Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Síða 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 3 Nei, skólagjöld leysa engan vanda Spurning dagsins Á Pétur að víkja? Við íslendingar erum miklir eftirbátar annarra Norðurlanda- þjóða í menntamálum og sérstak- lega í málefnum háskólanna. ís- land skipar einungis 14. sæti af 28 OECD-ríkjum í framlögum til menntamála miðað við fólk á skólaaldri, en íslendingar eru ung þjóð með marga einstaklinga á skólaaldri. Til að standa jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum þurf- um við að auka framlögin um 30 prósent. Tölurnar hér til hliðar sýna að ekki nægjanlega margir íslending- ar sækja sér framhalds- og há- skólamenntun. Það getur að ýmsu leyti skýrst af því að framhalds- skólinn sé nokkuð einhæfur og ekki hafi verið lagt nógu mikið upp úr fjölbreyttum námsleiðum. En einnig er of lítið fé lagt til fram- halds- og háskólastigsins. Þennan vanda þarf að leysa en hann verður ekki leystur með upptöku skóla- gjalda, heldur með heildarendur- skoðun á menntamálum þjóðar- innar. Hagvöxtur eykst með auk- inni menntun Urn helgina birtist viðtal við ný- skipaðan menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í Fréttablaðinu. Þar tekur hún já- kvætt í það að tekin verði upp skólagjöld ef það skili okkur aukn- um hagvexti. Þetta finnst mér und- arleg nálgun af hálfu menntamála- ráðherrans, því eins og fram hefur komið verjum við mun minni fjár- munum til háskólastigsins en hin Norðurlöndin og mun færri út- skrifast með framhalds- og há- skólamenntun. Er hún að segja að sem mennta- málaráðherra ætli hún að brúa þetta bil með fjármagni frá nem- endunum sjálfum? Hvernig ætlar hún þá að fjölga nemendum - sem eru hinn raunverulegi drifkraftur hagvaxtar? Þorvaldur Gylfason hélt athyglisvert erindi á nýafstöðnum menntadegi Samtaka iðnaðarins. Þar kom fram að fari 25-30 prósent fleiri í hverjum árgangi í fram- haldsskóla aukist hagvöxtur sjálf- krafa um heilt prósent á ári. Aukin sókn nemenda í framhaldsmennt- un skilar okkur því auknum hag- vexti. Lítil sókn eftir menntun er Katrín Júlíusdóttir vill fleiri námsmenn. Kjallari því kjarni vandans að mínu mati, á sama tíma og þar liggja einmitt sóknarfæri okkar til aukins hag- vaxtar. Að nálgast málið út frá skólagjöldunum sjálfum finnst mér röng nálgun. Við þurfum fyrst og fremst fleiri útskrifaða nemendur. „Kostnaðarvitund" og skóla- gjöld Margir talsmenn þess að taka upp skólagjöld við ríkisháskólana halda því fram að þá verði stúdent- um fyrst alvara með náminu. Nauð- synlegt sé að nemendurnir hafi svo- kallaða „kostnaðarvitund" gagnvart sínu námi. Þetta hefur gjarnan heyrst frá þeim ungu sjálfstæðis- mönnum sem helst vilja skólagjöld- in. Þessi rök eru mikil einföldun því námsmenn í háskólum eru án tekna á meðan námi stendur og þeir hafa ýmsan kostnað af námi sínu. Þannig að háskólanám er nú þegar afar þungt og þessi svokall- aða „kostnaðarvitund" er án efa þegar til staðar af þeim sökum. Við megum ekki þyngja námstímann enn með því að taka upp himinhá skólagjöld. I áðurnefndu viðtali við Fréttablaðið sagði menntamálaráð- herra að sú aðgerð að taka upp skólagjöld þyrfti ekki að hamla fólki frá skólasókn því Lánasjóður ís- lenskra námsmanna myndi lána fyrir þeim. En sú aðgerð yrði að mínu mati ekki til þess fallin að hafa áhrif á þessa óskilgreindu „kostnaðarvit- und" á meðan námi stendur. Nem- endurnir þurfa þá ekki að eiga fyrir skólagjöldunum, en hins vegar þurfa þeir að greiða þau til baka að námi loknu. Þá fyrst kemur skell- urinn, sem er nú ekki til þess fallið að bæta stöðu ungs fólks sem er að koma sér fyrir í samfélaginu og er sú byrði nú þegar allt of þung. Samkeppni um nemendur Á Norðurlöndum eru ekki skólagjöld við ríkisháskóla. Skóla- gjöld geta leitt til þess að við hverf- urn aftur um hundrað ár þar sem stúdentar fara utan til náms og viðbúið að einhverjir komi ekki aftur heim. Ef þeir þurfa hvort sem er að greiða fyrir skólavist sína hugsa þeir eflaust með sér að þeir geti eins menntað sig í útlöndum. Menntun og þekking íslendinga gæti í auknum mæli ílust úr landi þannig að íslenskt samfélag njóti hennar ekki lengur. Við erum nú þegar í bullandi samkeppni við önnur lönd um unga fólkið og ekki yrði þetta á þá stöðu bætandi. Fjölgum nemendum Háskóli íslands stendur nú frammi fyrir því að þurfa að vísa 900 umsækjendum um skólavist frá námi við skólann vegna 600 milljóna króna fjárskorts. Eða þá taka upp harkalegar fjöldatak- markanir og há skólagjöld til að mæta fjárþörfinni. Það er mín skoðun að ekki eigi að nota skólagjöld til að bregðast við þessum