Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Skjálftahrina
Jarðskjálftahrina varð
við Geirfugladrang á
Reykjaneshrygg í gærmorg-
un.
Sterkasti
skjálftinn
mældist3,l
á Richter í
kjölfarið
mældust
tíu skjálftar,
flestir í
kringum 2 á
Richter. í
tilkynningu
frá Veður-
stofunni
sagði að
ekki hefði
orðið vart
gosóróa og
ekkert benti til að eldgos
væri í uppsiglingu.
Mannaferðir
til marz?
Þór Jakobsson, veðurfræðingur.
„Mér lýst stórkostlega vel á
slíkar hugmyndir og tel að
geimferðir, að ég tali nú ekki
um leiðangrar til marz, víkki
sjóndeildarhring mannkyns til
mikilla muna. Það er okkur öll-
um hollt að sjá hlutina úr fjar-
lægð og utan úrgeimnum
getum við séð hve fáfengilegt
það er fyrir mannkynið að
fara í styrjaldir þó ekki sé
nema vegna smáskika og
gieymum ekki að margar
styrjaldir hafa verið háðar
vegna landamæra. Afmynd-
um að dæma svipar landslagi
á marz til íslenska hálendisins
og eftil vill geta mannaferðir
þangað opna augu okkar fyrir
þvihvaða perla íslenskar
óbyggðir eru."
Ragnhildur Sigurðardóttir,
umhverfisfræðingur.
„Fyrir mannkynið er eðlilegast
að einbeita sér að því að
kanna jörðina og það vistkerfi
sem við erum hluti af.Ævintýri
lífsins á jörðinni er stórkostiegt
og kunnáttu okkar um það í
mörgu áfátt, en samt erum við
með gjörðum okkar - sérstak-
lega eftir iðnbyltinguna - farin
að hafa mikil og oft ófyrirséð
áhrifá umhverfi okkar. Við
ættum líka að beina kröftum
okkar að því að þessir rúm-
lega sex milljarðar manna
sem búa á jörðinni geti haft
það bærilega gott, i stað þess
að misskiptingin sé jafn mikil
og raun ber vitni. Og það hiit-
ur að vera skylda okkar sem
nú erum uppi að tryggja það
að komandi kynsióðir taki við
sæmilegu búi. Að þessu loknu
má skoða möguleikana á því
að nema land á öðrum hnött-
um."
Hannes Lárusson myndlistarmaður hleypti upp málþingi í Nýlistasafhinu með því
að hafa í frammi gjörning þegar hann átti að sjá um fundarstjórn. Gjörningurinn
var stöðvaður og gestir lögðu hendur á Hannes í viðurvist Ólafs Elíassonar og
virtra safnstjóra frá Hollandi og Belgíu.
Here Comes The
Sun Hannes Lárusson
veifarguia klútnum
fyrir framan Nýlista-
sáfnið.
og gestir
sáu rautt
Hannes Lárusson myndlistarmað-
ur hleypti upp málþingi í Nýlistasafn-
inu fýrri helgi þegar hann hafði í
frammi gjörning sem var stöðvaður af
málþingsgestum sem héldu margir
hverjir að Hannes væri genginn af
göflunum:
„Ég átti að sjá um fundarstjórn
þarna og hóf hana á gjörningi en
gerði þau mistök að tilkynna það ekki
fyrir fram. Gjörningurinn kom því
flatt upp á fólk en leysti um leið úr
læðingi mikla spennu sem virðist
ríkja hjá myndlistarmönnum. Ein
kona gekk á dyr og svo var ég klapp-
aður niður á meðan reynt var að fjar-
lægja mig af staðnum með handafli.
Það voru myndlistamennirnir Krist-
inn G. Harðarsson og Finnur Arnar
sem lögðu á mig hendur en höfðu
ekki erindi sem erfiði," segir Hannes
sem þarna flutti nýjan gjörning sem
hann nefnir Here Comes The Sun.
