur skörungur sérstakur síuðn-
ingsmaöur Hannesar, Jakob F. Ás-
geirsson, er aÖ veröa f oröalagi f rit-
deilum. Viö hér á DV höfum stund-
um veriö skömmuö fyrirglannaskap f
orðalagi aö undanfömu en ekkert af
því sem viö höfum látiö út úr okkur
kemst einu sinni nálægt því sem Jak-
ob lætur út úr sér - meira aö segja
þegar hann sjálfur segist vera f góöu
skapi' 1 Mogganum í gær fer Jakob
höröum oröum um Guöna Elísson
háskólakennara, sem haföi skammaö
Jakob f grein f Lesbókinni fyrir sér-
lega haröoröan pistil ÍViöskiptablaö-
inu, en þar haföi Jakob þó einmitt
tekið fram aö hann heföi skrifaö hana
ímjöggóðu skapi.
Það sem vakið hafði sérstaka
hneykslun Guðna voru orð sem Jak-
ob lét falla um ritdómara Kastljóss,
Pál Björnsson, og umsjónarkonu
sama þáttar, Svanhildi Hólm
Valsdóttur. Jakob hafði í Viðskipta-
blaðinu kallað Svanhildi „tálkvendi",
sem Guðni taldi fáheyrt uppnefni og
er vissulega langt síðan farið hefur
verið inn á jafri persónulegar brautir í
athugasemdum urn fólk í opinberri
umræðu. En Jakobi er engin iðrun í
huga. „Þetta er fáránleg staðhæfing,“
segir hann um þau orð Guðna að
hann hafi tekið upp „þann leiða ósið
Þjóðviljans að uppnefna fólk og sví-
virða“. Svo heldur Jakob áfram:
„Þjóðviljinn réðst iðulega á fólk með
persónulegum hætti vegna efnislegr-
ar afstöðu sem það tók í stjórnmál-
um. Ég hef aldrei gerst sekur um
slflct."
Má lesa út úr þessu að allt sé í
lagi með að ráðast á fólk með per-
sónulegum hætti vegna afstöðu
sem það tekur í öllu öðru en stjórn-
málum, t.d. ritdómum? En Jakob
heldur áfram:
„Ég tala hins vegar tæpitungu-
laust í pistlum mínum, enda ekki
vanþörf á í þessu lida samfélagi þar
sem hræsnin verður oft þrúgandi.
Ég stend við hvert orð... og er ekki sú
pempía að telja það óviðurkvæmi-
legt að víkja orðum að því í virðu-
legu blaði sem fólk er að tala um sín
á milli úti um allt þjóðfélag í kjölfar
frásagna í Séð og heyrt og viðtala í
Vikunni."
Ja, bittinú, sagði kerlingin. Okkur
verður orðfall!