fjárhagsvanda. Ef við ætlum að auka hagvöxt með menntakerfinu eigum við að ráð- ast á hinn raunverulega vanda - þ.e. að fjölga nemendum og efla þannig mannauðinn. Það er hags- munamál fyrir þjóðina, og hags- munamál fyrir atvinnulíflð, að fólk geti stundað nám innanlands og skili þekkingu sinni til samfélags- ins. Það á að vera hlutverk stjórn- valda að skila heilbrigðum og vel menntuðum einstaklingum af fjöl- breyttum sviðum út í lífið. Okkar fámenna þjóð á að reka metnaðar- fullt menntakerfi sem allir hafa að- gang að - einungis þannig getum við styrkt okkur enn frekar í efna- hagslegu og félagslegu tilliti meðal þjóða. STAÐREYNDIR UM SKÓLAMÁL ísland Norðurlönd Framlög til háskóla sem hlutfall af landsframleiðslu 0,8% 1,2-1,7% Hlutfall (slendinga á aldrinum 25-34 ára með háskólapróf Hlutfall (slendinga á sam aldri með framhaldskólamenntun 27% 60% um 37% 86-94% Stígurtil bakaog hneigirsig „Það liggur í hlutarins eðli. Ef honum er annt um heiður sinn, líkt og japanskur samúræi, þá slíðrar hann sverðið, stígur til baka og hneygirsig." Bubbi Morthens, tónlistarmaður. „Ég sé enga ástæðu til þess. Hann hefur hagsmuna að gæta en ég geri fastlega ráð fyrirþví að hann sé ekki einn í nefnd- inni." „Mér finnst nú bara að hann ætti að víkja svona al- mennt." Freyr Eyjólfs- son, tónlist- ar- og út- varpsmaður. Ragnar 'Sót' Gunnarsson, Skriðjökull og athafnamaður. „Já, tvímæla- laust. Mér finnst hann vanhæfur í þessu málieins ogreyndarí svo mörgum. Ég segi eins og Ragnar Reykás: Það erskítalykt afþessu. Það getur vel verið að þetta sé ekki upp á kant við þingsköp og þingvenjur en þetta brýtur í bága við allt sem heita má siðgæði. Allt virðist leyfilegt hjá ríkis- stjórninni - og stjórnarandstaðan hefur gert sig bera að þvíað vera alveg van- hæftil að takast á við það og fara með málefni fólksins í landinu." Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður. „Já, mér finnst nú eðlilegt að hann geri það. Hann á per- sónulegra hagsmuna að gæta og er ein- hvern veginn beggja vegna borðsins. Ann- ars góður maður og réttsýnn i mörgu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Eflaust góður i nefndinni. Má alls ekki hætta þar að mínu mati." Gaui litli, heilsuræktarfrömuður. Á Pétur Blöndal að víkja úr efnahags- og viðskiptanefnd í Spron-málinu? Akureyri „Enginn Akureyringur getur hald- ið áfram viðskiptum við Landsbankann þvi aðalbankinn í Reykjavik er að fjármagna 2/3 afsöluverði ÚA til utanaðkomandi að- ila, "segir bréfritari Norðlendingar launa Lands- bankanum Tryggvi Bjamason stýrimaöur skrifar: Salan á ÚA frá Akureyringum á eftir að draga dilk á eftir sér - og er ekki séð hvernig málið fer. í fyrstu verður flótti viðskiptavina Landsbankans á Akureyri, enginn Akureyringur getur haldið áfram Lesendur viðskiptum við Landsbankann þvf aðalbankinn í Reykjavik er að fjár- magna 2/3 af söluverði ÚA til utan- aðkomandi aðila. Auk þess var ferlið við söluna óeðlilega stutt; ein nótt. Það virðist sem ekki hafi átt að hleypa KEA meira inn í umræðuna. Þessi vinnubrögðum þekkja menn, það er hvernig sjálfstæðismenn hafa unnið við niðurlagningu ríkisfyrir- tækja til sér vilhallra manna og kall- að einkavæðingu. Stundum nefnt einkavinavæðing. En hafa Landsbankinn og Eim- skip ekki gleymt einhverju? Jú, þeir gleymdu staðarbúum, öllu Norður- landi. Nú eru bankaviðskipti orðin frjáls og ekki nema andartaksverk að flytja öll viðskipti yflr í annan banka eða sparisjóð, hvort heldur eiga í hlut fyrirtæki og einstaklingar. Þarna hefur KEA riðið á vaðið með það og líklega verður Akureyrarbær að gera það sama. Sýna, sem höfuðstaður Norðurlands, samstöðu með Norð- lendingum. Ella er stjóm Akureyrar- bæjar ekki trúverðug. Svo verða önn- ur fyrirtæki og einstaklingar að taka sig saman og færa sfn viðskipti yfír til annarra banka til að launa Lands- bankanum kinnhestinn. Svo er það flutningageirinn. Þar eru að koma - eða komnir - nýir að- ilar sem geta alveg staðið að flutn- ingum fyrir Norðlendinga. Slíkt væri lfka sparnaður hjá Eimskipi því þá geta þeir lagt niður strandflutninga. I framhaldi af því getur Landsbank- inn flutt afgreiðslu sína til Eimskips á Oddeyrinni og þannig sparað. Slíkt heitir hagræðing. í Oddeyrarskála verður bankinn með eitt afgreiðslu- borð, því viðskiptin verða sennilega ekki meiri svo að slíkt dugar. Þetta verður hagræðingarsparn- aður. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BIÓMVND ARSINS FRAMLAGISLANDS TIL OSKARSfOffi LEIKARIÁRSINS Tómas Lemarquis ÚTLITIfVM jjtóq SiBlflar Ragí^ eflir Dag Kára ER K0MIN ÚT Á DVD 0G SÖLUMYNDBANDI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.