Gengur gjörningurinn út á að Hannes
leikur hið víðfræga Bítlalag með sama
nafni á meðan hann veifar gulum klút
sem hann hendir síðan yfir mynda-
tökuvél sem tekur allt upp. Hannes á
upptöku af þessari illa heppnuðu
fundarstjórn sinni í Nýlistasafninu og
ætlar að nota hana að hluta eða í
heild í nýtt myndverk.
„Þetta málþing átti að fjalla um
umgjörð myndlistar hér á landi og í
pallborðinu sátu ekki ómerkari menn
en Ólafur Elíasson, Halldór Björn
„Það voru myndlista-
mennirnir Kristinn G.
Harðarsson og Finnur
Arnar sem lögðu á
mig hendur."
Runólfsson lisfræðingur, Hlynur
Hallsson, Þóra Þórsdóttir í Gallerí
Hlemmur og svo belgískur listamað-
ur og hollenskur safnstjóri. Ég held að
aðstandendur málþingsins hafi verið
með minnimáttarkennd gagnvart
jressu fólki og hreinlega skammast
sín fyrir mig. Það er einhver ógurleg
spenna ríkjandi í sálarlífi margra
myndlistarmanna sem brýst úr á
þennan hátt og það á séstaklega þeg-
ar útlendingar eru nærri. Ég held að
menn hafi f raun vonað ég ég væri
orðinn endanlega galinn og þeir
myndu þarna losna við mig í eitt
skipti fyrir öll. En sjálfir skammast ég
min ekkert og tók upp fundarstjórn
eins og ekkert hefði í skorist eftir að
mér var sleppt og menn hættir við að
henda mér út. Hins vegar þótti mér
verra að geta ekki lokið við gjörning-
inn en ég á þetta allt á myndbandi og
það getur orðið gott verk bæði sem
list og heimild," segir Hannes Lárus-
son sem slapp að mestu ómeiddur frá
málþinginu í Nýlistasafninu.
Flutningaskipi hvolfdi á tveimur til þremur mínútum úti fyrir Bergen
Óttast um 20 manns eftir sjóslys
Óttast er um allt að 20 manns
eftir að norska flutningaskipinu
Rocknes hvolfdi á tveimur til
þremur mínútum úti fyrir Bergen
á vesturströnd Noregs í gær-
kvöldi. Björgunaraðgerðir stóðu
yftr langt fram eftir nóttu en 25
manns voru í áhöfn skipsins.
Skipinu hvolfdi 200 metra frá
landi.
Lokaðir inni
Samkvæmt netmiðli Bergens
Tidende voru menn úr áhöfn
lokaðir inn í skipinu. Heyrðist til
þeirra þar sem þeir lömdu í
skrokkinn til þess að koma
boðum til björgunarmanna.
Áformað var í gærkvöld, áður en
blaðið fór í prentun að skera gat á
skrokkinn og senda kafara inn til
að bjarga fólkinu. Einnig var
áformað að draga skrokkinn nær
landi eða að bryggju.
Tveir látnir
Tveir höfðu fundust látnir þeg-
ar DV fór í prentun en björgunar-
sveitir áttu erfitt verk fyrir höndum
þar sem farið var að skyggja þegar
óhappið varð. Heimildum frá Nor-
egi bar ekki saman um fjölda
áhafnarmeðlima en talið var víst
að þeir væru milli 25 - 30 talsins.
Að sögn sjónvarvotta sáust eng-
ir björgunarbátar á íloti eftir að
skipinu hvolfdi sem bendir til að
áhöfninni hafi ekki tekist að koma
neinum á flot á þeim stutta tíma
sem þeir höfðu. Ekki er vitað um
nákvæm tildrög slyssins en
Rocknes var með stóran farm af
grús innan borðs.
Rocknes er ríflega 17 þúsund
brúttótonn að stærð og 166 metrar
að lengd. Það var byggt árið 2001.